Greinasafn fyrir merki: aðventuskreyting

Stjörnur og snjókorn Hallgrímskirkju

Í vit­und margra Íslend­inga er stjörnu­skinið feg­urst á jólanótt þegar birt­an end­ur­spegl­ast í fann­breiðum. Þegar Erla Elín fann bók árið 2014 með eitt hundrað heklupp­skrift­um hófst nýtt æv­in­týri. En nú voru það upp­skrift­ir að snjó­korn­um. Hún heklaði fjölda snjó­korna, sem hafa blasað við þeim sem hafa síðan komið í Hall­gríms­kirkju á aðventu og jól­um. Marg­ir sem hafa sótt at­hafn­ir og tón­leika hafa heill­ast af þessu fagra hand­verki.

Kirkj­ur á Íslandi hafa notið hannyrða og stuðnings kvenna. Hall­gríms­kirkja var byggð vegna þess að dug­mikl­ar kon­ur vildu byggja kirkju. Áfram verða undr­in vegna þess að hug­sjóna­fólk þorir. Erla Elín Hans­dótt­ur er ein þeirra. Snjó­korn­in henn­ar birt­ast bros­andi í Hall­gríms­kirkju á aðventu. Sof­andi stjörn­ur vakna til jólagleðinn­ar og spá fyr­ir um fæðingu guðsson­ar­ins og komu jól­anna.

Birtist í Morgunblaðinu 12. desember 2020. Myndir af stjörnum er að baki þessari smellu