Spænskur pönnusteiktur kjúklingur

IMG_1408Eldaði spænskan pönnukjúkling. Þessi réttur klikkar ekki, er bragðmikill og rífur vel í. Ef börn eru í mat steiki ég nokkra vægkryddaða bita í ofni líka svo þau sem ekki þola kryddaðan mat fái eitthvað að naga líka!

Kjúklingaleggir 15 stk (ca 3 á mann)

½ glas vatn og grænmetiskraftur

2 rauðlaukar

2 rauðar paprikur

1 hvítlaukur (þ.e. heill en ekki 1 lauf!)

steinselja, salvía eða annað ferskt krydd

rósmarín 1 msk

cayennepipar 1 tsk eða eftir smekk og getu!

salt og kjúklingakrydd

lárviðarlauf 4 stk.

ólífuolía

IMG_1409

Aðferð

Laukurinn og paprikan grófsöxuð og steikt í olíu. Sett til hliðar. Kjúklingurinn kryddaður með kjúklingakryddi, rósmarín, salti og salvíu og pönnusteiktur. Síðan er hvítlauk, lárviðarlaufi og forsteiktu paprikunni og lauknum áasamt kryddinu skellt yfir og beint á pönnuna. Uppleystum grænemtiskrafti og vatninu hellt yfir. Síðan er allt látið malla á loklausri pönnunni í 45 mínútur.

Berið fram með uppáhaldskjúklingameðlæti. Ég nota gjarnan hrísgrjón og grænmeti – og í dag voru sætar kartöflur með líka.

Upphaflega var þessi uppskrift fyrir kanínukjöt en hentar svona dásamlega með kjúklingaleggjum. 

Borðbænin

Þökkum Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.