Ísland vann EURO 2016

Ísak og tákninÍslendingar unnu EM í fótbolta karla! Íslenska liðið náði lengra en nokkurn óraði fyrir í Evrópukeppninni. Karlarnir töpuðu vissulega síðasta leiknum, en það er hægt að vinna með margvíslegu móti. Skilaboð heimspressunar voru: Frakkar unnu leikinn en Íslendingar unnu hjörtun. Og það er sigur Íslendinga á EURO 2016 – ekki aðeins að hafa töfra í tánum heldur í tengslum og á dýptina. Og það er trúarlegt mál sem vert er að íhuga.

Listdans og trúargildi

Ég horfi á fótboltaleiki eins og listsýningu, listdans tveggja liða í skapandi og gagnvirku ferli. Áhuginn hefur smitast til drengja minna sem iðka fótbolta. Í uppeldi þeirra nota ég gjarnan viðburði eða persónur í boltaheiminum til að ræða við þá og fræða um vont eða gott siðferði. Dýrlingar eru ekki fyrirferðarmiklir lengur í menningu Vesturlanda en fótboltahetjur hafa m.a. komið í þeirra stað. Og myndirnar sem börnin safna eru eins og íkónar. Íþróttir hafa trúarlegar víddir og gegna ýmsum trúarlegum hlutverkum.

Til hamingju Ísland

Fyrir liðlega viku ákváðum við fjölskyldan – í skyndingu – að fara til Parísar og fara á leik Íslendinga og Frakka. Ferðalagið var skemmtilegt og viðtökurnar voru stórkostlegar. Alls staðar var okkur fagnað. Þjónn í lestinni frá Brussel gladdist þegar hann uppgötvaði að við værum íslensk, óskaði Íslendingum heilla og gaf drengjunum lukkugripi. Stúlka sem sat í lestinni var himinglöð yfir að sjá Íslendinga í fyrsta sinn. Leigubílstjórar, þjónar og verslunarfólk báðu um að fá að taka sjálfumyndir af sér og okkur Íslendingum. Allir vildu fagna með okkur, snerta, ljósmynda og óska velfarnaðar. Ekki lengur skrítlingar úr norðri, heldur eðalvíkingar sem höfðu unnið kraftaverk sem dáðst var að. Aldrei hefur verið eins gaman að vera Íslendingur í Evrópu heldur en þessa boltadaga. Ekkert íslenskt auglýsingaátak hefur verið betur heppnað.

Við upplifðum Öskubuskuævintýri í raunheimi. Heimspressan, vefmiðlarnir og sjónvarpið sagði boltasögu um litla þjóð sem elur af sér fólk með töfra í tánum. Og við komumst á Stade de France. Okkar lán var að hafa keypt miða á erlendum miðavef svo við lentum ekki í sömu miðavandkvæðum og sumir landa okkar. Á vellinum tóku Frakkarnir vel á móti Íslendingunum – okkur leið eins og við værum úr fjölskyldunni. Íslendingarnir sungu Ferðalok og þjóðsönginn hástöfum og tár féllu. Íslensku áhorfendurnir hleyptu upp fjörinu og hávaðanum. Asíubúarnir og hinir Evrópubúarnir fögnuðu innilega þegar vel gekk á vellinum og Íslendingar skorðuðu. „Bravó Ísland, til hamingju Ísland.“ Íslendingarnir unnu hjörtun.

Það sem meira er

EURO 16 vakti margar tilfinningar og hugsanir. Það er ekki sjálfgefið að Íslendingar séu verri í fótbolta en Englendingar eða Austurríkismenn. Þegar dýpst er skyggnst og allt er skoðað megum við í þessu Öskubuskuævintýri greina að lífið er ekki lokað, læst, frosið í fyrirframgefnum og óbreytanlegum mynstrum. Innan rammans sem Skaparinn setur veröldinni spírar nýgræðingur,  hið nýja. Veruleikaafstaða trúarinnar er að innan ramma erum við frjáls til að vera. Lífið er leikvangur hins mögulega og kallar lifandi fólk til nýsköpunar og að þora. Það þarf hin nýskírða Sif Hanna að læra og Þorri Jakob einnig. Það þurfa foreldrar þeirra og fjölskyldur að iðka.

Til að minna okkur á list hins mögulega segjum við ævintýri, förum í leikhús, í kirkju, látum okkur dreyma um breytingar í einkalífi, vinnu, pólitík og samfélagi. Við megum hugsa nýjar hugsanir og efast um hefð eða hið venjulega. Við megum breyta og getum gert tilraunir í vísindum, pólitík og einkalífi. Við megum beita okkur til að bæta samfélagsvef okkar þegar eitthvað hindrar réttlæti og möguleika fólks. Líf er vissulega háð formi og skipan en líf leitar þó ávallt út fyrir mörk og heftandi skorður. Þannig virkar gróður við gróðurmörk. Aspir sprengja jafnvel malbik og steypu, flóttafólk við landamæri leitar að smugum, leitandi hugur með forréttindi og spillingu fyrir augum bregst við og viskan reynir að hemja frekju heimskunnar. Mannfólk leitar alltaf út fyrir skorður, mæri sem hefta. Líf er ekki bara efnaferlar og lokað kerfi heldur opin og laðandi veröld möguleika.

Frá … og til – exodus

Í merkingargrunni menningar okkar heimshluta er varðveitt og sögð saga um brottför, exodus, fólk sem fór frá einni veröld til annarrar til að tryggja sér líf og hamingju. Jafnvel úfið haf megnaði ekki að hindra för þessa fólks. Og sú merkilega saga hefur orðið til að þjóðir fyrr og síðar hafa gert hið sama, lagt af stað þrátt fyrir hindranir. Hin íslenska saga byrjaði eins og saga Ísraela. Sagan um Jesú Krist er dýpsta og áhrifaríkasta saga veraldar fyrr og síðar, hin eiginlega erkisaga þessa heims. Og merking hennar er að tilveran er ekki til dauða, harms og ósigurs heldur til lífs, gleði og sigurs. Öll viska Jesú, lífshættir hans og andóf gegn formkreddum var að dauði er ekki hindrun heldur að lífið má og skal lifa, ef ekki í tíma þá í eilífð. Guð er góður dómari en ekki böðull, Guð er ástvinur. Mál kristninnar er sigur lífsins og hins góða. Það sem virtist sigur hins máttuga í sögu Jesú var aðeins sigur í leik. Jesús stefndi aldrei að því að vinna EM-knattleiki fólks heldur hjörtun. Tengsl okkar við hann verða aðeins lífleg þegar við opnum fyrir undrinu og skiljum að töfrar táa hans, munns, handa og veruleika er um líf og tilgang þess. Erindi Jesú verður aðeins numið með hjartanu. Sumt verður ekki sagt eða numið nema með hjartanu. Hin dýpsta skynjun, túlkun og mannlífsiðkun verður aðeins numin með opnum huga, sálarinnar. Sif Hanna og Þorri Jakob skora mörk lífsins með því að að lifa vel, þora að vera og tengjast því sem mestu máli skiptir.

Snortið hjarta

Saga dagsins um fiska og brauð er um að fólk sem leitar lífs mun ekki hungra heldur njóta hins góða. Og máttarverk kristninnar er ekki aðeins undur í huga fólks heldur lífi þess. Kristindómur varðar öll gæði – andleg, vitsmunaleg, félagsleg og líkamleg mál. Kristnin er tengd meistara sínum þegar trúmenn reyna að tryggja velferð allra. Íslenskir knattspyrnumenn unnu ekki alla leiki heldur hjörtun. Jesús Kristur vildi ekki knýja fram sigra heldur snerta hjörtu fólks. Er hjarta þitt snortið eða ertu bara hrifinn af töfrum í tánum. Má bjóða þér fiska, brauð og líf?

Amen.

Sif Hanna Hildardóttir Danielssen (búsett í Bergen, Noregi) var skírð í messunni og fermdur Þorri Jakob Jónsson (búsettur á Manhattan, New York).

Hallgrímskirkja 10. júlí, 2016. 7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Textaröð: A

Guðspjall: Mark. 8.1-9

Um þessar mundir bar enn svo við að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar. Jesús kallar þá til sín lærisveinana og segir við þá: „Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Menn hafa nú verið hjá mér þrjá daga og hafa ekkert til matar. Láti ég þá fara fastandi heim til sín örmagnast þeir á leiðinni en sumir þeirra eru langt að.“ Þá svöruðu lærisveinarnir: „Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?“ Hann spurði þá: „Hve mörg brauð hafið þið?“ Þeir sögðu: „Sjö.“ Þá bauð Jesús fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gerði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann bað Guð að blessa þá og bauð að einnig þeir skyldu bornir fram. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku lærisveinarnir saman leifarnar, sjö körfur. En þar voru um fjögur þúsund manns. Síðan lét hann fólkið fara.

Þorskur, pistasíusalsa og sætkartöflumús

Vel eldaður þorskur er uppáhaldsmatur á mínu heimili. Viðbótin er sæt kartöflumús, pistasíusalsa og kraftmikil sósa. Og gjarnan eitthvað grænt með. Þessi klikkar ekki og það er skemmtilegt þegar gestir biðja um að ábótin verði ekki minni en það sem var á diski við upphaf máltíðar.

Sætkartöflumús – f. 4

  • ca 800 gr sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
  • 1/2 rautt chili, fræhreinsað
  • safi úr 1/2 límónu (lime)
  • ca 1 msk smjör
  • salt og pipar

Kartöflur og sætar kartöflur skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Chili skorið í tvennt langsum, fræin hreinsuð úr og því svo bætt út í pottinn. Til að fá bragðsterkari kartöflumús er hægt að saxa chili smátt. Límónusafa bætt út í pottinn. Suðan látin koma upp og soðið í 15-20 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu helt af og chili (ef það er í heilu) fjarlægt. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með salti, pipar og jafnvel meiri límónusafa. Til að skerpa á hitanum á sætkartöflumúsinni er hún sett í pott og hituð upp við meðalhita, hrært í á meðan.

Þorskur með pistasíusalsa:

  • ca  800 gr þorskhnakkar eða þorskflök
  • salt og pipar
  • 4 msk pistasíuhnetur, saxaðar (í neyð má líka nota ristaðar furuhnetur)
  • 4 msk sítrónusafi og rifið hýði af 1 sítrónu (helst lífrænni)
  • 1,5 msk olífuolía
  • ca 1,5 dl fersk steinselja, söxuð
  • 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað

Ofninn hitaður í 220 gráður. Þorskflökin skorin í bita og þeim raðað í smurt eldfast form. Kryddað vel með salti og pipar. Því næst er blandað saman í skál: pistsíuhnetum, sítrónuhýði, steinselju og chili. Sítrónusafa hellt yfir fiskinn og pistasíublöndunni svo dreift yfir fiskinn og síðast ólífuolían og kannski salt líka. Bakað í miðjum ofni við 220 gráður í ca 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Gætið þess að ofelda ekki.

Sojasmjörsósa (sósan er undur og mæli meða að gera meira en einfalda uppskrift)

  • 3 msk smjör
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður fínt
  • 2 hvítlauksrif, saxað fínt
  • 1 tsk rautt chili, saxað fínt
  • 3 msk sojasósa
  • 2 msk steinselja, söxuð smátt

Smjör brætt í potti og látið krauma við fremur vægan hita í ca 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt. Froðan veidd af smjörinu. Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram.

sumarsalat

Uppskrfitin fengin af vef eldhússagna: https://eldhussogur.com/2012/09/04/ofnbakadur-thorskur-med-pistasiusalsa-saetkartoflumus-og-sojasmjorsosu/

Þurfamaður ert þú, mín sál, þiggur af Drottni sérhvert mál, Fæðu þína og fóstrið allt, fyrir það honum þakka skalt.

Friðrik Adolfsson – minningarorð

Friðrik og Kjartan, sonur hans, voru um tíma samstúdentar í tölvunarfræði í Háskólanum. Þeir hittust í skólanum – það var skemmtilegt – sátu svo saman á sunnudögum, stunduðu dugnaðarlega kaffidrykkju, reyktu mikið og unnu saman dæmin, kepptu stundum um hvor væri á undan, fóru svo í skógarferðir út fyrir verkefnin, voru saman, hlógu, hugsuðu, tengdust – eignuðust tíma, sem er gjarnan kallaður gæðatími. Þetta líkaði Friðriki, að vera með fólkinu sínu, vinna að verðugu og erfiðu verkefni og geta blandað í hlátur og gleði.

Þrautir og lausnir

Hvernig er hægt að leysa þraut, hvernig er hægt að stilla hluti, þætti og víddir saman svo lausn finnist og verkefnið gangi upp? Friðrik var maður hinna flóknu verkefna í lífi og starfi, maður sem leitaði stöðugt lausna, lagði ómælt á sig til að tengja og uppskar eins og hann sáði og vann.

Foreldrar og heimili

Friðrik Adolfsson fæddist 6. júní. Hann var sumarbarn og fæddist á síðustu dögum dansks konungsdæmis á Íslandi, árið 1944. Nokkrum dögum eftir fæðingu hans varð Ísland svo lýðveldi. Foreldrar hans voru Adolf Guðmundsson, yfirkennari, (07.07. 1917, d. 26.08. 1965) og kona hans, Guðríður Oktavía Egilsdóttir, kennari (10.01 1920). Hún lifir son sinn og bróðirinn einnig. Hann er Þórður Adolfsson.

Faxaskjólið

Foreldrar Friðriks byggðu hús í Faxaskjóli 26. Þangað flutti fjölskyldan þegar Friðrik var á þriðja ári og þar var hann þegar hann var á Íslandi. Hann fór í Melaskóla eins og aðrir krakkar í hverfinu. Þegar Adolf fór til náms í Kiel fór fjölskyldan með. Friðrik var þar einn vetur í skóla, lærði þýsku, lærði að meta þýskt samfélag og þennan vetur var lagður grunnur að hinni “þýsku” framtíð hans, ekki aðeins varðandi verkfræðina, heldur líka menningu, mótun og hjúskap. Hann lærði meira að segja að dreyma á þýsku.

Fjölskyldan hélt svo heim frá Kiel, heim í Faxaskjólið og Friðrik fór eftir gagnfræðaskóla í MR, naut menntaskólatímans við nám og gleði og eignaðist vini, sem dugðu honum til ævigöngunnar.

Háskólanám

Friðrik varð stúdent frá MR árið 1964 og nam síðan mælingaverkfræði í Braunschweig í Þýskalandi og lauk fyrri hlutanum 1967 og síðan prófi í mælingaverkfræði frá Karlsruhe 1976. Friðrik bjó í Þýskalandi í yfir áratug, nam og vann. En svo þegar hann var búin með verkfræðina fór hann heim með allt það nýjasta í fræðunum.

Með snilli hins lausnamiðaða í farteskinu hóf hann störf hjá Íslenskum aðalverktökum, var svo um tíma verkfræðingur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Starfaði svo hjá Forverk og frá 1994 vann hann sjálfstætt, sem byggingaverkfræðingur og síðustu árin hjá Íslenskum fyrirtækjum.

Hjúskapur

Friðrik giftist þann 30. ágúst 1977 Miriam Rubner leikskólakennara (04.07. 1949). Börn þeirra eru Agla Jael Rubner; Kjartan Jónatan Rubner og Egill Moran Rubner. Sonur Kjartans og Sigríðar Ásdísar Jónasdóttur er Dagur Benjamín Rubner, sem var afa sínum sólargeisli í lífinu. Friðrik og Miriam skildu. Sambýliskona Friðriks síðustu ár var Elke Herrel, sálfræðingur. Friðrik Adolfsson varð bráðkvaddur á heimili sínu í Faxaskjóli 5. apríl síðastliðinn.

Kæra fjölskylda þið hafið misst mikið. Nú er tekið fyrir allt það, sem þið áttuð í vonum. Lífsbókinni hans er lokað, en felið Friðrik elskufaðminum stóra, Guði. Þar allt gott, þar ganga málin upp, þar eru stærstu verkefnin stórfengleg. Þökk sé ykkur fyrir ástríki, umburðarlyndi, þolgæði og allt það, sem þið hafið verið Friðriki.

Þekkingaröflun

Fróðleikssókn, hagræðing og þekking er einkenni hinnar opnu mennsku. Í Orðskviðum Gamla testamentisins segir: „Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar, og eyra hinna vitru leitar þekkingar.“ Orðskv. 18.15

Aflar – leitar þekkingar. Hvernig var Friðrik? Hvernig manstu hann? Þú átt þínar minningar og farðu vel með þær. Mundu eftir dýrmætum í samskiptum og leyfðu hinu að fara, jafnvel leka niður í gólf kirkjunnar. Ég man, að augu Friðriks leiftruðu þegar hann kom í nýja safnaðarheimili Neskirkju. Hann horfði í kringum sig, las allt fljótt og snögglega, hús, fólk og mál. Það var gaman að vera með honum og upplifa snerpu hans, spuna og sköpunarmátt.

Friðrik var blíðlyndur fjölvíddarmaður. Hann var öflugur í flestu sem hann gerði, gat tölvulaust leyst þá flóknu þraut og reiknisdæmi að setja upp mælingalíkan þegar Vestfjarðagöng voru á hönnunarstigi. Tölvurnar í Karlsruhe staðfestu svo reikning hans. Friðrik var eðlilega spenntur þegar komið var að síðustu sprengingunni fyrir vestan. Allt var rétt og verkið gekk upp.

Jarðbinding

Flókin verkefni voru Friðriki ögrandi gleðigjafar. Hann, sem var mikill tilfinningamaður og stundum að springa af innri glóð, var líka afar jarðbundinn. Hann gat skilið skapandi listamenn, sem fóru með himinskautum í hugarflugi, en vissi manna best að hugmyndir yrðu ekki að veruleika, hversu flottar sem þær væru, nema hægt væri að jarðbinda, allt væri rétt mælt og í samræmi við lög og reglur.

Verkfræðingurinn týndi sér þó ekki í hinu praktíska eða tölunum heldur. Hann tengdi allt til enda, gat auðveldlega gert við tækin, hvort sem það voru nú bílarnir hans eða barnanna. Úr tveimur ónýtum þvottavélum bjó hann svo til eina nothæfa! Hann hafði gaman af að taka í sundur það, sem ekki gekk, finna veiluna, gera við og setja svo saman. Hann íhugaði stöðugt, hvernig væri hægt að bæta hönnun tækja og tóla, hvernig væri hægt að bæta nýtingu græjanna og hvernig væri hægt að breyta þannig að þær yrðu betri.

Friðrik var alla tíð opinn fyrir nýjungum. Þegar hann fékk eitt af bernskutólum tölvutímans, Hewlett Packard-tölvu í fangið í fyrsta sinn, varð hann sem barn og gleymdi stað og stund og hvarf inn í heima undra og stórmerkja. Alla tíð hreifst hann af tæknilegum nýjungum og hafði því afstöðu og opinn huga hins unga manns.      

Listfengi

Í tæknihyggju blandaði hann síðan næmi, fegurðarskyni og mannvitund. Friðrik var góður ljósmyndari. En hann var ekki á kafi í ljósmyndun tækniundra. Hann tók ekki síður myndir af fólki. Hann hafði áhuga á mannlífi, sá fólk, kunni að meta hið kúnstuga og litskrúðuga líf.

Friðrik var það, sem heitir á kjarngóðri íslensku, greindur. Eðli greindar er, að kunna að taka hluti rétt í sundur, og það merkir að greina. En það er ekki nóg að kunna að rífa hlutina í sundur ef menn geta ekki sett saman að nýju. Snillin kemur best í ljós þegar menn geta sett hluti, atriði, mál svo saman að nýtt tæki, ný merking eða ný hugsun verði. Friðrik megnaði að sjá lausnir í flóknum málum, setja saman þannig að nýtt varð til. Hann hafði áhuga á skapandi hugsun.

Gildin og lífið

Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar – það gerði Friðrik alla ævi. Hann var opinn, hafði opin eyru og augu. Hann hafði sín grunngildi, var alinn upp í gildaarfi sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, sem hafði fóstrað Adolf, föður hans.

Friðrik Adolfsson var heillyndur, heiðarlegur, trúfastur og réttsýnn. Hann var ekki fullkominn fremur en við hin. Hann var sér sárlega meðvitaður um sprungurnar hið innra, gerði sér alveg grein fyrir eigin beyglum, reyndi að höndla tilfinningaglóð og tókst betur eftir því sem árin liðu. Síðustu árin varð hann æ uppteknari af grunngildunum og fjölskyldu sinni. Hann hafði ekki aðeins unun af að reikna dæmin með syni sínujm, heldur vildi helst fá að vera sem mest með börnunum.

Verkefni, vandkvæði eða þrautir voru ágætt tilefni til samvista og samveru. Þegar einhver þurfti einhvers með var hann mættur. Einu gilti hvort það var að skipta um þak eða ditta að einhverju smálegu.

Undrið og opnun

Maðurinn er mikið undur og lífið er okkur flestum flókin gáta. Öll erum við kölluð til að vinna úr arfi og aðstæðum, innri glóð og ytri kröfum. Við erum hluti flókins en heillandi vistkerfis. Friðrik vissi vel um ólíkar hugmyndir og hefðir, var óhræddur að tengjast fólki, sem hafði annan bakgrunn en hann sjálfur. Hann þorði það, sem við erum öll kölluð til í nútíma, að ganga á vit fjölbreytileika, læra af öðrum, halda því besta úr eigin hefð og ranni en þola og þora að opna.

Í trúarefnum, í náttúrunni, í lífinu er fjölbreytileiki, sem getur verið til góðs og eflt. En svo eru á samskiptum fólks, í samskiptum þjóða, í átökum einstaklinga og innan í okkur sjálfum veilur, vandkvæði, afbrot og áföll, sem er hægt að kalla ýmsum nöfnum. Friðrik hefði eflaust haft gaman af að ræða um hvernig væri hægt að ímynda sér Guð sem vísindamann.

Hinn lausnamiðaði Guð

Hvernig átti að mæla fyrir vestan ef allir hefðu verið búnir að gefast upp? Jú, Friðrik hefði farið sjálfur, gengið í verkið ef allt hefði verið komið í strand. Þannig er koma Jesú Krists túlkuð í veraldarsamhengi. Guð er lausnaleitandi vera, sem er annt um þennan fjölskrúðuga heim. Veröldin, sem þraut eða gáta, sem ekki var hægt að leysa öðru vísi en með því að Guð kæmi sjálfur, ekki til að mæla eða búa til módel heldur til að laga og tengja, gera heilt það sem brotið var og beyglað.

Við kveðjum öflugan mann í dag sem þorði að skoða, leitaði þekkingar, leitaði visku. Hann hefur lokið sínum mælingum, er hættur að reikna og mun ekki keppast við börn sín í reiknisnerpu. En reikniævintýrið heldur áfram því heimurinn er ekki lokað kerfi, heldur með víddum og því sem nefnt er eilífð. Treystið því, að sál Friðriks lifi, andi hans fái notið fallegra lausna, sem taka fram öllum reiknimódelum og mælingakerfum, ganga algerlega upp og eru líka falleg og skemmtileg. Þannig er Guð.

Neskirkja, apríl 2006.

Áfram Ísland

Áfram ÍslandNýr forseti og nýr meðlimur Guðsríkins. Við höldum í dag hátíð þjóðar. Forseti lýðveldisins hefur verið kjörinn. Það eru mikil tímamót eftir að sami forseti hefur verið á Bessastöðum í fimm kjörtímabil, í tuttugu ár. Ég hlakka til innsetningar nýkjörinn forseta og vænti þess að hann standi með þeim gildum sem þjóðsöngurinn, þjóðmenningin og þjóðarhefðin tjá.

Magnea Sigurborg
Magnea SigurborgOg Magnea Sigurborg er hinn nýi borgari himnaríkis. Hún mun ekki aðeins muna fæðingardag sinn heldur einnig skírnardag. Hún var skírð daginn sem Guðni Th. Jóhannesson, forsetinn með guðsnafnið, var kjörinn. Brosið hennar Magneu er hrífandi – hún er vonarkona. Eins og öll börn heimsins er hún borin til stórvirkja. Sagt var um Jón Vídalín, eitt af stórmennum íslenskrar sögu, að hann væri: Ingenio ad magna nato – borinn til stórvirkja. Það er nú ljómandi lífseinkun fyrir hina mögnuðu Magneu líka – að hún sé borin til stórvirkja. Öll börn eru borin til stórvirkja, að lifa vel. Það er okkar að tryggja að aðstæður sé góðar og styrkur veittur til stælingar.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hyllt
Söngur þjóðar

Þetta eru merkilegir dagar sem við lifum nú. Stór hluti þjóðarinnar hefur hrifist með í fótboltabylgjunni. „Ó Guð vors lands“- þjóðsöngurinn hefur verið sunginn hástöfum af tugþúsundum – ef ekki hundruðum þúsunda á liðnum vikum. Fyrir okkur – sem ekki höfum verið í Frakklandi – hefur verið dásamlegt að vera í stórum hópi í heimahúsum, EM-stofum, eða á Ingólfstorgi og taka þátt í söngnum. Vinur minn, sem býr erlendis en var á Íslandi nú í vikunni, vildi syngja þjóðsönginn kórrétt fyrir einn landsleikinn. Ég bauð upp á þjóðsöngsþjálfun til að tryggja að allt yrði við hæfi. Við vorum í Flatey á Breiðafirði og þöndum raddböndin í kapp við gargandi kríur og skrækjandi stelkarnir ruku upp við kraftmikil sönghljóðin. Ég mæli með slíkum söng, það er gaman að syngja með kríum, þessum stjörnum eilífðar.

Rauð, hvít og blá í Politiken

Þjóðsöngurinn hefur slegið í gegn og Ferðalok líka. Tugþúsundir Íslendinga hafa smitað sönggleðinni frá áhorfendapöllunum í Frakklandi, í stjónvarpi og á netmiðlum. „Ó, Guð vors lands – ó lands vors Guð.“ Margir hafa skrifað á netinu hvað söngurinn er áhrifaríkur. Af því Ísland hefur verið litla þjóðin í fótboltanum, Davíð á móti Golíötum knattspyrnunnar, hafa margir farið að halda með Íslandi. Danski fjölmiðillinn, Politiken, varð opinber stuðningsaðili Íslands á EM. Það er gleðilegt að Danir, sem voru súrir gagnvart undanvillingunum við lýðveldisstofnun, skuli taka svo klára, opinbera afstöðu. Svo einbeittur er stuðningurinn að einn stafur í nafni Politiken, var í marga daga í íslensku fánalitunum. Og til að danskir söngvarar kynnu fleira en að kyrja “vi röde og vi er hvide” og gætu tekið þátt í undrinu fengu þeir það verkefni að læra þjóðsönginn! Því var íslenskur kór í Kaupmannahöfn, Staka, fenginn til að syngja og svo var þýðingin textuð og íslenski þjóðsöngurinn varð söngur Politiken. Danir og allir stuðningsmenn um allan heim gátu farið í skyndinámskeið og síðan sungið af hjarta: Ó, Guð, vors lands, ó lands vors Guð, við lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar tímanna safn….“ Þessari notendavænu vefútgáfu þjóðsöngins hefur síðan verið miðlað og deilt um allan heim og verið notuð til að þjálfa, krydda, kynda upp stemmingu og gleðja.

Civil religion

En hvað er söngur þjóðar? Hann er tákn fyrir Ísland, tákn fyrir sögu, land, náttúru – líf þessa fólks sem býr í þessu landi. Söngurinn er tákn fyrir allar Magneur og allt fólk í þessu landi. Og ef einhverjir vildu þjóðsönginn feigan er andláti söngsins frestað um langan tíma. Þjóðsöngurinn sló í gegn.

Á þessum þjóðhátíðartíma söngs, forseta og barna framtíðarinnar er vert að minna á að þjóðsöngvar gegna ekki aðeins almennu stemmings- og samstöðu-hlutverki, heldur hafa líka trúarlegt hlutverk (um þetta má lesa hjá þeim ágæta Robert Bellah). Gildir einu hvort texti þeirra vísar til Guðs, trúarstefs eða ekki. Hlutverk þjóðsöngva varðar helgun og gildi þjóðar. Flestir, sem ekki eru algerlega trúarlega laglausir eða ljóðrænt flatir, geta skynjað eða tengst einhverju í “Ó, Guð vors lands.” Skáldpresturinn Matthías Jochumsson orti svo vítt og einnig svo breitt að fleiri en kristnir trúmenn geta sungið og tekið undir. Líka múslimar, hindúar og efahyggjumenn geta samsinnt boðskap þjóðsöngsins einmitt vegna breiddar og kredduleysis hans. Því er hann vel fallinn til að þjóna táknhlutverki þjóðsöngs, líka á tímum trúarlegs fjölbreytileika. Aðeins grunnhyggnir efnishyggjumenn (sem eru bókstafshyggjumenn og slíka vantar jafnan sveiflu) munu ekki geta samþykkt glans og inntak söngsins.

Og vissulega eru hraðar skiptingar í textanum, sem flengist slysalaust frá kyrru hins titrandi társ til skartsækinna sólkerfa, sem raða sér í krans! Þessi stóri söngur lyftir draumum, vonum og tilfinningum hvað svo sem á gengur og hvernig sem ósigrar hafa leikið fólk. Söngurinn er vonarsöngur þvert á táknmál áfalla og dauða. Íslendingar spunnu úr sögu, náttúru og möguleikum eitthvað rismikið og seiðandi til að minna á möguleika og opnun. Íslenski þjóðsöngurinn er ekki hernaðar- eða sigursöngur eins og margar þjóðir búa við – söngur sem miklast af því að kúga eða sigra aðra. Öndvert öllu oflæti fyrr og síðar er í þessum texta Íslendinga minnt á hið forgengilega og skammæi lífsins. Og þar er jafnvel að finna sorgarvinnu sem heppnast. Það er því raunsætt áfram Ísland í þessum texta.

Láttu vaða

Í guðspjallstexta dagsins er sagt frá mönnum sem voru búnir að strita en án árangurs. Þeir voru eins og fótboltamenn sem tapa öllum leikjum. Og svo kemur maður til þeirra sem segir þeim að láta vaða. Og þegar fólk þorir getur allt gerst. Magnea er kölluð til að þora að lifa, foreldrarnir einnig, afarnir og ömmurnar. Liðið okkar í Frakklandi er hvatt til að láta ekki ofurefli trufla sig. Við sem þjóð erum kölluð til að láta ekki ósigra og vonbrigði fortíðar og nútíðar hefta okkur heldur láta vaða.

En göslaragangur hefur aldrei skilað árangri til lengri tíma. Aðeins það sem máli skiptir ber ávöxt. Og líf nýbura þessa lands verður ekki gott, nema foreldrarnir leggi lið, ali vel upp, stæli til átaka og til að nýta gáfur og hæfileika til góðs. Nýr forseti verður ekki farsæll nema hann þjóni í góðri sátt við gildi þjóðar, menningar og hefðar og vilja fólksins í landinu. Hann þarf að vera eins og Pétur í fiskisögunni miklu, þora að verða við kalli til þjónustu. Líf okkar sem einstaklinga verður ekki farsælt nema við göngumst við hlutverkum okkar og leyfum hinu mikilvæga að verða í lífi okkar. Niðurstaðan af reynslunni á vatninu var eins og í þjóðsöngnum. Fiskimennirnir fengu stóra vinninginn, fengu netin full af lifandi afla, gerðu sér grein fyrir hvað skipti máli. „Ó Guð vors lands, ó lands vor Guð.“ Og þeir fylgdu þessum Jesú Kristi sem opnaði augu þeirra og sýndi þeim eðli og tilgang lífsins.

Áfram Ísland og …

Ekki veit ég hvernig fótboltaleikurinn annað kvöld fer. Íslendingar eru þegar aðalsigurvegar EM óháð úrslitum í leiknum við Englendinga. Ég mun syngja þjóðsönginn af krafti þó engar verði kríurnar. Vinir mínir á Friðriksbergi munu einnig þenja sín raddbönd – og syngja kórrétt. Og við ættum að blessa nýjan forseta því  köllun hans er að lúta lífsgildum – sem og Guði lands og þjóðar. Landsleikir geta verið skemmtilegir, skírnir eru dásamlegar og stórkostlegasta lífshlutverk okkar er að fylgja Jesú Kristi í öllum veiðiferðum ævinnar. Áfram Ísland.

Amen.

Hallgrímskirkja 27. júní, 2016. 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Magnea Sigurborg Pálsdóttir skírð. Hún er dóttir vina minna, guðfræðinganna, Karenar Lindar og Páls Ágústs. Niðurstöður forsetakosningar lágu fyrir og orðið ljóst að Guðni Th. Jóhannesson var valinn. EM-ævintýri Íslendinga hélt áfram.

Guðspjall: Lúk 5.1-11

Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“Símon svaraði: „Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin.“ Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: „Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru vegna fiskaflans er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.

Icelandic mass

Quite often people ask me after the mass in Hallgrimskirkja if they can find a translation of the text of liturgy of the ELCI, the Evangelical Lutheran Church in Iceland, on the Internet. Yesterday Mark Silik sent me a note and informed me that he could not find it on the web. For him and all others I add the translation to my page. This is the liturgy in use all over Iceland and it is in line with the liturgy of the main churches of the world. All the best to Mark Silik and others who may want to use it.

THE BEGINNING OF THE MASS

1 The Opening Prayer

As the church bells or the prelude come to an end, the priest goes into the choir or before the altar wearing his surplice and chasuble; or, if there is no vestry in the church, he vests in front of the altar.

P: In the Name of God, the Father, the Son, and the Holy Spirit.

C: Amen.

P: Our help is in the name of the Lord

C: The maker of heaven and earth.

Then the priest may kneel at the altar or on the sanctuary steps, and everyone says:

C: Lord, I have come into your holy house to praise you and worship you, and to hear what you, God Father, my creator, you, Lord Jesus, my Saviour, you, Holy Spirit, my comforter, will speak to me in your word.
Lord, hear my prayer and my praise, and open with your Holy Spirit my heart, for the sake of Jesus Christ, that I may repent my sins, believe in Jesus in life and in death, and grow in Christian life and thougt. Hear that prayer, o God, in Jesus Christ. Amen

2 The Introit

At the end of the prayer either an entrance hymn from the hymnbook, or one of the psalms, may be sung.

3 The Kyrie
At the end of the hymn, either the priest, who has turned to face the altar, or the cantor, may

either say or chant:

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.
P: Christ, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Christ, have mercy upon us.

P: Lord, have mercy upon us, or, Kyrie eleison. C: Lord, have mercy upon us.

4 The Gloria in Excelsis

The congregation stands. The priest turns towards the altar:

P: Glory be to God in the highest.

C: And on earth peace, goodwill towards men.

Either the full text of the Gloria in Excelsis is sung, or hymn number 221: 2-4, or number 223. The Gloria in Excelsis is not sung on the second to fourth Sundays in Advent, or during Lent. (Hymn no. 223: Father for your lordship true).

We give you praise and honour/ We worship you we trust in you/We give you thanks for ever/Your will is perfect, and your might/Relentlessly confirms the right/Your lordship is our blessing. (Decius, tr. Doan))

5 The Collect for the Day

The priest turns from the altar and sings or says:

P: The Lord be with you.

C: And with your spirit.

P: (Turning towards the altar) Let us pray.
The priest says or sings the Collect, which ends with the words: … world without end.

C: Amen.

THE SERVICE OF THE WORD
6 The First Scripture Reading (From the Old Testament)

R: The first reading for this Lord’s Day, which is the …………..Sunday in/after ………….. is from ………………

(On festivals the reading is introduced as follows:

R: The first reading on this holy festival of …………. Is from ………..)

The reader reads the lesson, which ends with the words:

R: This is God’s Holy Word.

C: Thanks be to God.

7 Second Scripture Reading (The Epistle)

R: The second scripture reading is from ………. Or, Thus writes the Apostle in the Epistle ……

The reader reads the lesson, which ends with the words: This is God’s holy Word. C: Praise be to you, O Lord.

8  Hallelujah (Hymn)

9  The Gospel

The congregation stands. At the end of the Hallelujah the priest moves to stand in front of the altar, or goes to the lectern, and either sings or says:

P: The Gospel is written by the Evangelist …………:

C: May God be praised for His glad tidings.

Before the announcement of the Gospel the priest may greet the congregation. After the announcement of the Gospel, the priest proceeds to read it. It ends with the words:
P: This is the Word of the Gospel.

C: Praise be to you, O Christ.

10 The Creed

The congregation stands and the priest turns towards the altar and says:

P: Let us confess our faith.

The Hymn of the day 11 The Sermon

Then the priest goes into the pulpit or to the lectern in the chancel, makes the sign of the cross, or says a prayer. He greets the congregation with the words:

P: Grace and peace be with you from God our Father and the Lord Jesus Christ. Amen.

The priest delivers his sermon, which ends with the words:

P: Glory be to the Father, and to the Son, and to the Holy Spirit: as it was in the beginning, is now, and ever shall be, world without end. Amen.

Then the priest says:

P: Receive the apostolic blessing (the congregation rises to its feet) The Grace of our Lord Jesus Christ, the love of God, and the fellowship of the Holy Spirit be with you all. Amen.

12 Hymn, or Other Music (Pulpit Hymn)

At the end of the sermon either a hymn of prayer or praise may be sung, or some other music may be performed. While this is taking place, the priest puts his chasuble back on if the Eucharist is to take place.

13 The Prayer of the Church

Turning towards the altar, the priest says

P: Let us pray.

The Prayer of the Church is responsive. Each petition ends with the words…. For Jesus Christ our Lord.

The congregation ends with the words:

C: Lord, hear our prayer.

THE COMMUNION AROUND GOD’S TABLE 14 The Peace

Continuing directly from the Prayer of the Church, the priest turns towards the altar as says:

P: Let us confess our sins and let us live in grace and reconciliation with all men.

C: I confess before you, almighty God, my creator and redeemer, that I have sinned in many ways, in thought, word and deed. For your mercy’s sake forgive me and lead me to eternal life, to the glory of your name.

Here may follow a time of silence for reflection. Then, lifting up his right hand, the priest turns from the altar and says:

P: May the almighty God forgive you your sins, strengthen you, and lead you to eternal life, for the sake of Jesus Christ, our Lord. Amen.

The priest makes the sign of the cross with his right hand.

C: Amen.

The priest says or sings:

P: The peace of the Lord be with you.

C: And with your spirit.
15 A Hymn (or Other Music)

16 The Preface

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: The Lord be with you.

C: And also with you.

The priest turns to face the altar:

P: Lift up your hearts:

C: We lift them up unto the Lord.

P: Let us give thanks to the Lord our God.

C: It is right to give Him thanks and praise.

P: Truly it is meet and right and salutory that we should at all times and in all places, give thanks unto you, O lord, Holy Father, Almighty, Everlasting God for Jesus Christ, our Lord.

(Here follow different prefaces, according to the Church year.

P: Therefore, with angels and archangels, with the company of heaven and also with all the heavenly hosts, we praise your holy name and say unceasingly….. or, Therefore we praise your holy name, and in the communion of saints in heaven and earth we praise the Glory of your name for ever saying:

17 The Sanctus

The congregation stands.

C: Holy, holy, holy, Lord God Almighty. The heavens and the earth are full of your glory. Hosanna in the highest. Blessed is he who comes in the name of the Lord. Hosanna in the highest.

18 The Prayer of Thanksgiving (Oratio eucharistica)

The congregation sits. There are five possible prayers of thanksgiving which the priest may use.
I.
P: Truly you are holy, O Lord, and rightly everything that you have created

praises you. You have given life to everything and sanctified it with your Holy Spirit for the sake of Jesus Christ, our Lord, who took upon himself the form of a servant, humbled himself and became like men, and became obedient unto death on the cross, and thereby bought for you a people that might serve you and offer itself up to you as a living, holy and acceptable sacrifice. We humbly pray you, merciful Father, receive the offering of our praise and grant that these, your gifts of bread and wine, might be to us the blessed body and blood our your son, according to his holy command.

Who, in the night that he was betrayed, took bread, and gave you thanks; he broke it, and gave it to his disciples saying: “Take eat, this is my body which is given for you: do this in remembrance of me”.

In the same way after supper he took the cup and gave you thanks, he gave it to them, saying “Drink of it, all of you, for this is my blood of the new covenant, which is shed for you and for many for the forgiveness of sins: do this as often as you drink this in remembrance of me”.

Therefore, we remember in adoration that he loved us and gave himself for us as a ransom, defeated death by his resurrection, and has been granted lordship of everything in heaven and earth.
We offer this holy bread of eternal life and this cup of everlasting salvation, and we give you thanks for this once and for all sacrifice, the living hope of eternal life in your communion of saints, and the promise of his coming again in power and glory.

We pray you, send us your Holy Spirit and unite us in steadfast faith and love, for the sake of your Son, Jesus Christ, our Lord. For him, with him and in him, be to you, almighty Father, in one Holy Spirit, honour and glory in your holy Church throughout all ages.

C: Amen.

19 The Lord’s Prayer

P: Let us pray together the prayer which our Lord has taught us:

C: Our Father …..

20 Agnus Dei

C: Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, have mercy on us. Lamb of God, you take away the sin of the world, grants us your peace.

21 The Communion

The first table of communicants kneels down. The priest turns from the altar with the paten in his hand and says:
P: The bread that we break is the fellowship in the body of Christ.
To each communicant he says:

P: The body of Christ, the bread of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

After the bread has been distributed, the priest takes the cup and says:

P: The cup of fellowship that we bless is the fellowship in the blood of Christ,

To each communicant he says:

P: The blood of Christ, the cup of life.

Each communicant may answer:

C: Amen.

Each communicant signs himself with the sign of the cross when he has drunk from the chalice, and another kneels in his place

P: May Jesus Christ, the crucified and risen Lord and Saviour, preserve us in fellowship with him in living faith to eternal life. His grace and peace be with us all. Amen.

The priest makes the sign of the cross with the chalice.

22 Post-Communion

P: Let us pray.

There are prayers appropriate to the main church seasons.

THE CLOSING OF THE MASS

23 The Blessing

The congregation stands. Turning from the altar, the priest either says or sings:

P: Let us give thanks and praise to the Lord.

C: Praise and thanks be to God.

With arms uplifted, the priest says:

P: The Lord bless you and keep you.
The Lord let his face shine upon you and be gracious to you. The Lord lift up his countenance upon you and give you peace.

C: Amen.

At the close of the blessing the priest makes the sign of the cross with his right hand. At the same time he may say these words:
P: In the Name of God + Father, Son and Holy Spirit.

24  Hymn

25  Closing Prayer (if used)

Before the church bells are rung, either the assistant or the whole congregation say this prayer:

A: Lord, I thank you that you have allowed me to take part in the worship of your congregation, and have thereby reminded me of those things that I should believe, of how I must live, and the things in which I may place my hope. O my God, help me now by your Holy Spirit to preserve your word in a pure heart, be strengthened by it in faith, learn from it to progress in a God-fearing life, and be comforted by it in life and in death. Amen.

26 The Church Bells
A postlude may be played on the organ.

The picture. From the confirmation of Filippía Jónsdóttir in Flatly-church in Breiðafjörður. Priest: Sigurdur Arni Thordarson. The confirmant was active in the Eucharist, handing out the bread and the pastor holds the chalice with the wine. Lay-participation is common in Iceland, based on the Lutheran emphasis on priesthood of all believers. As it turned out Pía was devoted and outstanding in her service.  Photos: Elín Sigrún Jónsdóttir, Ísak Sigurðarson and Jón Kristján Sigurðarson.