Guð söngsins

endurnýjunGef að við mættum syngja þér nýjan söng.
Þú hefur gert dásemdarverk – gef okkur rödd, mál og söng í lífi okkar.
Gef að söngur um ást þína megi hljóma í öllu því sem við iðjum. Þökk fyrir öll þau sem hjálpa okkur að syngja um þig og til eflingar gleði í heimi.

Blessa samfélag okkar Íslendinga.
Legg þú verndarhendi á forseta, ráðherra, þingmenn og dómara.
Gef þeim réttlæti og þjónustuanda og vit til að greina milli eigin hags og almannahags.

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn. Drotinn heyr vora bæn

Guð frelsis og lækningar
Þökk fyrir páska – fyrir að lífið lifir – að þú lifir.
Vitja allra þeirra er þjást og syrgja, sakna og gráta.
Styrk þau öll og veit þeim von.
Gef þeim trú, traust, björg og blessun.

Við biðjum fyrir öllum þeims sem eiga um sárt að binda í Nepal.
Vitja allra þeirra sem eru ofsóttir fyrir trú á þig í þessum heimi.

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn. Drotinn heyr vora bæn

Góði Guð
Blessa þú heimili okkar.
Gef okkur vit til að viðurkenna mistök okkar
og kraft til að biðjast fyrirgefningar þegar við höfum brotið af okkur,
mátt til að styðja heimilisfólk okkar til góðra starfa.

Gef að heimili okkar mættu vera vaxtarreitir til hamingju,
iðkunarstaðir góðra gilda og glaðvær vettvangur fyrir fólk.
Opnir staðir söngsins og faðmar fyrir hina grátandi.

Gef að við mættum lifa með þér og vera farvegir þínir.

Gef að við megum lifa í ástarsögu þinni og miðla henni í lífi okkar.

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn. Drotinn heyr vora bæn

Amen.

Bæn á söngdegi, cantate, 4. sd. eftir páska, 3. maí, 2015