Það eru næstum 10 ár síðan ég fór að venja komur mínar í Neskirkju með börnin mín. Fljótt fundum við hvað það er gott að koma þangað, þar ríkir góður andi og gott starf er unnið þar. Sigurður Árni hefur með sinni góðu nærveru, áhuga og næmni átt stóran þátt í að efla og auðga starfið í Neskirkju. Ég treysti Sigurði Árna til að efla og opna þjóðkirkjuna verði hann biskup. Hann yrði góður leiðtogi kirkju í sókn.
Þórdís Ívarsdóttir í sóknarnefnd Neskirkju og kennari í Melaskóla.


Það mér ánægjuefni að ganga fram á ritvöllinn til að veita sr. Sigurði Árna til Biskups Íslands. Sr Sigurð hef ég þekkt lengi af góðu einu. Við kynntumst í deildinni forðum og greindu menn glöggt að þar fór snemma efnilegur guðfræðingur. Sigurður gerðist síðan farsæll prestur ef ekki vinsæll án þess að verða populisti. Þá er hann aukinheldur einn doktor sem ekki mun skaða. Sr Sigurður er góður ræðumaður, flytur lýsandi og skírar predikanir, er ágætur brúarsmiður í forbífarten ekki sakar að hann kann að vera skemmtilegur í leiðinni.