Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn.
Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin raun.
Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast sr. Sigurði Árna og Elínu konu hans. Eftir þau kynni tel ég hann nafna minn verða góðan biskup þó svo að ég hafi það nú ekki beinlínis á takteinum hvernig góður biskup á að vera. Veit þó það að hvur setur mark sitt á það starf sem hann gegnir og viss er ég um að eðlislægir kostir Sigurðar eru slíkir að hann mun verða embættinu til mikils sóma.
Þó Sigurður sé drengur góður á hann sér betri hlið og það er hún Elín Jónsdóttir, kona hans. Hún er mikill skörungur, skarpgreind og eins og maður hennar, víðlesin og margfróð.
Þau Sigurður og Elín kynntust fyrir algjör tilviljun í fjallaferð með Ferðafélagi Íslands. Þá var eins og æðri máttarvöld hefðu tekið sig til og fært þau saman. Þó hér hafi verið stiklað á heldur háfleygan hátt um þau skötuhjú verður þá að fylgja með að þeim fylgir engin mærð eða vella. Þau eru hláturmild, hafa gaman af græskulausu gamni og ekki síst taka þau sig mátulega hátíðlega.
Mikið væri nú gaman að breyta svolítið til og fá nýja kynslóð í embætti biskups, helst náunga eins og Sigurð Árna, mann sem hlustar og skilur og getur fært kirkjuna nær þjóðinni. Þá yrði breyting sem skiptir máli. Persónulega held ég að biskupskjör sé ekki spurning um kynferði heldur mannkosti.
Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að:
Við erum stödd á lokaspretti kosningabaráttu um kjör til biskups Íslands. Það voru margir kallaðir, en nú standa eftir tveir útvaldir, sem kjósa þarf á milli.
Ég kynntist Sigurði Árna Þórðasyni fyrst að einhverju marki þegar ég gekk til liðs við Kór Neskirkju árið 2005. Sem formaður kórsins til nokkurra ára hef ég átt samskipti við prestana og aðra starfsmenn Neskirkju. Við Sigurður erum auk þess nágrannar, eigum jafnaldra syni og síðast en ekki síst þá jarðsöng hann föður minn fyrir fáeinum árum.
Nú verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í biskupskjöri í seinni umferð og eftir miðjan apríl kemur í ljós hver hefur verið valinn til þjónustunnar. Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til embættis.