Heródesarkjúklingur

HórodesarkjúlliHani Pílatusar er frægasti hani veraldar. En hæna Heródesar er síður kunn en hefur örgglega verið matreidd með kúnst fagurkerans. Hér er uppskrift að tilgátu-Heródesarkjúkling. Þetta er biblíuréttur, þ.e. hráefnin hafa líklega verið notuð af biblíufólki. Uppskriftin – að baki smellunni – er miðuð við 5 við borð. 

 ½ bolli ólífuolía

4 stilkar sellerí

2 msk. estragon

2 msk. fínt klippt steinselja

1 góður kjúklingur hlutaður í sundur

salt og nýmalaður pipar

2 niðurrifnar múskathnetur

40 afhýddir hvítlauksgeirar (ath. ekki ásláttarvilla)

koníakssletta – má sleppa í undantekningartilvikum!

¾ bolli hveiti

vatn

Hitið olíuna, setjið sellerí, steinselju og estragon út í hetia olíuna og látið mýkjast í 2-3 mínútur. Passið að brenna ekki. Stráið vel af salti, pipar og múskati á kjúklingabitana og steikið í olíunni. Setjið allt saman í eldfast mót (með loki) hvítlauksgeirarnir og koníakið sett út í. Lokið, sem verður að falla vel að er sett á. Setjið hveitilím í falsið til að loka almennilega og lokið sé lok! (Hveitlím: Hveiti og vatni hrært í þykkan jafning).

 

Bakið réttinn í ofni við 190 gráður í eina og hálfa klukkustund. Berið fram með nýbökuðu brauði sem er smurt með hvítlauknum og grænmetinu sem fór með kjúklingnum í ofninn og er nú orðið að bragðmiklu ljúffengu mauki.

 

Munið að nota vel af salti, pipar og nýrifnu múskati, annars verður rétturinn bragðlaus. Þegar búið er að setja réttin í ofninn er meðmælanlegt að fara í góðan göngutúr og koma svo inn þegar hann er að vera tilbúinn. Þá hefur himneskur ilmur fyllt húsakynnin. Reiðið fram bulgur (eða hrífgrjón eða kúskús) til að vinna vel upp hina miklu sósu sem myndast við steikinguna.

 

Það er svo meðmælanlegt að sejið sellósvítur Bach eða einhverja góða músík í spilarann.

 

Borðbæn: Þökkum Drottni því að hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu.