Greinasafn fyrir merki: kjúklingur

Trans-vegan kjúlli

Við hjónin vorum á leiðinni úr vegan-skeiði og Elín mín hvíslaði á koddanum að hana langaði svo í kjúlla „annað kvöld, einhverja óvænta útgáfu“ bætti hún við. Og þá var ekki annað í boði en að finna það sem gæti hugnast henni. Ég fletti og fann uppskrift í ljómandi riti Úlfars Finnbjörnssonar, sem heitir Stóra Alifuglabókin. Klettakálspestóið var gert skv. tillögu hans en ég bætti reyndar basiliku við. Ég mæli þó frekar með venjulegu pestói – það er fínlegra en rúkkóla-pestó. Fimm stjörnur var stjörnugjöfin – svo ég held áfram að taka við pöntunum á koddanum. Það er gott að elda fyrir mitt fólk. Það tekur vel við og kann að þakka með fögrum umsögnum og mörgum stjörnum. Hið hnyttna heiti “trans-vegan” kemur frá  Sigrúnu Óskarsdóttur. Hér er svo uppskriftin í minni útgáfu.

Steiktar kjúklingalundir

Með pestó, spínati og pasta. Fyrir 4.

600 gr kjúklinglundir

2 msk olía

1 kúrbítur

30 snjóbaunir

salt og pipar

1 poki spínat

600 gr soðið pasta

furuhnetur sem má sleppa

Parmesanostur – rifinn sem má líka sleppa

Klettakálspestó

1 poki klettakál

2 msk furuhnetur

2 msk parmesanostur

3 hvítlauksgeirar

1-2 msk ljóst balsamikedik

1-2 msk sítrónusafi

1 msk agavesíróp

salt og pipar

1 ½ dl olía

Aðferð

Kjúklingalundirnar steiktar á pönnu þar til þær eru brúnar. Kúrbítstrimlum og snjóbaunum bætt við og stekt áfram ca 2 mínútur. Bragðbætt með salti og pipar. Ég þurfti að hella ofurlitlu vatni af sem kom frá kúrbítnum. Nokkrum skeiðum af pestó – skv smekk – yfir kjöt og grænmeti á pönnunni og hrært í til að dreifa vel pestóinu. Spínatblöð og volgt pasta á fat og síðan allt af pönnunni yfir pastað. Skreyta með furhnetum og parmesan.

Pestógerðin

Öll hráefnin i matvinnsluvél og maukað vel.

Varðandi pasta

Notaði Thai Rice Noodles sem er glútenlaust og “no cholesterol.” Eftir suðu smelltum við sesamolíu og tamarisósu út í pastað. Það gefur yndislegt bragð og fallegan lit.

Borðbæn

Allt sem í dag er borið borði

blessaðu nú með þínu orði,

eilífi Drottinn; þelið þitt

þvoi og lýsi’ upp hjarta mitt.

(þessa borðbæn samdi Sigurður Ægisson)

Marbella kjúklingur

IMG_15501,5 – 2 kg. kjúklingarbitar (nokkrar bringur og leggir)

6 hvítlauksrif

1,5 msk oreganó

0,5 msk salvía

1 msk rósmarín

¼ bolli rauðvínsedik

¼ bolli góð ólívuolía

¼ bolli capers

½ bolli grænar góðar ólífur

½ bolli steinlausar sveskjur, smáskornar

3 lárviðarlauf

1/5 bolli agave síróp

3 rauðlaukar í báta

½ bolli rauðvín

salt

pipar

steinselja fínt söxuð.

IMG_1552

Krydd, olía, edik, olífuolía, sveskjur, capers, vín, ólífur, salt og pipar og lárviðarlauf í bland saman. Hellið yfir kjúklingabita og látið marinerast einhverja klukkutíma og best yfir nótt! En ef tíminn er naumur og marinering enginn verður rétturinn samt góður!

Hitið ofn í 180°. Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og síðan marineringunni aftur yfir. Bakið í eina klukkustund. Dreifa steinselju yfir réttinn þegar hann er tilbúinn.

Borið fram með salati og góðu brauði. Það er líka hægt að nota sætar kartöflur með eða hrísgrjón.

Bæn

Þökkum Drottni – því hann er góður – því miskunn hans varir að eilífu. Amen.

Marbella-kjúklingur er kunnur og margar útgáfur til af honum. Mæli með þessum tveimur. Ragnar Freyr er t.d. alltaf góð fyrirmynd:

http://www.simplyrecipes.com/recipes/chicken_marbella/

http://blog.pressan.is/ragnarfreyr/2012/06/21/dundur-marbella-kjuklingur-ad-haetti-mommu-med-hrisgrjonum-og-salati-revisited/