Hve hratt er hægt að brjóta boðorðin?

Hefur einhver brotið öll boðorðin náast á sömu mínútunum? Flestir segja nei, það sé ekki mögulegt. Ísrael, þjóð Móse, gleymdi bæði Guði og mannasiðum við fjallsrætur Sínaí og dansaði í kringum gullkálfinn og þá molnuðu orðin tíu. Móses mölvaði báðar steintöflur boðorðanna og braut þar með öll boðorðin! En það eru ekki margir svo margbrotnir sem Móses. Öllum verður þó einhvern tíma hált á freistingasvellinu.

Á vefnum er til skondin stuttmynd, sem  fjallar um mann, sem tókst að brjóta öll boðorðin frá því að hann vaknaði og áður en hann var fullklæddur.  Maðurinn varð meira að segja öðrum manni að bana fyrir algera slysni, vegna þess að hann var á röngum stað. Eitt brot leiðir af öðru.  Þetta kostulalega myndband er að baki smellunni