Smálúða í estragonsósu

 

Fiskveisla á óveðurskvöldi 2. nóvember. Ég kveikti upp í arninum og bjó til fisksósuna – hreinsaði rauðsperettuflök og hnoðaði estragon, hvítlauk, salti og smjöri saman og setti á flök sem ég svo rúllaði upp og pinnaði saman með tannstönglum ( sem verður að taka úr þegar rétturinn er borinn fram!). Konan mín fagnaði og það er mark á því takandi! Uppskriftin er miðuð við fjóra.

Hráefni

800 gr lúðuflök eða rauðsprettuflök.

150 gr ferskir sveppir

1 gulur laukur

2 hvítlauksrif marin

3 msk smjör

2 tsk estragon

1 msk humarsúpuduft eða góðaur fiskkraftur

200 gr eðal-tómatsósa t.d. frá Himneskri hollustu eða Sollu

1 ¼ tsk salt

2 dl þurrt hvítvín

1 dl vatn

1 dl rjómi – eða kókosmjólk

2 msk fínhökkuð steinselja

Sveppir og laukur – fínskorin.

Bræða smjörið og brúna sveppi og lauk með rósemd! Bæta öllu nema fiskinum og steinseljunni útí. Sjóða í ca 10 mínútur. Þá má setja nett stykki út í og layfa að hitna. Nokkrar mínútur er jafnan nóg ef stykkin eru lítil.

Borið fram með góðu salati, grófum hýðishrísgrjónum eða bulgur.

Ein útgafa af þessum rétti er að vefja upp óskorin flök og pinna saman með tannstönglum. Þá er gjarnan ofurlítið estragon hnoðað í smjör og hveiti og sett inn í fiskinn. Þessir bögglar verða að vera undir loki í sósunni í a.m.k. 5 mínútur.

Lífið er gott og þakkarvert.