Kynni mín af Sr. Sigurði Árna ná aftur til þess tíma er ég var skólastjórnandi í Vesturbæ og börn hans voru í Hagaskóla.
Ég hef fylgst með honum í starfi við Neskirkju, sem er mín sóknarkirkja, og veit af reynslunni að þar fer maður sem á gott með að ná til breiðs hóps sóknarbarna, bæði þeirra sem sleppa aldrei úr messu og þeirra sem koma sjaldnar. Hann talar beint til safnaðarins og varpar fram spurningum sem fólk þarf að svara og getur auðveldlega fundið svör við.
Hef þegið frá honum góð ráð, ábendingu sem var ekki patentlausn heldur leiðsögn um skref sem þyrfti að taka. Sr. Sigurður Árni hefur í sér hirðis-gen og leysir vel af hendi sitt starf sem hlustandi og ráðgjafi. Svona mann þurfum við í forystu kirkjunnar á nýrri öld.

Það mér ánægjuefni að ganga fram á ritvöllinn til að veita sr. Sigurði Árna til Biskups Íslands. Sr Sigurð hef ég þekkt lengi af góðu einu. Við kynntumst í deildinni forðum og greindu menn glöggt að þar fór snemma efnilegur guðfræðingur. Sigurður gerðist síðan farsæll prestur ef ekki vinsæll án þess að verða populisti. Þá er hann aukinheldur einn doktor sem ekki mun skaða. Sr Sigurður er góður ræðumaður, flytur lýsandi og skírar predikanir, er ágætur brúarsmiður í forbífarten ekki sakar að hann kann að vera skemmtilegur í leiðinni.
Þegar ég kynntist Sigurði Árna fyrst var hann mannsefni Elínar vinkonu minnar. Síðan þá hef ég notið þess að fylgjast með þeim feta veginn saman og fann fljótlega vin í Sigurði Árna. Óhjákvæmilega sækja ýmsar spurningar á hugann þegar vinur manns tekur þá ákvörðun að bjóða sig fram til krefjandi þjónustu við almenning. Mikilvægustu spurningarnar snúa að því hvort sú ákvörðun sé til heilla fyrir hann sjálfan og þá hvort hún sé til heilla fyrir þjóðina. Báðum spurningum þarf að svara játandi til að geta með góðri samvisku óskað þess að vinurinn sé kallaður til þjónustunnar. Nú þegar Sigurður Árni hefur líst sig reiðubúinn til biskupsþjónustu hef ég spurt mig þessarra spurninga og svarað þeim játandi. Ég sé hann ekki einungis vel reiðubúinn heldur líka vel nestaðan af hæfileikum, þroska og reynslu sem gerir hann kjörinn til forystu innan þjóðkirkjunnar. En ákvörðun Sigurðar Árna hefur líka fengið mig til að íhuga hvers ég vænti af biskupi Íslands og hvernig ég sjái vininn uppfylla þær væntingar. Eftirfarandi eru þau atriði sem ég kýs að draga sérstaklega fram varðandi þær væntingar: