Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Til lífs

img_3502Farðu með friði í ys og átökum heimsins.

Minnstu þeirrar kyrrðar sem er fólgin í þögninni.

Láttu þér semjast við fólk, án nokkurrar uppgerðar.

Segðu sannleikann greinilega en með stillingu.

Hlustaðu á aðra.

Allir hafa sögu að segja, sem þarfnast hlustandi huga.

Forðastu hégóma og mannjöfnuð.

Ávallt munu einhverjir verða þér óstyrkari eða ofjarlar.

Njóttu áforma þinna og árangurs í lífinu.

Sinntu starfi þínu vel, hvert sem það er.

Í því er blessun fólgin í brigðulli gæfu tímans.

Vertu varkár í viðskiptum, því veröldin er full af vélráðum.

Gættu að eigin samkvæmni.

Gerðu þér ekki upp ástúð og hlýju.

Láttu ekki kulda næða um ástina þína.

Ástin er eilífðarblómstur á akri tímans.

Öðlastu visku áranna með stillingu og án eftirsjár.

Gefðu frá þér með reisn það, er tilheyrir æskunni.

Hlúðu að andlegum styrk þínum, svo þú eigir festu í andstreymi.

Temdu þér sjálfstjórn, en einnig ljúfmennsku gagnvart eigin sjálfi.

Mundu að einmanaleiki og hræðsla eru gróðrarstía óttans.

Eins og gróður jarðar og stjörnur á himni ert þú barn alheimsins.

Þú breytist eins og hin mikla lífkeðja veraldar.

Lifðu í sátt við Guð, hver sem verk þín hafa verið

eða munu verða í sviftingum lífsins.

Mundu að þrátt fyrir sorgir og áföll er veröldin undurfögur.

Hafðu hamingjuna að stöðugu markmiði.

(Snörun sáþ á heilræðabálki. Heimildir greinir á um aldur og uppruna)

Trú, vísindi og túlkun

Það voru skrítnar myndir, sem allt í einu birtust við Skerjafjarðarströndina í Reykjavík. Einkennileg spjöld voru á prikum hér og þar. Þau, sem hjá fóru, hugleiddu og jafnvel deildu um hvað þetta væri. Lítið samhengi virtist vera í þessum uppsetningum. Svo opinberaði Morgunblaðið sannleikann. Þetta var ekki nýlistaverk heldur líkan. Á stærðfræðidegi reiknuðu krakkar í sjötta bekk Melaskóla fjarlægðir í sólkerfinu og innbyrðis afstöðu himintunglanna. Líkanið var túlkun þeirra a niðurstöðunum. Auðvitað varð að hafa hnettina í einhverjum viðráðanlegum stærðum. Þvermál stjörnueftirlíkinga var minnkað milljarðafallt. Sólin varð í þessari útgáfu 140 cm að þvermáli og Plútó aðeins 2 millimetrar. Með þessari smækkun var hægt að búa til viðráðanlega smækkun af sólkerfi og koma fyrir við Ægisíðu. Það var hægt að skoða og ganga inn í það, fá tilfinningu fyrir vegalengdum og innbyrðis afstöðu. Þetta var skemmtilegt verkefni og ágætt dæmi um hvernig farið er að í leit að skilningi á flóknum veruleika.

Módel og mál

Til að nálgast hið illskiljanlega er gjarnan búin til einhvers konar mynd til að finna samnefnara, sem dregur saman, tengir mikilvæga þætti og sýnir veruleika þess sem vísað er til. Það, sem skólabörnin gerðu, var að búa til myndræna túlkun á hlutföllum sólkerfisins. Við getum ekki ímyndað okkur skipan þess hluta vetrarbrautarinnar, sem við gistum, með því einu að horfa á stjörnur og sól. Sjónarhóll okkar brenglar og er alltaf ákveðin aðstaða og afstaða túlkunar. Stjörnuskoðarinn Immanuel Kant minnti á, að menn sæju ekki kjarna hlutanna. Sem sé við rýnum í gegnum litað gler fordóma, fyrirframgefinna skoðana og túlkana. Veruleikinn er ekki beinn og aðgengilegur. Til að skilja flókin fyrirbæri þurfum við hjálp eða milliliði til skilnings. Til þess eru sett upp líkön? Á mörgum heimilum eru til jarðarkúlur, sem hægt er að snúa og benda á hvar löndin eru og í hvaða afstöðu til annarra landa. Þessir hnettir hafa orðið mörgum til hjálpar. Hvað er svarthol? Hvernig er hægt að skýra út fyrir leikmanni gen eða DNA? Við léttum okkur skilningsferlið með því að búa til myndir, kenningar og skýringar af ólíku tagi. Þetta er það sem almennt er kallað módel. Þau eru eiginlega milliliðir til skilningsauka. Börnin úr Melaskólanum bjuggu til líkan af sólkerfi til að veita skynjun eða tilfinningu fyrir stærðum og víddum, afstöðu og skipan. Módelgerð er iðkuð í öllum greinum fræða, einnig í mannvísindum. Þótt trúmaðurinn lifi ríkulegu trúarlífi og eigi náið samband við Guð veit hann mætavel að margt er í Guði og á vegum Guðs, sem ekki liggur á lausu og ekki er skiljanlegt nema með einhvers konar millinálgun. Þeir þættir eru viðfang þessar greinar og varða eðli og mörk hins trúarlega tungumáls og þar með skilnings.

Vísindamódel

Það skiptir máli að gera sér grein fyrir hlutverki líkana, sem hér verða einnig nefnd módel. Í mörgum greinum, ekki síst raunvísindum gegna þau lýsingarhlutverki. Mörg þeirra eru smækkanir og gegna oft hlutverki útskýringa. Aðrar smækkanir þjóna forspárhlutverki. Þegar Siglingmálastofnun hannar nýja höfn er útbúinn botn og sjávarsíða og eftirlíking umhverfisins. Svo er öldugangi komið af stað. Hægt er að fylgjast með sandburði, álagi, öldufalli og straumum. Líkanið er ekki aðeins skýring eða lýsing í þessu tilviki, heldur vinnutæki til að skoða ferli. Reyndar er oft hægt að reikna nákvæmlega án líkans, en sitthvað getur komið í ljós, sem vert er að sjá með mannlegum augum. Auðvitað er hægt að reikna flesta ferla en líkan getur vakið huga, aukið innsæi og skilning og bent á þætti, sem annars hefðu ekki komið eins vel fram.

Líkön vísindanna vísa oftast til þess, sem er hægt að meta og mæla. Þeim er ekki ætlað að setja okkur leikreglur í lífinu. Þau segja okkur ekki hvernig menn eigi að hegða sér, hvað þeir eigi að gera og hvers þeir megi vona, eins og segir í meðhjálparabæn þjóðkirkjunnar. Kosningalíkön segja ekkert um gæði stjórnmála eða stefnuskrár flokka. Þau geta hugsanlega lýst því hvað fólk muni kjósa, en þeim er ekki ætlað að skera úr um hvað kjósendur eigi að velja á kjördag.

Líkön í vísindum geta mótað hvernig viðkomandi vísindagrein þróast og hvernig og hvaða skýringar eru tækar. Allar greinar fræða eiga sér túlkunarhefðir, almennt viðurkenndar skýringar og kenningar. Ef kenningar ná ekki að skýra öll dæmi eða flest atriði, sem viðkomandi kenning eða módel spannar, þarf að endurskýra eða aðlaga skýringarnar. Alla vega er nauðsynlegt að skýra undantekningar. Eftir því sem fleiri frávik koma í ljós verður í viðkomandi fræðasamfélagi aukinn, innri þrýstingur, áhugi eða vilji til að skoða nýjar leiðir og túlkanir. Stundum tekur langan tíma fyrir fræðimennina að viðurkenna, að um frávik sé að ræða. Svo getur farið að grunnhugmynd sé hent út og ný komi í staðinn.

Mismunandi túlkarnir og hlutverk

Tungumál takmarkar og mótar heim manna, opnar eða hindrar skilning og þekkingu. Mæri máls eru mæri heims og varðar allar greinar fræða og trúartúlkun einnig. Ef hið trúarlega tungumál er illskiljanlegt og bundið stirðnuðu líkingamáli, nær það ekki að snerta hjörtu mannanna.

Líkön eru notuð í vísindum almennt til skilningsuaka. Í  orðræðu trúarinnar eru þau hins vegar notuð í víðara samhengi, ekki aðeins til að auka skilning heldur einnig til að vekja vitund og móta atferli og gefa stefnu í lífi og gagnvart málum dauða og hins eilífa lífs. Vísindamódelin eru gjarnan lýsandi, “deskriptíf” en í kristninni og öðrum átrúnaði varða módel gæði þessa heims og annars. Þau eru því kvalitatíf.”Vísindaleg líkön og kenningar eiga að hafa forspárgildi. Hlutverk trúarlegra módela er ekki af því taginu. Þau flokka og greina fremur reynslu fólks en að  uppgötva nýja. Vísindamódelum er yfirleitt ekki ætlað að höfða til tilfinninga eða siðferðis manna, en það er trúarlegum módelum hins vegar ætlað. Líkönum í átrúnaði má raða upp í forgangs- eða mikilvægisröð en svo er ekki um raunvísindamódel.[1] Í ljósi munarins skiptir því öllu máli að ruglast ekki á mismunandi forsendum mismunandi fræðagreina, orðræðu þeirra og tilgangi. Fræðaforsendur eru mismunandi. Við endann skyldi upphafið skoða!

Sólkerfislíkan trúmanna

Frumlægasta og eðlilegasta málfar trúarinnar er myndmálið, sem t.d. Jesús notaði óhikað og frábærlega vel. En myndmál trúarinnar leitar ávallt túlkunar og krefst hennar raunar, alveg eins og í öðrum greinum fræða. Enginn átrúnaður, ekki frekar en aðrar greinar mannlífsins, getur reitt sig algerlega og aðeins á myndmál. Myndmálið leitar ávallt skilnings og skynsemi. Það er langur vegur túlkunar frá yrðingu Jesú um, að hann sé “vegurinn, sannleikurinn og lífið” til kenningakerfis um hvernig maðurinn frelsast. Það er langur vegur frá líkingarsögu (dæmisögu) um miskunnsama Samverjann til siðfræðikenninga um samábyrgð og mannhelgi.

Þegar trúarlíf og trúarlegt málfar er skoðað kemur í ljós, að á milli myndmáls annars vegar og hugtaka og kerfis þeirra hins vegar eru gjarnan eins konar tengjandi stýrikerfi. Þessar tengingar eru í raun módel. Hér eru þessi þau nefnd túlkar vegna vinsandi hlutverks þeirra og að þeir velja hvaða þýðingu mál fá, hvaða efni er lyft og hvað er vinsað út í túlkuninni.[2] Túlkarnir halda mörgum einkennum mynda og myndmáls, en vísa jafnframt til hugtaka og kalla raunar á kerfismyndun og röklega útfærslu. Allar hefðir og ekki síst trúarhefðir festa myndmál í sessi og kalla fram túlkun. En mikill hugsuður trúarhefðar getur valið forsendur sínar, módel eða túlka sína og hugtök. Hugsuðirnir breyta hefðunum, þegar þeir halda fram nýjum túlkum, sem hrífa og skapa nýtt inntak þar með. Þegar þeir breyta grunnlíkingum og frumforsendum hefða hafa þeir fundið upp eða haldið fram frumlegum túlk, sem er svo sannfærandi, öflugur og víðfeðmur, að hann getur komið í stað þess eða þeirra sem fyrir eru. Slíkir túlkar eru eiginlega erkitúlkar. Þegar svo öflug módel koma í stað hinna fyrri verða breytingar innan trúarhefða. Jesús Kristur bylti Gyðingdómi innan frá með því að breyta módelkerfinu eða túlkunum. Siðbreytingarmenn gera hið sama og allir miklir mótendur og hugsuðir, sem hlustað hefur verið á og fylgt.

Líking með varanlegt og kerfisbundið vald

Einfaldasta skilgreining túlks í átrúnaði er, að hann sé áhrifarík og langlíf líking. Túlkur er í raun líking, sem nær því að verða miðill myndmáls og hugtaka og miðlar jafnframt í millum þessara merkingarlaga. Túlkarnir eru n.k. kenningar um skipan mála. Þeir lýsa á skiljanlegan hátt því sem erfitt eða ómögulegt er að skilja með því að nota þau atriði eða myndir. sem menn tengjast og skynja. Túlkarnir eru þannig hjálp við skilning á hinu ósegjanlega, sem ekki verður rætt án líkingamáls.

Eins og í góðum brandara eða ljóði er stefnt saman í líkinu tveimur merkingarsviðum eða tveimur veröldum. Við samsláttinn verður til ný merking. Skilningur eða ákveðin skynjun skapast svo fremi sem túlkur er lifandi og merkingarskapandi. Orðræðan er því augljóslega hliðstæðumál, það sem kallað er “analógísk” ræða.[3] Tengslin og skilningurinn skapast, þegar túlkurinn lifir gagnvart notendum og þiggjendum sínum. Skilningur skapast að einhverju leyti í opnun og spennu, en þó ekki algerlega. Orðræðan er ekki bókstafleg eða hlutlæg, en engu að síður getur hún verið mikilvæg í tilvísun sinni.

Fyrst og fremst eru túlkar skýringartæki, farvegir fyrir skilning á ótta og gleði, hrifningu og lotningu, siðferðilegri breytni, falli og uppreisn, skipan og sköpun, sögulegum atburðum o.s.frv. Túlkarnir gefa mönnum áherslu, kalla fram ákveðna þætti en úthýsa einnig öðrum. Þeir eru, eins og Ian Barbour hefur sagt:  “Ákvarðandi ímyndir, sem túlka sértæka reynslu og benda til vegar með því að velja út atriði, skýra veruleikann og hjálpa okkur að taka eftir ákveðnum veraldarþáttum.”[4]

Túlkarnir eru eiginlega miðlar okkar eða skjáir. Þeir sía merkingu, stjórna því á hvern hátt við skiljum og meðtökum þann veruleika sem túlkurinn tjáir. Módelin, túlkarnir, eru því eins og skilvindur, sem skilja merkingu sem er mikilvæg frá annarri, sem fellur frá og jafnvel eyðist í meðförum.

Túlkarnir eru hvorki algildir eða tæmandi. Þeir kalla á nánari eftirgrenslan og ítarlegri hugsun. Þeir vísa út fyrir sig og nánast beiðast kerfismyndunar. En þar sem túlkarnir lita boðskap sinn stjórna þeir einnig eða hafa mótandi áhrif á hvernig um mál og atriði er hugsað í kjöfar miðlunarinnar. Túlkurinn gefur því málheim eða málklasa og ákveður hvaða hugtök spretta fram, eru möguleg og hvernig útfært er og bundið í kerfi.

Annars vegar hafa túlkarnir skýrleik og vísa til smáatriða. En að auki marka þeir reynslu leið og hafa ákveðnu flokkunarhlutverki að gegna varðandi alla framvinu og hugsun. Þeir gefa ekki vitsmunalega skýringu, heldur hafa lífernisafleiðingar. Þeir kalla á siðfræði og siðferði. Lifandi túlkar eru það róttækar myndir, að atferli manna, sem ganga á vit þessa veruleika, tekur einnig mið af.[5] Túlkarnir eru hagnýtir vegna þess hve víðtækir og innbyrðandi þeir eru. Þeir gefa mönnum skýringu á tilveru sinni, sjálfsímynd og stefnu í lífinu. Siðferði er því eðlileg afleiðing merkingarkerfis, sem maðurinn innlífast í ljósi túlkanna.[6]

Erkitúlkarnir

Í raunvísindum er leitast við að nota fá en skýr líkön. Í mannvísindum og trúarhefðum er hins vegar eðlilegt og nauðsynlegt að nota marga túlka. Hið sama gildir varðandi kenningar og hugmyndir einstakra guðfræðinga. Guðfræðitúlkar eru ekki hlutlægir heldur hjálp við túlkun og þýðingu merkingar. Frumlægastir og jafnframt víðtækastir eru þeir túlkar sem nefna mætti erkitúlka (root metaphors, root models), sem ákvarða stefnu allrar túlkunar og útfærslu trúarkerfisins. Erkitúlkarnir setja mörk um fjölda líkinga og hjálpartúlka, sem notuð eru og hvaða myndmál dæmist gilt og verður notað. Stjórnleysi og ruglingslegt myndmál fær vegna þessa nauðsynlega flokkun.[7]

Þessir túlkar eru frumforsendur átrúnaðarhefðarinnar. Í kristninni eru nokkrir túlkar, sem tengjast og mynda kjarna trúarhefðarinnar, t.d. líkingin af Guði föður, konunginum, dómaranum, persónunni o.fl. Þessar líkingar hafa hlotið svo miklæga stöðu, að breyting á þeim og notkun þeirra hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir alla trúarhugsunina. Það sem mestu skiptir er þó breyting á erkitúlk eða erkitúlkum. Stuðningstúlkar og stjórnartúlkar breytast. Jafnan eru þessir síðastnefndu túlkar nánari útfærsla og skýring á rótarlíkingu eða erkitúlk. En stuðnings- eða stjórnartúlkarnir geta einnig skapað spennu vegna rótfestu í myndmáli og verið í enhverju ósamhljóma erkitúlknum. Í því er nokkur sannleikur fólginn, að frumspekikerfi sé kerfisbundin útfærsla á frumlíkingu.

Til stuðnings

Erkitúlkarnir eru víðfeðmastir. Þeir eru tjáning á djúptækri og mikilvægri reynslu. Líkingin af persónulegum Guði er t.d. grundvallandi erkitúlkur í kristnum átrúnaði. En til stuðnings er þörf á millisstýringum, sem hér verða kallaðir stjórnartúlkar og stuðningstúlkar. Þeir hafa mismikið vægi og áhrif, en stýra hvað í trúarhefðinni verður fyrirferðarmikið og hvað minna virði. Stjórnartúlkarnir þjóna hlutverki styrkingar eða veikingar.[8] Dæmi um stjórnartúlk er líkingin af Guði sem föður, sem er síðan útfærð í sonartúlknumn. Drottinlíkingin er útfærð í líkingunni af þjóni, sem er útlistuð með ýmsu móti í kristninni og varðar skilning og túlkun á eðli og hlutverki manna. Móðurlíkingin á sér stuðningstúlk í barnslíkingunni; ástmögur á sér túlk í hinu elskaða, húsbóndi í eiginkonulíkingu, húsbóndi í stuðningstúlknum þræll o.s.frv.

Erkitúlkarnir eru ávallt víðfeðmastir og stærstir í sniðum. Þeir hafa í sér fólgna mesta túlkunarmöguleika. Þessir túlkar eru takmarkalausir og í raun óhrekjandi varðandi innsta kjarna. Ef breytt er um erkitúlk í átrúnaði er búið að stofna nýjan átrúnað. Ef menn ætla t.d. að skera burt boðskapinn um persónulegan Guð úr kristninni er botninn dottinn úr allri túlkun, allt trúarvitið farið og menn detta úr kristninni. Hins vegar er túlkunarfjölbreytni og breyting möguleg vegna breytinga á stjórnartúlkum og stuðningstúlkum. Breyttar aðstæður og gildaþróun samfélagsins hafa áhrif á hvort fólk skilur og samþykkir grunnatriði átrúnaðar. Jafnréttisáherslur hafa t.d. haft mikil áhrif á notkun stjórnartúlka og stuðningstúlka í kristninni. Ef menn hafa ímigust á feðraveldi og híerarkískri röðun er ljóst, að stjórnartúlkarnir um Guð sem konung, Guð sem herstjóra, Guð sem heimsstjóra, Guð sem dómara og föður eiga undir högg að sækja og veikjast. Þegar vegið er einhverjum túlk hefðarinnar er ekki vænlegt að vega að gagnrýnendum, heldur er eina ráðið að bregðast við með skapandi guðfræði. Trúarviska er ekki fólgin í herkænsku heldur fremur næmi á möguleika vanmetinna túlka. Til að endurskýra og endurlífga guðfræðitúlkun verða burðarmiklir túlkar að koma í stað þeirra sem hafa lifað sinn blómatíma. Í því er fólginn vandi allra þeirra sem vilja tefla fram “betri” eða “réttari” guðfræði, að túlkarnir verða að vera nægilega öflugir og vísa til almennrar reynslu fólks. Ef aðeins er vísað til sértækrar reynslu verður túlkunin vart annað en skoðun sértæks hóps.

Stjórnartúlkarnir og stuðningstúlkarnir eru ekki eins víðtækir og erkitúlkarnir og eiga við eða vísa til takmarkaðri og ákveðnari merkingarsviða. Því skapast túlkunarfjölbreytni í mismunandi hefðum og innan sjálfra hefðanna.[9] Erkitúkarnir eru megintilraunir til að umfaðma veröld og reynslu í mynd og orðum. Þeir eru nánast verundarviðbragð, sem er fólgið í að skoða allt með sem víðastan hring í huga, í ljósi ákveðins hugtaks eða líkingar.

Síðast á merkingarferli átrúnaðar eru hugtök.[10] Hugtakavinnsla hneigist til skýrrar og klárrar merkingar. Myndmálið er hins vegar flóknara og spennufylltara. Bæði myndmál og hugtök eru nauðsynleg í lífi og hugsun kirkjunnar. Sallie McFague segir á einum stað: “Myndmál elur hugtök, en hugtök aga myndmál. Ímyndir án hugtaka eru blind, hugtök án myndmáls eru geld.[11]

Nokkrum dögum eftir að sólkerfislíkanið á Ægissíðu var sett upp fauk sólin um koll og síðar út í buskan og aðrir hlutar fóru líka á flakk. Líkön breytast, ef ekki af völdum vinda veraldar þá af mönnum þegar ný hugsun eða þekking myndast. Svo verður í vísindunum og guðfræðin er ekki óumbreytanleg fremur en önnur fræði mannanna. Túlkun á guðsreynslunni þarf að endurskoða og skilgreina á hverri nýrri tíð.

Heimildir

Barbour, Ian. 1974. Myths, Models and Paradigms: A Comparative Study in Science and Religion. New York: Harper & Row.

Geertz, Clifford. 1973. Interpretation of Cultures. New York: Basic Books.

McFague, Sallie. 1982. Metaphorical Theology: Models of God in Religious Pluralism. Philapdelphia: Fortress Press.

[1] Sallie McFague 1982:107.

[2] Vel væri hægt að nefna þessi módel miðla eða greina, en ég vel fremur að nefna þau túlka, vegna þess að módelin túlka, þ.e. vinsa, sniðla og greina að. Að þýða frá einu máli yfir á annað er túlkun og frá einu merkingarsviði yfir á annað er túlkun sömuleiðis.

[3] Ian Barbour 1974:49

[4] Ian Barbour 1974:6,16.

[5] Mannfræðingurinn Clifford Geertz hefur ágætlega fjallað um hvernig siðferði tekur mið af táknveruleika, hvernig “mood” og “motivation” tengjast. Clifford Geertz 1973:90, 97, 194-230, 126-27.

[6] Ian Barbour 1974:6,14.

[7] Sallie McFague 1982:28,105.

[8] Um afstöðu Paul Ricoeur, sja Sallie McFague 1982:110.

[9] Ian Barbour 1974:84.

[10] “…abstract notion, ideal or thought… …Speculative, systematic statement of relationships underlying certain phenomena, organizing ideas into an explanatory structure.” Sallie McFague 1982:25.

[11] Sallie McFague 1982:25.

Þriggja alda hús – Litlibær

 

LItlibær 1Keðja kynslóðanna er löng og gott þegar maður er rækilega minntur á hana með eigin íbúðarhúsi og umhverfi. Við njótum þeirrar einstöku blessunar að búa í húsi með sál og sögu. Það heitir Litlibær og er á Grímstaðaholti, Tómasarhaga 16b. Húsið var byggt í nokkrum áföngum. Fyrsti hlutinn, 10×8 álna steinbær, var reistur 1893 af Einari Gamalíelssyni. Þá reif hann torfbæ sem áður stóð á þessum stað. Í júní árið 1896 seldi Einar afa mínum, Halldóri Jónssyni, bæinn og hét hann þá Litlibær. Meðfylgjandi var lóð og kálgarður og einnig erfðafestuland, “þar hjáliggjandi.”“ Halldór og Guðbjörg amma, fengu síðan leyfi 26. júní 1909 til að byggja fjós og heyhús á lóðinni, 9×6 álnir. Hlaðan stendur enn og lifum við með bændastíl og anda í miðri Reykjavík. Leyfi fyrir viðbyggingu inngönguskúrs fengu gömlu hjónin 7.12. 1927. Þetta var bíslag, samtals 5,51 ferm.

Litlabæjarlandið var tekið eignarnámi á sjötta áratugnum. Lítill skiki fylgdi Litlabæ, liðlega 400 m2, enda var ætlunin að rífa húsið. Nú er land Litlabæjarbænda um 1400 fermetrar, sem er með því mesta í gamla hluta Reykjavíkur. Amma, síðan foreldrar mínir og við systkin höfum plantað trjám í tímans rás. Þau urðu skógur en af tillitssemi við nágranna hefur skógurinn verið grisjaður hressilega. Fjöldinn breytist á hverju ári, sum árin fellí ég mörg tré. Viðurinn sem til fellur nægir okkur, við kaupum aldrei arinvið og kveikjum þó oft upp.

Litlibær 2Bíslag Litlabæjar var rifið sumarið 1986 þegar nýbygging var reist. Kristín, systir mín, er mikil framkvæmdakona. Eftir japl, jaml og fuður tókst henni að fá borgaryfirvöld til að samþykkja að byggja mætti við steinbæinn, sem hún og gerði. Gunnar Bjarnason, völundur og smiður allra helstu tilgátuhúsa í landinu, var aðalsmiður og faðir hans, Bjarni Ólafsson, meistarinn. Með þeim var hópur af góðum mönnum að vinnu. Kristín bjó um tíma í húsinu ein. Skaftfellingar segja að tóftin afli trjánna og þegar húsið var komið kom prinsinn, Öyvind Kjelsvik. Þau hófu búskap og fyrr en varði voru þau flutt til hans heimalands, Noregs. Við Elín keyptum síðan húsið af þeim og bættum enn við það sumarið 2002. Enn var Gunnar yfirsmiður og synir fyrri smiða komu einnig við sögu. Litlibær er því þriggja alda hús, frá 19. 20. og 21. öldinni. Það hefur stækkað með nýjum kynslóðum. Um tíma bjuggu tólf í steinbænum! Þá var þröngt en nú er rúmt. En alltaf hefur öllum liðið vel í Litlabæ. Hér gott að vera og gott að búa.

Litlibær er friðað hús hið ytra og eigiendur hafa reyndar ákveðna stefnu að ekkert brjóti á góðri minjaverndarstefnu og allar lagfæringar eru unnar í samráði við yfirvöld þeirra mála.

+ Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum +

Á bakka Eldvatns í Meðallandi bjó Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum. Við fljótið kynntist ég honum árið 1983. Ég var nýfluttur í Ása í Skaftártungu og Vilhjálmur hafði samband og spurði hvort ég kynni að veiða. Hann vildi kynna mér dásemdir Eldvantsins. Svo ók ég í morgunsólinni í hlað á Hnausum þar sem tíminn er lygn. Í asaleysi var sest við eldhúsborðið og Vilhjálmur byrjaði að fræða um hraunið, sem blasti við út um eldhúsgluggann, sandöldur og mýrar Meðallands, Kötlu, gossögu ofurfjallanna og svo kryddaði hann náttúrufræðina með nokkrum mergjuðum draugasögum. Á þessum tíma fræða og furðu urðum við Vilhjálmur vinir. Hann erfði ekki við mig að ég gat ekki hugsað mér að drekka koníak kl. 8 að morgni. En svo fórum við að veiða og Vilhjálmur sannfærði mig um að Eldvatnsbirtingurinn væri eitt af undrum heimsins.

Eftir upphafskynnin kom Vilhjálmur og húsvitjaði reglulega. Svo voru heimsóknir hans endurgoldnar. Vináttan var ræktuð og samgangur hélst þótt fjölskyldan flytti í aðra landsfjórðunga. Þar sem Vilhjálmur kom til nokkurra daga dvalar gat ég fylgst með því sem hann vann að. Honum var í mun að varðveita fróðleik, munnmæli, sögur, atburði og hóf skriftir á fullorðinsaldri. Meðal þess, sem Vilhjálmur setti á blað, voru minningar Einars Einarssonar, djákna. Vilhjálmur kom efninu á blöð sem hann setti í mínar hendur til að slá inn og koma á tölvutækt form. Ég varð því ritari Vilhjálms og fékk innsýn ekki aðeins í heim djáknans heldur líka Hnausabóndans, vinar míns. Ritsmíðin var prentuð í héraðsritinu Dynskógum.

Vilhjálmur á Hnausum 2

Vilhjálmur Eyjólfsson var andlega og fræðilega fangvíður. Hann var víðlesinn fjölfræðingur og því gefandi að ræða álitamál við hann. Alla ævi íhugaði hann skaftfellska náttúru og sögu og miðlaði til þeirra sem vildu við taka. Einu gilti hvort rætt var um jarðfræði, guðfræði, heimspeki, landafræði, líffræði, dulræn efni eða kirkjusögu. Eldfjallafræði var honum sérlega hugleikin, en einnig byggðasaga, landamerkjamál, verndun fiskjar og ábyrg nýting. Svo sá Vilhjálmur fleira en við hin og í sumu einnig lengra. Í þeim efnum var ekki komið að tómum kofum. Veröld Villa á Hnausum var stór. Hann lifði lífinu í fagurri lotningu gagnvart undri veraldar. Hann var gjöfull samfylgdarmaður.

Fyrir hönd barna minna og fjölskyldu þakka ég vináttu, fræðslu, umhyggju og elskusemi Vilhjálms á Hnausum. Guð geymi hann í lygnu eilífðar.

Minningargrein í Morgunblaðinu.

Dánartilkynning í Morgunblaðinu var þessi: Vil­hjálm­ur Eyj­ólfs­son, bóndi, frétta­rit­ari og fyrr­ver­andi hrepp­stjóri, lést á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­il­inu Klaust­ur­hól­um 21. júlí sl., 93 ára að aldri. Vil­hjálm­ur fædd­ist 5. júní 1923 í Meðallandi í Skafta­fells­sýslu, einka­son­ur hjón­anna Sig­ur­lín­ar Sig­urðardótt­ur (f. 1891, d. 1985), hús­móður og Eyj­ólfs Eyj­ólfs­son­ar (f. 1889, d. 1983), hrepp­stjóra. Vil­hjálm­ur ólst upp á bæn­um Hnaus­um í Meðallandi í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu og var gjarn­an kallaður Villi á Hnaus­um. Vil­hjálm­ur var síðasti maður­inn til að gegna starfi hrepp­stjóra í hrepp sín­um, auk þess sem hann var með bú­skap á jörð sinni. Vil­hjálm­ur gegndi einnig starfi frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins um langt skeið. Þegar Vil­hjálm­ur var sjö­tug­ur lauk hann leiðsögu­manna­námi en hann gegndi lengi starfi leiðsögu­manns um Kirkju­bæj­arklaust­ur og ná­grenni. Vil­hjálm­ur var einnig mik­ill söngmaður og söng með kór­un­um í sveit­inni. Vil­hjálm­ur hætti bú­skap árið 1987 en á Hnaus­um til árs­ins 2014 þegar hann flutti á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ilið Klaust­ur­hóla. Vil­hjálm­ur var ókvænt­ur og barn­laus. Útför hans frá Lang­holts­kirkju 28. júlí 2016.

Icelandic mass

Quite often people ask me after the mass in Hallgrimskirkja if they can find a translation of the text of liturgy of the ELCI, the Evangelical Lutheran Church in Iceland, on the Internet. Yesterday Mark Silik sent me a note and informed me that he could not find it on the web. For him and all others I add the translation to my page. This is the liturgy in use all over Iceland and it is in line with the liturgy of the main churches of the world. All the best to Mark Silik and others who may want to use it.

THE BEGINNING OF THE MASS

1 The Opening Prayer

As the church bells or the prelude come to an end, the priest goes into the choir or before the altar wearing his surplice and chasuble; or, if there is no vestry in the church, he vests in front of the altar.

P: In the Name of God, the Father, the Son, and the Holy Spirit.

C: Amen.

P: Our help is in the name of the Lord

C: The maker of heaven and earth.

Then the priest may kneel at the altar or on the sanctuary steps, and everyone says:

C: Lord, I have come into your holy house to praise you and worship you, and to hear what you, God Father, my creator, you, Lord Jesus, my Saviour, you, Holy Spirit, my comforter, will speak to me in your word.
Lord, hear my prayer and my praise, and open with your Holy Spirit my heart, for the sake of Jesus Christ, that I may repent my sins, believe in Jesus in life and in death, and grow in Christian life and thougt. Hear that prayer, o God, in Jesus Christ. Amen

2 The Introit

At the end of the prayer either an entrance hymn from the hymnbook, or one of the psalms, may be sung.

3 The Kyrie
At the end of the hymn, either the priest, who has turned to face the altar, or the cantor, may

either say or chant:

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.
P: Christ, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Christ, have mercy upon us.

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.

4 The Gloria in Excelsis

The congregation stands. The priest turns towards the altar:

P: Glory be to God in the highest.

C: And on earth peace, goodwill towards men.

Either the full text of the Gloria in Excelsis is sung, or hymn number 221: 2-4, or number 223. The Gloria in Excelsis is not sung on the second to fourth Sundays in Advent, or during Lent. (Hymn no. 223: Father for your lordship true).

We give you praise and honour/ We worship you we trust in you/We give you thanks for ever/Your will is perfect, and your might/Relentlessly confirms the right/Your lordship is our blessing. (Decius, tr. Doan))

5 The Collect for the Day

The priest turns from the altar and sings or says:

P: The Lord be with you.

C: And with your spirit.

P: (Turning towards the altar) Let us pray.
The priest says or sings the Collect, which ends with the words: … world without end.

C: Amen.

THE SERVICE OF THE WORD
6 The First Scripture Reading (From the Old Testament)

R: The first reading for this Lord’s Day, which is the …………..Sunday in/after ………….. is from ………………

(On festivals the reading is introduced as follows:

R: The first reading on this holy festival of …………. Is from ………..)

The reader reads the lesson, which ends with the words:

R: This is God’s Holy Word.

C: Thanks be to God.

7 Second Scripture Reading (The Epistle)

R: The second scripture reading is from ………. Or, Thus writes the Apostle in the Epistle ……

The reader reads the lesson, which ends with the words: This is God’s holy Word. C: Praise be to you, O Lord.

8  Hallelujah (Hymn)

9  The Gospel

The congregation stands. At the end of the Hallelujah the priest moves to stand in front of the altar, or goes to the lectern, and either sings or says:

P: The Gospel is written by the Evangelist …………:

C: May God be praised for His glad tidings.

Before the announcement of the Gospel the priest may greet the congregation. After the announcement of the Gospel, the priest proceeds to read it. It ends with the words:
P: This is the Word of the Gospel.

C: Praise be to you, O Christ.

10 The Creed

The congregation stands and the priest turns towards the altar and says:

P: Let us confess our faith.

The Hymn of the day 11 The Sermon

Then the priest goes into the pulpit or to the lectern in the chancel, makes the sign of the cross, or says a prayer. He greets the congregation with the words:

P: Grace and peace be with you from God our Father and the Lord Jesus Christ. Amen.

The priest delivers his sermon, which ends with the words:

P: Glory be to the Father, and to the Son, and to the Holy Spirit: as it was in the beginning, is now, and ever shall be, world without end. Amen.

Then the priest says:

P: Receive the apostolic blessing (the congregation rises to its feet) The Grace of our Lord Jesus Christ, the love of God, and the fellowship of the Holy Spirit be with you all. Amen.

12 Hymn, or Other Music (Pulpit Hymn)

At the end of the sermon either a hymn of prayer or praise may be sung, or some other music may be performed. While this is taking place, the priest puts his chasuble back on if the Eucharist is to take place.

13 The Prayer of the Church

Turning towards the altar, the priest says

P: Let us pray.

The Prayer of the Church is responsive. Each petition ends with the words…. For Jesus Christ our Lord.

The congregation ends with the words:

C: Lord, hear our prayer.

THE COMMUNION AROUND GOD’S TABLE 14 The Peace

Continuing directly from the Prayer of the Church, the priest turns towards the altar as says:

P: Let us confess our sins and let us live in grace and reconciliation with all men.

C: I confess before you, almighty God, my creator and redeemer, that I have sinned in many ways, in thought, word and deed. For your mercy’s sake forgive me and lead me to eternal life, to the glory of your name.

Here may follow a time of silence for reflection. Then, lifting up his right hand, the priest turns from the altar and says:

P: May the almighty God forgive you your sins, strengthen you, and lead you to eternal life, for the sake of Jesus Christ, our Lord. Amen.

The priest makes the sign of the cross with his right hand.

C: Amen.

The priest says or sings:

P: The peace of the Lord be with you.

C: And with your spirit.
15 A Hymn (or Other Music)

16 The Preface

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: The Lord be with you.

C: And also with you.

The priest turns to face the altar:

P: Lift up your hearts:

C: We lift them up unto the Lord.

P: Let us give thanks to the Lord our God.

C: It is right to give Him thanks and praise.

P: Truly it is meet and right and salutory that we should at all times and in all places, give thanks unto you, O lord, Holy Father, Almighty, Everlasting God for Jesus Christ, our Lord.

(Here follow different prefaces, according to the Church year.

P: Therefore, with angels and archangels, with the company of heaven and also with all the heavenly hosts, we praise your holy name and say unceasingly….. or, Therefore we praise your holy name, and in the communion of saints in heaven and earth we praise the Glory of your name for ever saying:

17 The Sanctus

The congregation stands.

C: Holy, holy, holy, Lord God Almighty. The heavens and the earth are full of your glory. Hosanna in the highest. Blessed is he who comes in the name of the Lord. Hosanna in the highest.

18 The Prayer of Thanksgiving (Oratio eucharistica)

The congregation sits. There are five possible prayers of thanksgiving which the priest may use.
I.
P: Truly you are holy, O Lord, and rightly everything that you have created

praises you. You have given life to everything and sanctified it with your Holy Spirit for the sake of Jesus Christ, our Lord, who took upon himself the form of a servant, humbled himself and became like men, and became obedient unto death on the cross, and thereby bought for you a people that might serve you and offer itself up to you as a living, holy and acceptable sacrifice. We humbly pray you, merciful Father, receive the offering of our praise and grant that these, your gifts of bread and wine, might be to us the blessed body and blood our your son, according to his holy command.

Who, in the night that he was betrayed, took bread, and gave you thanks; he broke it, and gave it to his disciples saying: “Take eat, this is my body which is given for you: do this in remembrance of me”.

In the same way after supper he took the cup and gave you thanks, he gave it to them, saying “Drink of it, all of you, for this is my blood of the new covenant, which is shed for you and for many for the forgiveness of sins: do this as often as you drink this in remembrance of me”.

Therefore, we remember in adoration that he loved us and gave himself for us as a ransom, defeated death by his resurrection, and has been granted lordship of everything in heaven and earth.
We offer this holy bread of eternal life and this cup of everlasting salvation, and we give you thanks for this once and for all sacrifice, the living hope of eternal life in your communion of saints, and the promise of his coming again in power and glory.

We pray you, send us your Holy Spirit and unite us in steadfast faith and love, for the sake of your Son, Jesus Christ, our Lord. For him, with him and in him, be to you, almighty Father, in one Holy Spirit, honour and glory in your holy Church throughout all ages.

C: Amen.

19 The Lord’s Prayer

P: Let us pray together the prayer which our Lord has taught us:

C: Our Father …..

20 Agnus Dei

C: Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, grants us your peace.

21 The Communion

The first table of communicants kneels down. The priest turns from the altar with the paten in his hand and says:
P: The bread that we break is the fellowship in the body of Christ.
To each communicant he says:

P: The body of Christ, the bread of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

After the bread has been distributed, the priest takes the cup and says:

P: The cup of fellowship that we bless is the fellowship in the blood of Christ,

To each communicant he says:

P: The blood of Christ, the cup of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

Each communicant signs himself with the sign of the cross when he has drunk from the chalice, and another kneels in his place

P: May Jesus Christ, the crucified and risen Lord and Saviour, preserve us in fellowship with him in living faith to eternal life. His grace and peace be with us all. Amen.

The priest makes the sign of the cross with the chalice.

22 Post-Communion

P: Let us pray.

There are prayers appropriate to the main church seasons.

THE CLOSING OF THE MASS

23 The Blessing

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: Let us give thanks and praise to the Lord.

C: Praise and thanks be to God.

With arms uplifted, the priest says:

P: The Lord bless you and keep you.
The Lord let his face shine upon you and be gracious to you. The Lord lift up his countenance upon you and give you peace.

C: Amen.

At the close of the blessing the priest makes the sign of the cross with his right hand. At the same time he may say these words:
P: In the Name of God + Father, Son and Holy Spirit.

24  Hymn

25  Closing Prayer (if used)

Before the church bells are rung, either the assistant or the whole congregation say this prayer:

A: Lord, I thank you that you have allowed me to take part in the worship of your congregation, and have thereby reminded me of those things that I should believe, of how I must live, and the things in which I may place my hope. O my God, help me now by your Holy Spirit to preserve your word in a pure heart, be strengthened by it in faith, learn from it to progress in a God-fearing life, and be comforted by it in life and in death. Amen.

26 The Church Bells
A postlude may be played on the organ.

The picture. From the confirmation of Filippía Jónsdóttir in Flatly-church in Breiðafjörður. Priest: Sigurdur Arni Thordarson. The confirmant was active in the Eucharist, handing out the bread and the pastor holds the chalice with the wine. Lay-participation is common in Iceland, based on the Lutheran emphasis on priesthood of all believers. As it turned out Pía was devoted and outstanding in her service.  Photos: Elín Sigrún Jónsdóttir, Ísak Sigurðarson and Jón Kristján Sigurðarson.