Kenn okkur að elska einnig –
kenn okkur að elska okkur sjálf,
móður og föður, systkini, börnin okkar.
Kenn okkur að elska maka okkar, ástvini.
Kenn okkur að elska fólk, allt fólk – líka þau sem erfið. Lesa áfram
113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.
Kenn okkur að elska einnig –
kenn okkur að elska okkur sjálf,
móður og föður, systkini, börnin okkar.
Kenn okkur að elska maka okkar, ástvini.
Kenn okkur að elska fólk, allt fólk – líka þau sem erfið. Lesa áfram
Að eiga nafna eða nöfnu er stundum dýpsta þrá eldra fólksins. Af hverju? Litlir nafnar eða nöfnur staðfesta fyrir fólki gildi þess í keðju kynslóða. Á barnið að heita Gaga, nátturunafni, út í loftið eða í höfuð á ömmu eða út í loftið? Að baki smellunni er grein um nafngjöf, tilfinningar og samhengi. http://www.tru.is/pistlar/2012/11/hvad-a-barndid-ad-heita
Kæri Guð sem sérð fólk, skilur og elskar – og tekur þér stöðu með þeim sem líða vegna eineltis.
Styrk þau sem eru niðurlægð, vanvirt, hædd, hjálparlaus, misskilin og yfirgefin. Hjálpaðu þeim að treysta þér sem nærfærnum vini sem verndar.
Gef okkur augu til að sjá, vitund sem nemur og huga sem skilur. Hjálpa okkur að standa alltaf með fórnarlömbum og verja þau. Lesa áfram Bæn á degi gegn einelti
Á föstudögum er biblíumatur eldaður í Neskirkju. Reyndar voru tæplega tíu kg. af nautakjöti steikt og sett síðan í kryddblöndu þegar í dag, á fimmtudegi – til að marinera kjötið vel. Á borðum 26. október verður máltíð af því tagi sem gæti hafa verið elduð þegar týnda syninum var fagnað. Allir eru velkomnir í ilmandi og bragðgóðan biblíumat í Neskirkju. Kynning og bæn verður kl. 12. Allt hráefnið er af því tagi sem líklega hefur verið notað af því fólki sem segir frá í Biblíunni. Uppskriftin er ekki leyndarmál heldur má gjarnan elda í heimahúsum. Verði ykkur að góðu.
Fyrir 6
800 gr fitulítið ungnautakjöt
2 msk furuhnetur
2 msk estragon
1 tsk basilika
1 tsk rósmarín
2 tsk Maldonsalt
1 tsk svartur pipar
4 msk ólívuolía
15 smátt skornar döðlur
3 msk þurrkaðir ávextir – t.d. apríkósur eða það sem þér finnst gott!
2 stórir rauðlaukar
6 hvítlauksbátar
2 perur
Furuhnetur, kryddið, ólífuolía og hvítlaukur sett í matvinnsluvél, malað og úr verður þykkur grautur, má þynna með ólífuolíu. Kjötið skorið í 2 cm teninga sem eru settir í kryddgrautinn og séð til að allar hliðar kjötbitanna séu vel þaktar. Best er að marinera einhvern tíma, jafnvel sólarhring. Kjötið steikt á snarpheitri pönnu og þegar það er farið að brúnast er smátt skornum lauk og döðlum bætt í. Þess gætt að ekki brenni. Hráefni, sem eftir er, út í. Hiti lækkaður og til að varna bruna er vatni bætt á pönnuna. Þegar fullsteikt er, slökkvið undir og leyfið matnum að standa góða stund. Það hjálpar þurrkuðu ávöxtunum að koma til og smita út sínu bragði.
Bulgúr sem og bygg eða kúskús er gott meðlæti og líka litsterkt ávaxtasalat.
Skemmtileg útgáfa að skera hráefnið til þræðingar á spjót og grilla síðan.
Íhugið gjarnan Lúk. 15.11-32. Hver var týndur? Voru kannski báðir synirnir týndir? Hvað merkir veislan í sögunni og hvernig bregst faðirinn við? Hver er faðirinn í sögunni? Í hvaða stöðu erum við?
Borðbæn: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Amen.
Áttu erfitt með að svara já eða nei? Nei. En hvort ætlar þú að krossa við já eða nei varðandi spurninguna um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá? Þá flækist málið. Fólk sem hefur svipaðar skoðanir greinir á um hvort það eigi að merkja við já eða nei vegna þess að spurningin er óskýr og jafnvel misvísandi. Lesa áfram Já og allt í +