Herði Áskelssyni voru veitt heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna 2024. Það er frábært og verðskuldað. Hörður var vorboði í tónlist þjóðkirkjunnar þegar hann kom heim frá námi í Þýskalandi og síðan stormsveipur. Í honum bjó mikill metnaður, geta og einurð sem nýttist ríkulega í uppbyggingarstarfi kóra- og listalífs Hallgrímskirkju. Hann hafði mikil áhrif sem kennari og fyrirmynd í tónlistarlífi þjóðkirkjunnar. Svo var hann frumlegur, sískapandi frumkvöðull. Hann lagði metnað í nýsköpun í sálmagerð og hækkaði viðmiðin almennt í kirkjulífi og tónlist. Ég þakka fyrir mig sem og fyrir hönd íslenskrar kristni. Lof sé Herði Áskelssyni og þökk sé þeim svo stuðluðu að því að heiðursverðlaunin voru veitt svo verðuglega árið 2024. Myndin er af Herði og dótturdóttur hans á 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju 2016.
Grein mín til heiðurs Herði í 2003-riti Mótettukórsins er að baki þessari smellu. Myndina hér að ofan tók Saga Sig.