Hvað er inntakið eða merkingin í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar? Á fræðslusamverum í Hallgrímskirkju í mars var rætt um erindi sálma Hallgríms, uppbyggingu þeirra, tilgang, listfengi, barokk, málfar og ást. Guðríður Símonardóttir, kona Hallgríms, kom líka við sögu. Þrjár hljóðskrár urðu til í þessum samverum og hafa verið birtar á kirkjuvarpi þjóðkirkjunnar. Rætt er við Steinunni B. Jóhannesdóttur, dr. Margréti Eggertsdóttur og að auki flytur Sigurður Árni Þórðarson yfirlitserindi um um ástina í Passíusálmunum. Hægt er að nálgast og hlusta á samtölin og erindi að baki þessari smellu.
![](https://i0.wp.com/www.sigurdurarni.is/wp-content/uploads/2021/03/HP-scaled.jpg?resize=1038%2C576&ssl=1)