Fegurðaraukinn í Neskirkju – fasta

FastaFólk sefur betur, fær fallegri húð, einbeiting batnar, lyfjanotkun margra minnkar. Sum sem hafa liðið fyrir of háan blóðþrýsting gleðjast yfir lækkun þrýstings og önnur sem hafa liðið fyrir giktarsjúkdóma eða exem skána mikið Hvað er það sem gerir fólki svo gott? Það eru fösturnar í Neskirkju. Fastan er ekki kúr – heldur námskeið til að kenna fólki nýjar heilsuleiðir. Þegar fólk tekur þátt í föstuhóp fær það stuðning til að halda sér á heilsuveginum. Þátttakendur komast að því hvað það tekur líkamann ótrúlega stuttan tíma að snúa vanlíðan í vellíðan.

Næsta námskeið hefst 25. Febrúar og stendur til 12. Mars. Höfundur fræðsluefnis er Jóhanna Vilhjálmsdóttir sem m.a. er kunn af metsölubókinni Heilsubók Jóhönnu. Stjórnendur námskeiðsins eru hjónin Elín Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Á föstutímanum verður matreiðslunámskeið, veitt næringarráðgjöf, deilt mataruppskriftum, frætt um eðli og tilgang föstunnar, kyrrðardagur og vinnustofa um persónulega stefnumótun. Skráning á es@elinsigrun.is

Það er ljómandi að sækja sér fegurðarauka í Neskirkju! Og það er líka aukabónus að léttast þótt það sé ekki aðaltilgangur föstunnar. Aðalatriðið er að þú njótir gæða og lífs – kirkjan stendur með þér og erindi kirkjunnar varðar gott líf – líka þitt.