Páskabæn

Þú Guð lífsins
Lof sé þér fyrir veröld birtunnar, litríka jörð,
syngjandi náttúru, þá dásamlegu sköpun,
sem þú hefur reist til lífs.

Þú lausnari heimsins
Lof sé þér fyrir að þú veltir steinum við grafhvelfingar.
Þú ryður burt hindrunum á leið okkar til lífsgleði og friðar.
Leyf okkur að lifa í því vori og sumri, sem þín upprisa ól.
Veltu steinum frá – reis þú, Drottinn, þína veröld.

Þú andi lífs
Hugga þú þau sem vonlítil eru, lækna hin sjúku.
Vernda þau sem vandastörfum gegna.
Blessa þau sem dæma, stjórna og marka löggjöf.
Farsæl heimilislíf, atvinnu – allt líf samfélags okkar.
Blessa þau sem útbreiða frið þinn, boða orð þitt,
þjóna að altari þínu, hlúa að æsku, mennta fólk til lífsleikni.
Gef vitur ráð í þjónustu við þig.

Guð
Allt lífið skapar þú.
Allt lífið leysir þú.
Allt lífið nærir þú.
Amen

Páskabæn