Spænskur pönnu – kjúklingur

IMG_1408Eldaði spænskan pönnukjúkling. Þessi réttur klikkar ekki, er bragðmikill og rífur vel í. Ef börn eru í mat steiki ég nokkra vægkryddaða bita í ofni líka svo þau sem ekki þola kryddaðan mat fái eitthvað að naga líka!

Kjúklingaleggir 15 stk (ca 3 á mann)

½ glas vatn og grænmetiskraftur

2 rauðlaukar

2 rauðar paprikur

1 hvítlaukur (þ.e. heill en ekki 1 lauf!)

steinselja, salvía eða annað ferskt krydd

rósmarín 1 msk

cayennepipar 1 tsk eða eftir smekk og getu!

salt og kjúklingakrydd

lárviðarlauf 4 stk.

ólífuolía

IMG_1409

Aðferð

Laukurinn og paprikan grófsöxuð og steikt í olíu. Sett til hliðar. Kjúklingurinn kryddaður með kjúklingakryddi, rósmarín, salti og salvíu og pönnusteiktur. Síðan er hvítlauk, lárviðarlaufi og forsteiktu paprikunni og lauknum áasamt kryddinu skellt yfir og beint á pönnuna. Uppleystum grænemtiskrafti og vatninu hellt yfir. Síðan er allt látið malla á loklausri pönnunni í 45 mínútur.

Berið fram með uppáhaldskjúklingameðlæti. Ég nota gjarnan hrísgrjón og grænmeti – og í dag voru sætar kartöflur með líka.

Borðbænin

Þökkum Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.