Morgunbæn

IMG_7683Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, móðursystir mín, hefur alla tíð átt auðvelt með að fella saman orð í ljóð. Hún hefur samið sálma, tækifærisvísur og svo hefur hún gefið fólki sínu intaksrík vers að ýmsu tagi. Þegar ég var kútur samdi hún þessa morgunbæn og gaf mér til að biðja að morgni. Það var góð gjöf sem hefur fylgt mér síðan. Í morgun fór ég í stúdíó 4 til Egils Jóhannssonar, tæknimanns, og við tókum upp 14 morgunbænir. Fyrsta verður kl. 6,25 laugardaginn 20. september og sú síðasta föstudaginn 3. október. Morgunbæn Lilju verður beðin í öllum þessum morgunbænum.

 Gef mér Drottinn góðan dag.

Gefðu, að ég í návist þinni,

eignist hugrótt hjartalag,

hjálpi ef einhver þarf í dag.

Blessa þú og bæt minn hag.

Bægðu synd frá götu minni.

Gef mér Drottinn góðan dag,

góðan dag í návist þinni.