Greinasafn fyrir merki: Charlie Kirk

Charlie Kirk og Jesús Kristur

Til að botna í pólitík í Bandaríkjunum þessar vikurnar er þarft að bera saman boðskap Jesú Krists og erindi hins myrta Charlie Kirk. Kirk varð á síðustu árum talsmaður “kristinnar þjóðernishyggju“ í Bandaríkjunum. Hann boðaði að kristnir ættu að stjórna á öllum lykilsviðum samfélagsins: fjölskyldu, trúarsviðinu, menntun, fjölmiðlum, listum, viðskiptum og stjórnmálum. Hann skilgreindi verkefni sitt og hlutverk sem stríð gegn óvinum kristninnar á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs. Því varð Kirk svart-hvítur í tali og sumt af því sem hann sagði var harkalegt og jafnvel grimdarlegt.
Jesús gerði ástina að stefnuafstöðu sinni og sagði gjarnan: „Elskið óvini yðar.“ Hann sagði líka: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.“ Hann hafnaði að Guðs ríki yrði komið á með valdi eða ofbeldi. Honum var umhugað um hin fátæku, sjúku, börn og útlendinga og setti þau í forgang.
Jesús boðaði þjónustu, sjálfsafneitun og frið. Kirk boðaði yfirráð, vald og baráttu. Kirk og skoðanasystkni hans vestan hafs blönduðu saman trú og pólitík og hafa fjarlægst hinn upprunalega boðskap kristninnar. Jesús Kristur boðaði óvopnað ríki ástar og þjónustu en Kirk og lærisveinar hans valda- og menningarstríð í nafni kristni.
Hvort ætli þjóni fólki, þjóðfélögum, menningu, heimsbyggðinni, náttúrunni, lífríkinu betur – vald eða ást?