Jakob Bjarni

IMG_3360Ekkert þykir mér undursamlega í prestsþjónustunni en að skíra – skíra börn og á öllum aldri. Í dag veittist mér sá heiður að skíra Jakob Bjarna. Hann er duglegur drengur, gaf frá sér fegurstu hljóð í skírninni. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, mamman, hélt á syni sínum. Sverrir Gunnarsson, pabbinn, sagði til nafns. Afarnir, Gunnar Bjarnason og Brynjar Stefánsson, lásu texta og þeir eru jafnframt guðfeður. Stórfjöskyldan tók þátt í undrinu og presturinn gladdist með þessu góða fólki.

Jakob Bjarni er mennilegur. Jakobsnafnið hefur a.m.k. tvær merkingar, sá sem „heldur í hæl“ (bróður síns Esaú sbr Biblíusagan) og svo „Guð blessar.“ Svo er Bjarnanafnið skýrt og vísar til hins öfluga bjarnar. Það er því blessandi kraftur í JBS, Jakobi Bjarna. Guð geymi hann alla daga, foreldra og allt hans góða fólk.

Jakob Bjarni Sverrisson fæddist á þrettándanum, degi vitringana og birtingarhátíð Drottins, 6. janúar 2014.