Opinn fundur um biskupskjör

Stuðningsfólk mitt býður í kvöld, 29. mars, til opins fundar um biskupskjör og kosti kirkjunnar. Fundurinn verður í safnaðarheimili Neskirkju og hefst kl. 20. Örræður flytja Inga Rún Ólafsdóttir, Hreinn Hákonarson, Sigurvin Jónsson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Fyrirspurninir og umræður. Lífsstíll þjóðkirkjunnar þarf að vera stíll hins opna og frjálsa samfélags. Allir eru velkomnir til fundarins, fjölmiðlar einnig því þetta verður opinn fundur.

Vonast til að sjá þig. Sigurður Árni