Gleðilega kirkju

Ég virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir ögra og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan má ekki einangrast, heldur vera lífleg og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum samfélagsins.

Kirkjulífið á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og elskuríkrar þjónustu við menn. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Gleðilega kirkju.