Klassík sem virkar

klassíkBiblían er ekki google-græja fyrir þau, sem leita að fræðslu um uppruna heimsins eða genamengi manna, heldur leiðarvísir fyrir þau sem leita að nýju og betra lífi. Biblían er ekki lögbók, ekki sniðmát um leyfilegar hugsanir, ekki handbók um lágmarks siðferði. Biblían er bók um Guð, líf, leið og hamingju. Biblían hentar illa til að hanga í bókaskáp eða á bak við gler á safni. Biblían er alltaf á leið út úr skápnum og inn í lífið. Biblían er eiginlega innan í prentgripum, sem fólk hefur milli handa og les. Innan í Biblíunni er Guð og fólk, skapari og heimur, Guð að tala og gera lífið betra og skemmtilegra. Í Biblíunni er þráður sem er rauður og birtist greinilegast í Jesú Kristi. Þegar fólk tekur Biblíuna og les með áfergju verður undur.

Flestir þrá og leita andlegrar fullnægju. Á hverjum degi bylja á fólki öldur upplýsinga og alls konar staðreynda. Á sama tíma líður það fyrir skerandi fátækt hvað varðar djúpa og merkingarbæra reynslu. Við búum við ofgnótt fræðslu en fátækt merkingar. Fólk kallar á guðsreynslu. Reynslan af Guði er persónuleg reynsla. Biblían þjónar fólki í þeim efnum af því Biblían er klassík sem virkar.

http://tru.is/postilla/2011/02/klassik