Vatn, guðfræði og stækkun trúar

IMG_2949Ævar Kjartansson guðfræðingur og útvarpsmaður er skemmtilegur viðmælandi. Ég fagnaði því þegar hann kallaði mig til sunnudagsfundar á Rúv-rás 1 til að ræða um vatn í guðfræði, kirkju og trúariðkun. Þátturinn er að baki þessari smellu. Og svo hafði Ævar náð sér í bók mína Limits and Life og greinilega lesið. Í sunnudagsspjalli 3. febrúar 2013 ræddum við líka hvernig samtíð og aðstæður breyta trú og túlkun hennar. Ég aðhyllist stækkun trúar!