Til starfa á kirkjuþingi?

kirkjuthingsbjalla-100x100Brátt verður kosið til kirkjuþings. Ég býð mig fram til þjónustu á þinginu næstu fjögur ár, en ég mun ekki óska endurkjörs að fjórum árum liðnum. Ég hef verið kirkjuþingsfulltrúi djákna og presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í fjögur ár. Átta ár á kirkjuþingi er að mínu viti hæfilegur tími!

Verði ég kjörinn nú mun ég einnig bjóða mig fram til starfa í kirkjuráði, enda varamaður í ráðinu. Enginn vígður kirkjuþingsfulltrúi af suðvesturhorninu er nú í kirkjuráði sem er óheppilegt. Við kjör í kirkjuráð n.k. nóvember verður að gæta hagsmuna þéttbýlissvæðis okkar og að vígðir úr okkar kjördæmi verði kosnir í kirkjuráð.

Á liðnu kjörtímabili hef ég lagt fram margar tillögur að starfsreglum, verið virkur í störfum þingsins og gætt hagsmuna kirkju og kristni. Framundan er spennandi val til þings sem hefur mest vald í stjórn þjóðkirkjunnar.