Greinasafn fyrir merki: Christiano Ronaldo

CR7 – Cristiano Ronaldo

Til heiðurs CR7. Fótafimi Ronaldo er óumdeild, einbeitni hans og fagmennska. Við feðgar deilum oft um knattspyrnu og höfum ólíkar skoðanir á félögum, iðkendum, stjórum og hvað skiptir mestu máli í boltanum. En við erum sammála um að Ronaldo er einn mesti íþróttamaður okkar tíma. Ég dáist að því hve mikla töfra karlinn hefur í tánum en hef í gegnum tíðina stundum verið rasandi yfir sjálfhverfu kappans og furðað mig á að hann hafi ekki enn unnið með sársauka litla drengsins. Orðið svona herfilega misþroska. En svo gekk hann inn á Laugardalsvöll og var góður við börnin og íþróttagoð. CR7 var sólin í stjörnuliði Portúgala. Við klöppuðum öll honum lof og tjáðum þakklæti fyrir hið góða – en hitt ekki. Markið hans var óþarfi en hann hefur enn töfra í tánum. Myndirnar tók ég í Laugardal 20. júní á landsleik Íslendinga og Portúgala.