Greinasafn fyrir merki: Erla Elín Hansdóttir

Stjörnur og snjókorn Hallgrímskirkju

Í vit­und margra Íslend­inga er stjörnu­skinið feg­urst á jólanótt þegar birt­an end­ur­spegl­ast í fann­breiðum. Þegar Erla Elín fann bók árið 2014 með eitt hundrað heklupp­skrift­um hófst nýtt æv­in­týri. En nú voru það upp­skrift­ir að snjó­korn­um. Hún heklaði fjölda snjó­korna, sem hafa blasað við þeim sem hafa síðan komið í Hall­gríms­kirkju á aðventu og jól­um. Marg­ir sem hafa sótt at­hafn­ir og tón­leika hafa heill­ast af þessu fagra hand­verki.

Kirkj­ur á Íslandi hafa notið hannyrða og stuðnings kvenna. Hall­gríms­kirkja var byggð vegna þess að dug­mikl­ar kon­ur vildu byggja kirkju. Áfram verða undr­in vegna þess að hug­sjóna­fólk þorir. Erla Elín Hans­dótt­ur er ein þeirra. Snjó­korn­in henn­ar birt­ast bros­andi í Hall­gríms­kirkju á aðventu. Sof­andi stjörn­ur vakna til jólagleðinn­ar og spá fyr­ir um fæðingu guðsson­ar­ins og komu jól­anna.

Birtist í Morgunblaðinu 12. desember 2020. Myndir af stjörnum er að baki þessari smellu

Stjörnur og snjókorn Hallgrímskirkju

Á aðventunni fríkka bekkir Hallgrímskirkju. Bekkjaendarnir hafa síðustu ár verið skreyttir með hvítum, hekluðum snjókornum. Erla Elín Hansdóttir, sem er kunn að kennslu í Kvennaskólanum og störfum í þágu Hallgrímskirkju, er líka hannyrðakona. Fyrir mörgum árum vantaði skreytingu á aðventunni og þá gerði hún stjörnur úr pappír, sem voru notaðar til fegrunar á aðventutónleikum og í helgihaldi jólanna. Stjörnurnar voru gerðar í fjórum stærðum og vöktu gleði þeirra sem sóttu kirkjuna. En í troðningi slitnuðu þær niður og viðkvæmar stjörnur úr pappír aflöguðust. Erlu Elínu varð því ljóst, að þær myndu ekki duga í mörg ár. Hvað var til ráða? Hún fann góða hekluppskrift að stjörnu og það varð til að hún heklaði marga tugi af hvítum stjörnum. Vinkonur hennar í prjónaklúbbi hrifust af og lögðu lið og nærri eitt hundrað stjörnur fæddust. Þær voru síðan hengdar á enda kirkjubekkja og á nokkrum vel völdum stöðum í kirkjunni og líka á orgelið.

Í vitund margra Íslendinga er stjörnuskinið fegurst á jólanótt þegar birtan endurspeglast í fannbreiðum og snjóflygsum. Þegar Erla Elín fann bók árið 2014 með eitt hundrað hekluppskriftum hófst nýtt ævintýri. En nú voru það uppskriftir að snjókornum. Erla Elín heklaði fjölda snjókorna, sem hafa blasað við þeim sem hafa síðan komið í Hallgrímskirkju á aðventu og jólum.

Margir sem hafa sótt athafnir og tónleika á aðventu og jólum hafa heillast af þessum fögru handarverkum. Kirkjur á Íslandi hafa notið hannyrða og stuðnings kvenna. Hallgrímskirkja hefði ekki verið byggð ef dugmikilla kvenna hefði ekki notið við. Áfram verða undrin vegna þess að hugsjónakonur þora. Erla Elín Hansdóttur er ein þeirra. Snjókornin hennar birtast í Hallgrímskirkju á aðventu og sofandi stjörnur vakna til jólagleðinnar.