Byggjum svo á bjargi

Hallgríms helgu kirkju

í Herrans nafni reisum.

Verkið virðulega

vel af hendi leysum.

Látum kraft hins krýnda

Konungs hjörtun skíra.

Byggjum svo á bjargi

bænahúsið dýra.

Þetta er lokaerindið í ljóði Guðrúnar Jóhannsdóttur í Brautarholti sem hún orti þegar bygging Hallgrímskirkju var undirbúin. Ég rakst á þessa fallegu skrautrituðu útgáfu upp á vegg á skrifstofu Margrétar Bragadóttur í kirkjunni.