Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Jólin á leið inn í breytingarskeið

Þórdís Lilja Gunnarsdóttir tók viðtal við mig fyrir jólablað Fréttablaðsins. Það kom út 28. nóvember, 2017. Viðtalið er hér að neðan. Þórdís hafði fyrst og fremst áhuga á að ræða tengsl fjölmenningar og kristni og hvaða afleiðingar samfélagsbreytingar hefðu fyrir kristna hátíð jólanna. Það er stefið og mál viðtalsins.

Um hvað snúast jólin hjá nútímamanninum?

Almennur tilgangur undirbúnings og jólahalds fólks á Íslandi er að bæta líf, heimili og samfélag. Innkaupin, atið, tónleikarnir, hlaðborðin, gjafirnar og boðin eru til að gera lífið betra. Jólin eru tími hinnar opnu jákvæðni, vonar og vilja til að gott gerist. Hið sértæka er svo að trúin er opin fyrir að tími og eilífð kyssast.

Er ekki út úr korti að halda jól og tjalda öllu til fyrir háheilagt aðfangadagskvöld ef maður segist ekki trúa/trúir ekki á Guð og hans einkason, Jesú Krist?

Nei. Öllum er sameiginlegt að vilja hið góða fyrir sig, ástvini sína og samfélag. Jól hafa ytri ramma sem er almennur en síðan setur fólk inntak í þann ramma. Jólin geta verið hátíð allra á miðjum vetri hvort sem fólk trúir á Guð eða ekki. En trú og lífsskoðanir notum við svo til að leggja okkar eigin merkingu í viðburði og æviskeið. Við þörfnust gleðigjafa á mesta myrkurtímanum, óháð lífsskoðunum. Hvernig svo sem við skilgreinum líf og tilgang þess geta jólin hresst upp á lífsgleðina.

Sem kristin þjóð halda Íslendingar einkar svipmikil og hátíðleg jól, en hvað verður um blessuð jólin ef æ fleiri ganga af trúnni?

Ég hef ekki áhyggjur af jólunum. Hefðir eru slitsterkar og og það er frumþáttur mennskunnar að sækja í ljós og gleði. Fólk heldur áfram að halda hátíðir, en viðhorf breyta að einhverju leyti inntaki þeirra og réttlætingum. Jólin eru ekki á útleið heldur á leið inn í breytingaskeið. Fjölmenningin hefur áhrif á okkur en ætti ekki að eyðileggja gleðiefni þjóðarinnar, s.s. jólin. Það eru ótrúlega margar skoðanir í samfélagi okkar um hefðir og venjur, en við þurfum að koma okkur saman um lykilhátíðir. Jólin eru ein þeirra.

Jólin eru mörgum uppáhaldstími ársins og flestir hætta seint að finna til barnslegrar tilhlökkunar fyrir jólahaldinu. Missum við ekki mikilvægan hluta af ævigöngunni ef allt í einu yrðu engin jól, sem er einmitt sá brunnur kærra minninga sem flestallir sækja í með trega og söknuði?

Það verða væntanlega jól flestra áfram, tilhlökkun og upprifin stemming, hvernig svo sem þjóðfélag Íslendinga þróast. En kristnir menn, hindúar, múslimar, efasemdarmenn og fólk flestra lífsskoðana gætu sameinast um að á Íslandi séu jólin hátíð og í þágu flestra. Jólin gegna mikilvægu þjóðarsálarhlutverki. Það er því að illa gert að ráðast á jólahald. En það er hins vegar þarft að gagnrýna allt sem er óhóflegt og falskt. Jólin eiga ekki að vera yfirborðsleg heldur gleðileg.  

Kristnir menn fá fjölmarga frídaga út á kristna trú, bæði á stórhátíðum kirkjunnar og sennilega mætti telja helgidaginn sunnudag með, 52 sunnudaga á ári. Er réttlætanlegt að veita frí frá vinnu út á Jesú Krist ef maður þvertekur fyrir tilvist Guðs og það að vera kristinnar trúar?

Hvíldardagurinn varð til fyrir þúsundum ára af því fólk þarfnast hvíldar. Og var réttlætur með gilda- og trúartengingum. Vinnutími er þó í samtíð okkar samningamál aðila vinnumarkaðarins og hátíðir  kristninnar eru enn mikilvægar í þeim samningum. Trú og þar með kirkjan leggja áherslu á gott mannlíf og umhyggju gagnvart fólki, hafna þrældómi og hvetja samfélag og einstaklinga til að nota frí til lífsbóta. Breyttar þarfir mismunandi lífsskoðana þarf að ræða. Kristnir menn vilja halda í sínar hátíðir, en það er hins vegar ekki sjálfgefð að þær séu þríheilagar.

Jól tróna hæst í einlægum hjörtum barnanna, en hvað segjum við börnunum um ástæður þess að við skreytum, þrífum, bökum, gefum jólagjafir og höldum hátíð, ef ekki er fyrir fæðingu Jesúbarnsins?

Það á alltaf að segja börnum satt. Þau sem aðhyllast kristni minna á fæðingu Jesúbarnsins og skýra út merkingu þess að Guð elskar náttúruna og þar með mennina. Þau sem eru guðlaus segja börnum frá sinni lífsskoðun en geta samt haldið friðarhátíð. Öll ættum við að skýra út fyrir börnum okkar að fólk hefur mismunandi skoðanir og að við þurfum að rækta með okkur virðingu fyrir mismunandi siðum.

Er hræsni að halda jól ef maður er ekki kristinnar trúar?

Nei, það er hægt að halda jól á mismunandi forsendum. Allt fólk þarfnast hátíða um mikilvægustu gildi lífsins. Og jólin eru það fangvíð að þau geta faðmað eða spannað það sem flestir vilja og þarfnast.

Hvaða skilaboð senda þeir út í samfélagið sem setja jólaljós í glugga og skreyta allt hátt og lágt á aðventunni og um jól, ef þeir segja Guð ekki vera til?

Skilaboðin til forna voru að ljós hjálpaði fólki að rata til byggða. Í nútímanum eru ljósin tjáning um að við menn erum eitt þó við séum ekki eins. Okkar hlutverk er að bera ljós og frið á milli. Og kristinn maður trúir að Guð sé sama sinnis.

Fæddist Jesúbarnið á jólum, er frásagan örugglega sönn?

Jól eru haldin á mismunandi tíma í mismunandi heimshlutum. Orþódoksa kirkjan, í gríska og rússneska heiminum, heldur t.d. jól síðar en við í okkar heimshluta. Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús fæddist og ég efast um að hann hafi fæðst aðfaranótt 24. desember árið 0. Fæðingartíminn skipti raunar litlu máli meðal fólks í fornöld. Hátíðartími miðvetrarins var notaður til að minnast fæðingar ljóssveins himinsins. Þegar tíma fer að lengja er góður tími til að gleðjast og táknmálið virkar.

Hvers vegna eigum við að varðveita og halda jól um aldur og ævi?

Meðan við þráum gott líf virka jólin sem vonarhátíð, að dauðinn deyji og lífið lifi. Ég á afmæli á Þorláksmessu og það er gaman að fagna hverju árinu sem líður – og fagna svo jólunum og opna fyrir að allur heimur er gefinn ljósinu en ekki myrkrinu. Ég trúi ekki að veröldin sé í tröllahöndum heldur góðum höndum Guðs og að framtíðin sé raunverulega opin.

Viðtal við Þórdísi Lilju Gunnarsdóttir. Fréttablaðið – jólablað 28. nóvember, 2017.

 

Jólakertið

Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum í Meðallandi skrifaði æviminningar Einars Einarssonar, oddhags völundar og djákna í Grímsey. Vilhjálmur var vinur minn og ég tölvusetti handrit hans sem var síðar prentað í Dynskógum, héraðsriti Skaftfellinga. Þessar minningar eru hinar merkustu og vænst þykir mér um jólaminningu Einars djákna. Hún er hér að neðan. Nú erum við samverkamenn í Hallgrímskirkju, við Grétar Einarsson, sem er sonur djáknans, mikill dug- hug- og öndvegismaður. 

Jólakertið

eftir Einar Einarsson, djákna.

Það var aðfangadagskvöld jóla og ég hef líklega verið fimm eða sex ára. Það var gott veður og tungsljós, en all mikið frost. Foreldrar mínir höfðu lokið útiverkum. Þetta voru ekki mikil útiverk því skepnurnar voru fáar. Faðir minn gaf kindunum en mamma hrossunum, sem voru aðeins tvö. Og hún var búin að sjóða hangiketið. Búin að baka flatbrauð, steikja kleinur og vinna fleiri eldhúsverk, sem hátíðinni heyrðu til, steypa tólgarkerti og brjóta spýtur í eldinn, til að þurfa ekki að gera það á jóladag. Þá var barið að dyrum og mamma fór til dyra. En gesturinn var góðkunningi okkar, sem átti heima í sveitinni, ekki langt frá okkur og var nú að fara heim til sín. Í hægri hendi hélt hann á einhverju, sem var vafið inn í gljápappír. Ég varð allur að augum og eyrum og gesturinn rétti mér pakkann. „Þú verður að fara vel með þetta,“ sagði gesturinn. „Það má ekki detta. Það getur verið brothætt. Þetta er gjöf, jólagjöf til þín frá huldukonu.“ Ég stóð þarna með pakkann í höndunum, hissa og hálfhræddur. Oft hafði ég heyrt um huldufólk og vissi, að það var gott fólk, en það varð að umgangast það með sérstakri góðvild, annars gat maður haft verra af. Það mátti ekki kasta steinum út í lofið eða einhverjum hlutum, án þess að vita hvað fyrir væri. Þetta gilti auðvitað gagnvart öllum lifandi verum. En okkur var sagt, að forðast þetta vegna huldufólksins. Það mun hafa verið áhrifameira. Í syðri hluta baðstofunnar voru sauðkindurnar og kýrin, værðarleg og jótrandi. Þeim hafði verið gefið betra hey en vanalega og bráðum mundu þau fara að sofa eins og við. Þrátt fyrir jólagjafirnar gaf ég mér tíma til að koma til dýranna og gæla við þau. Ekki gleymdi ég vini mínum, gamla hrútnum. Ég hafði fengið að gefa honum tuggu af góðu heyi og nú vildi hann láta klóra sér. Ég gerði það eins vel og ég gat og svo sagði ég við hann „gleðileg jól.“

Hátíðin nálgast og við erum búin að skipta um föt. Í baðstofunni loguðu 3 ljós, tveir lýsislampar og einn olíulampi, táknmál heilagrar þrenningar. Svo kemur mamma með matinn og hann er betri en venjulega. Og skepnurnar fengu líka betra hey þetta kvöld. Eftir kvöldmatinn var húslesturinn lesinn. Var það jólapredikun úr Vídalínspostillu. Ég sat á vinstra hnénu á pabba og fletti fyrir hann blöðunum, um leið og hann las. Eitt sálmavers var sungið á undan og eftir, pabbi gerði það. Hann hafði mikinn róm og sterkan. Og nú var auðvitað sjálfsagt að skoða jólagjöfina frá huldukonunni. Auðvitað trúði ég þessu, sem hann Eyvi sagði, vinnumaður Stefáns á Hnausum. En seinna komst nú upp, að jólagjöfin var frá Guðlaugu í Króki. Hann Eyvi hafði alltaf gaman að einhverju smáskrítnu. Þegar ég hafði tekið gljápappírinn utanaf kom í ljós stórt og fallegt kerti. Það var gulbrúnt með stórri gylltri rós og úr vaxi, ekki tólg eins og ég var vanastur. Svo fékk ég fleiri gjafir frá nágrönnunum. Og auðvitað varð að kveikja á kertinu undir eins. Ég horfði hugfanginn á ljósið, það var fallegra en á tólgarkerti. Samt gaf ég mér tíma til að koma til vinar míns gamla hrútsins. Ég hafði fengið að gefa honum tuggu af góðu heyi um kvöldið. Nú varð ég aðeins að klóra honum og segja við hann „gleðileg jól.“ Svo fór ég að horfa á kertið mitt. Það var siður, að hafa allt sem rólegast á aðfangadagskvöld. Menn töluðu saman eða lásu í bókum hver fyrir sig. Og svo var einnig heima. Og friður jólanna lagðist yfir gömlu baðstofuna mína, þar sem menn og dýr lögðust til svefns á sömu hæð, aðeins smáhindrun að dýrin kæmust ekki til okkar. Pabbi gekk betur frá kertinu, að það dytti ekki og þau fóru að sofa, en ég vakti og horfði á kertaljósið.

Tíminn leið og ég lá á koddanum og starði á kertið mitt og dýrðina úti fyrir. Jólanóttin var björt en öðru hvoru svifu snjóflugur hægt til jarðar. Tungsljósið glitraði í frostrósum á glugganum og það grillti í puntinn, sem var fyrir utan gluggann. Oft hef ég séð jólaskraut, en alltaf finnst mér, að þetta hafi verið fegurst. Smátt og smátt fannst mér ljósið á kertinu verða skærara og verða eina ljósið og mér fannst punturinn og frostrósirnar breytast í skóg. Það voru grænir grasfletir milli trjánna og þarna milli trjánna svifu litlar hvítar verur. Þær bentu mér til sín og mér fannst, að þær gætu náð mér til sín á þennan hátt. Ég heyrði undurfagran söng, svo fagran, að slíkan söng hef ég aldrei heyrt hvorki fyrr né síðar. Það var ekki venjulegur söngur, orðaskil greindust ekki. þetta voru hljómar án orða, eða var það söngvar lífsins, tónar eilífðarinnar. Ég þokast að glugganum og svo er ég kominn út í græna jörð. Ég er á milli trjánna hjá litlu hvítu verunum. Svo man ég ekki meira. Ég gleymdi stund og stað. Þegar ég vaknaði um morguninn var kominn bjartur dagur. Kertið mitt var auðvitað löngu útbrunnið. Aðeins kveikurinn lá enn samanhringaður í skálinni, sem kertið var sett í. Síðan þetta gerðist er langur tími liðinn, margir tugir ára. Samt man ég þetta eins og það hefði skeð í gær. Og enn í dag finnst mér eins og að aldrei hafi slokknað á þessu dásamlega kerti, jólakertinu mínu, sem huldukonan gaf mér. Svo bjartur getur helgidómur góðra minninga orðið. Og þegar ég ætla að fara að sofa á aðfangadagskvöld, þá finnst mér ennþá, að nú sé kertið mitt komið, stóra gulbrúna kertið með fallegu rósinni.

Við heitum að …

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi hefur verið til umræðu hérlendis og erlendis síðustu vikur. Margir hópar karla í ýmsum fag- og þjóðfélagshópum hafa skrifað undir loforð að standa með konum gegn ofbeldinu. Hópur karlkyns presta og djákna skrifaði undir heit að gera allt sem sé á þeirra valdi að tryggja konum öryggi í þjóðkirkjunni og þar sem þeir hafa völd eða áhrif. Þeir heita að líða ekki kynferðislega áreitni og valdbeitingu og að tilkynna ef þeir verða vitni að.

Þessi undirskriftalisti var settur fram í lokuðum umræðuhópi presta, djákna og guðfræðinga á netinu. Margir guðfræðimenntaðir, djáknar og prestar hafa valið að vera ekki aðilar að þessum nethópi og skammur tími var gefinn til undirritunar. Listinn tjáir því aðeins heit þeirra sem sáu undirritunarboðið og segir ekkert um afstöðu annarra sem ekki höfðu möguleika á að skrifa undir.

Sigurður Árni Þórðarson

Ávarpið og listi þeirra sem skrifuðu undir er eftirfarandi:

Við, karlprestar og karldjáknar í þjóðkirkjunni, heitum því að gera allt sem við getum til að tryggja konum öryggi innan þjóðkirkjunnar og þar sem við höfum völd og áhrif. 

Þöggun um kynferðislega áreitni og valdbeitingu verður ekki liðin af okkar hálfu.

Við munum tilkynna áreitni sem við verðum vitni að.

Aðalsteinn Þorvaldsson

Axel Á. Njarðvík

Arnaldur Bárðarson

Árni Svanur Daníelsson

Baldur Kristjánsson

Bolli Pétur Bollason

Bragi J. Ingibergsson

Davíð Þór Jónsson

Eiríkur Jóhannsson

Fjölnir Ásbjörnsson

Friðrik Hjartar

Fritz Már Jörgensen

Grétar Halldór Gunnnarsson

Guðni Már Harðarson

Guðni Þór Ólafsson

Guðmundur Brynjólfsson

Guðmundur Örn Jónsson

Gunnar Stígur Reynisson

Gylfi Jónsson

Halldór Reynisson

Hans Guðberg Alfreðsson

Haraldur M. Kristjánsson

Hreinn Hákonarson

Ingólfur Hartvigsson

Jón Dalbú Hróbjartsson

Jón Ármann Gíslason

Jón Ómar Gunnarsson

Kjartan Jónsson

Kristján Björnsson

Magnús Björn Björnsson

Magnús Erlingsson

Magnús Magnússon

Oddur Bjarni Þorkelsson

Ólafur Jóhann Borgþórsson

Ólafur Jón Magnússon

Páll Ágúst Ólafsson

Sigfinnur Þorleifsson

Sigfús Kristjánsson

Sighvatur Karlsson

Sigurður Arnarson

Sigurður Árni Þórðarson

Sigurður Grétar Helgason

Skúli S. Ólafsson

Svavar Alfreð Jónsson

Sveinn Alfreðsson

Vigfús Bjarni Albertsson

Viðar Stefánsson

Þorgeir Arason

Þorvaldur Víðisson

Þór Hauksson

Þórhallur Heimisson

Þráinn Haraldsson

 

Þórður Sigurðarson – organistinn og presturinn

Okkur prestum eru organistarnir nánir samstarfsmenn. Það er ekki aðeins mikilvægt að organistarnir séu góðir tónlistarmenn, heldur er alltaf betra ef þeir eru skemmtilegir, kátir og hvetjandi. Og ég er lukkuhrólfur því þannig hafa organistarnir verið sem ég hef unnið með. Guðni í Bakkakoti var dásamlegur originall, Andrés í Hruna líka. Friðrik Jónsson var heillandi músíkalskur og tónskáld (Við gengum tvö) og Inga Hauksdóttir náttúrutalent. Hilmar Agnarsson, ja hvílíkur snilli. Steingrímur Þórhallsson fjölgáfaður og svo eru Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson risar í músíklífi heimsins.

Alltaf þykir mér skemmtilegt að hitta nýja organista og ég upplýsi hér með að ég hef aldrei hitt organista sem er leiðinlegur. En vissulega eru þeir misjafnir að áherslum, allir hafa þeir sinn eigin tón, spilastíl, geðslag, mismunandi nálgun og eigin hátt í undirbúningi athafna og helgihalds.

Vinur minn hringdi fyrir skömmu og bað mig að þjóna við útför föður hans. Þar sem fólkið var mér kunnugt sagði ég já. Spurði svo hverjir kæmu að undirbúningi. Hann sagði mér hver kórinn væri, hver væri útfararstjóri – og svo væri organistinn úr sveitinni. Og þar sem útförin átti að verða í Mosfellskirkju í Mosfellsdal spurði ég áfram hver hann væri. „Hann er fínn, þetta er nýr organisti, nýkominn, flottur tónlistarmaður.“ Og ég spurði: „Getur verið að hann heiti Þórður“? „Já.“ Mér þótti skemmtilegt að segja vini mínum að þetta væri sonur minn. Honum þótti það merkilegt og bar fölskyldunni tíðindin.

Svo þegar ég var búin að hitta ástvini og heyra óskirnar undirbjuggum við Þórður tónlistarþáttinn og fórum m.a.s. á Rokið, þann skemmtilega veitingastað á Skólavörðuholti, til að ræða um flæði og form. Fjölskyldan var með hugmyndir sem rímuðu ágætlega og við settum svo saman tillögu að athöfn sem allir urðu sammála um. Gott flæði og vel mótuð athöfn – það skiptir líka máli.

Svo kom að kistulagningu og útför sem fóru fram sama dag í Mosfelli. Organistinn var mættur snemma, hjó klakann frá kirkjudyrum svo hægt væri að komast inn, kveikti ljósin í kirkjunni og hitaði upp hendur og hljóðfæri. Svo dreif að fjölskyldufólkið á köldum og hvítfögrum degi. Vindurinn var sterkur og hvein í húsinu þegar við lásum, báðum, krossuðum og blessuðum.

Svo lék organistinn af fingrum fram. Ég beið í skrúðhúsinu fyrir útför og hugsaði um þessa fingur sem löðuðu fram tóna sem fylltu kirkjuna. Hugurinn leitaði aftur. Ég mundi eftir drengnum þegar hann byrjaði að spila, þessu bullandi músikaliteti sem kom fram þegar í bernsku og fágætri heyrn og tónvísi. Ég mundi líka eftir harmoníkuleikaranum Þórði. Svo þegar hann var í lausagangi vegna verkfalls kennara tók hann sig til og spilaði á píanó samfellt í nokkrar vikur og tók risaskref í músíkinni. Hann fékk góða kennslu, fór svo í gegnum Tónskóla þjóðkirkjunnar og á stjúpu sinni, Elínu Sigrúnu, mikið að þakka að hann kláraði. Hún tók aldrei í mál að hann hætti í tónskólanum og hann kláraði því. Svo tók við nám í New York, organistastörf á Þórshöfn og Neskaupstað. Hann lærði mikið og í tengslum við margt fólk. Og svo hljómaði spunagetan hans dásamlega í Mosfellskirkjunni við útförina. Hann fylgdi Karlakór Kjalnesinga þétt. „Þetta er heilmikill músíkant“ sagði einn kórkarlinn og nikkaði viðurkennandi. Sálmarnir hljómuðu, og „Við gengum tvö“ (lagið hans Friðriks Jónssonar, Fikka) var fagurt og Heimkoma var vel sungin. Þórður laumaði gullþráðum í undirspilið – sem liðuðust svo heillandi vel í tónaflóðið, slíkar línur hafði ég aldrei upplifað áður. Ég er kominn heim – sungu karlarnir og margir í söfnuðinum með – veðurgnýrinn var horfinn og sólin fyllti helgidóminn. Það fór straumur um okkur öll – og öll skildum við að heimkoman var hin himneska. Það er gott þegar allt er stillt svo vel saman og innri líðan hvílir vel í faðmi umhverfis og athafnar. Helgidómurinn var raunverulegt hlið himins. 

Ég naut þess að hlusta á Þórð organista spila. Þetta var fyrsta útfararathöfnin sem við unnum saman að. Pabbinn gladdist, presturinn í mér var sáttur og fjölskyldunni var vel þjónað á erfiðri kveðjustund. Svo fórum við saman í erfidrykkjuna og flæddum milli hlutverka feðga og kirkjulegra samstarfsmanna. Samstarfsfólk organistans (sem sagðist eiga hann og ég sagðist eiga hann líka) taldi að það yrði að taka mynd – þetta væri sögulegt. Við feðgar unnum vel saman og höfum skoðanir á störfum hins. Takk Þórður Sigurðarson.

2017 Porvoo Communion Primates’ Meeting

Á hverju ári, í október, fer ég til fundar við félaga mína í stjórnarnefnd kirknasambands lútherskra og anglikanskra kirkna í norður og vestur-Evrópu. Sambandið nefnist Porvoo Communion og kennt við borg í Finnlandi þar sem Porvoo-samkomjlagið var undirritað. Fundirnir eru skemmtilegir fundir og nærandi. Þetta kirknasamband hefur enga skrifstofu og er fyrst og fremst stuðningsnet. Í ár var fundurinn í Kaupmannahöfn og við nutum gestrisni hins gefandi og glaðsinna Kaupmannahafnarbiskups, Peter Skov-Jakobsen sem sést hér fara yfir skemmtiefnin í Kaupmannahafnarsögu. Hér að neðan er frásögn um fundinn. 

The Presence, Role and Mission of the Church in a Secular or Post-Secular Society

The Primates and Presiding Bishops of the Churches of the Porvoo Communion met in Copenhagen, Denmark, at the invitation of the Bishop of Copenhagen on 12 and 13 October 2017. The Porvoo Contact Group, made up of a representative of each of the churches of the Communion met at the same time, jointly chaired by the Rt Revd Peter Skov-Jakobsen, Bishop of Copenhagen and the Most Revd Dr Michael Jackson, Archbishop of Dublin. The meeting began with the Eucharist in Copenhagen Cathedral, followed by an opening dinner at which the guest of honour was Ms Mette Bock, Minister of Ecclesiastical Affairs in the Government of Denmark. On the second evening the party attended a service of sung evensong at St Albans’ Church, Copenhagen, a church of the Church of England’s Diocese in Europe. As they walked back through the city centre the doors of all the churches were open for Copenhagen’s ‘Culture Night’. Thousands of people poured through the churches during that evening.

The churches of the Porvoo Communion exist principally in Europe and, therefore, in the increasingly secular societies of the European nations. Primates and Presiding Bishops shared the stories of the relationship between the sacred and the secular in their own particular settings and found common ground both in needing to face challenges to Christianity and the voice of the Church in the modern world and also in experiencing an awakening of spiritual yearning in an age often characterised as becoming less and less religious. A secular society need not be a threat to the thriving of the Church. Rather, the secular may provide hospitable space to religion, allow the religious voice to be heard and protect the freedom of religious faith and practice. As always there was a focus on the local context and papers were delivered outlining the particular challenges facing the Church of Denmark both in finding the right expression of the relationship of Church and State and in exercising its mission and ministry in local communities.

This meeting fell just before the commemoration of the five hundredth anniversary of the beginning of the Protestant Reformation. Bishop Helga Haugland Byfuglien of the Church of Norway delivered a paper on the contribution of Lutheranism in the modern world, highlighting the Lutheran notion of ‘being liberated’. ‘Being liberated’ is a concept that speaks of being liberated from the boundaries of the world, as well as being liberated into service to the world.

The Churches of the Porvoo Communion exist within and outside the European Union. The question of ‘Brexit’ and the withdrawal of the United Kingdom from the European Union was a key point of discussion. The Archbishop of Canterbury made the clear point that whilst the United Kingdom was leaving the European Union it was not leaving Europe.

The next consultation for the churches of the Porvoo Communion will be in Estonia in October 2018 with the theme ‘Minorities and Majorities: A Challenge to Church and Society.’

List of Participants

Primates and Presiding Bishops

  • Rt Revd Peter Skov-Jakobsen, Bishop of Copenhagen, Evangelical Lutheran Church in Denmark (Lutheran Co-Chair)
  • Most Revd Dr Michael Jackson, Archbishop of Dublin, Church of Ireland (Anglican Co-Chair)
  • Rt Revd Dr Martin Lind, bishop, Lutheran Church in Great Britain
  • Most Revd Lauma Zusevics, Archbishop Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad
  • Most Revd Mark Strange, Primus, Scottish Episcopal Church
  • Most Revd and Rt Hon Justin Welby, Archbishop of Canterbury, Church of England
  • Most Revd Dr Kari Mäkinen, Archbishop of Turku, Evangelical Lutheran Church of Finland
  • Rt Revd Helga Haugland Byfuglien, Presiding bishop, Church of Norway
  • Rt Revd Dr Jorge Pina Cabral, Diocesan Bishop, Lusitanian Church, Portugal
  • Most Revd Dr Antje Jackelén, Archbishop, Church of Sweden
  • Rt Revd Carlos López Lozano, bishop, Spanish Reformed Episcopal Church

Porvoo Contact Group members

  • Revd Dr Tomi Karttunen, Evangelical Lutheran Church in Finland
  • Revd Helene Steed, Church of Ireland
  • Very Revd Dr Andris Abakuks, Dean, Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad
  • Revd Dr Thorsten Rørbæk, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Ms Miriam Weibye, Church Relations Officer, Scottish Episcopal Church
  • Revd Dr Sigurdur Arni Thordarson, Evangelical Lutheran Church in Iceland
  • Revd Jenny Sjögreen, Church of Sweden
  • Revd Tauno Teder, Estonian Evangelical Lutheran Church
  • Revd Ainārs Rendors, ecumenical secretary, Evangelical Lutheran Church of Latvia
  • Revd Tuomas Mäkipäa, Chaplain, Chaplaincy of St. Nicolas, Helsinki, Diocese in Europe
  • Revd Dr William Adam, Church of England (Anglican Co-Secretary)
  • Ms Beate Fagerli, Church of Norway (Lutheran Co-Secretary)
  • Revd Dr Maria Klasson Sundin, Church of Sweden (Lutheran Co-Secretary)

Apologies received from

  • Most Revd Richard Clarke, Archbishop of Armagh, Church of Ireland
  • Rt Revd Agnes M. Sigurðardóttir, bishop of Iceland
  • Most Revd Janis Vanags, Archbishop, Evangelical Lutheran Church of Latvia
  • Most Reverend John D E Davies, Archbishop of Wales
  • Most Revd Urmas Vilma, Archbishop, Estonian Evangelical Lutheran Church

Guests and Presenters

  • Ms Mette Bock, Minister of Ecclesiastical Affairs and Member of the Parliament for Liberal Alliance Secretary to the Minister of Ecclesiastical Affairs Ms Anna Sophie Wiese
  • Mr Christian Dons Christensen, Head of Department, Minstry of Ecclesiatical Affairs
  • Ms Karen Klint Chairman of the ecclesiatical commission of the Danish Parliament and Member of the Parliament for Socialdemokratiet
  • Dr jur Hans Gammeltoft-Hansen, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Revd Rikke Juul, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Rt Revd Marianne Christiansen, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Dr Mogens S. Mogensen, chairman of the Council of International Relations of the Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Mr Birger Nygaard, general secretary of the Council of International Relations of the Evangelical Lutheran Church in Denmark

Porvoo Communion Primates’ Meeting

Copenhagen

12-13 October 2017