Greinasafn fyrir merki: Ritzkex

Kjötbollur

Kjötbollur eiga að vera góðar! Á bolludegi gerði ég þessar kúnstugu kjötbollur, sem ættaðar eru frá fundvísum og uppátækjasömum kokki sem er Lilja Gísladóttir. Bollurnar vöktu gleði sem eru laun kokksins. Þær eru afar einfaldar í gerðinni og fljótunnar. Góð sósa er mikilvæg og tvær útgáfur nefndar hér að neðan. Ljómandi að hafa með gott salat og hrísgrjón. Matseld tekur um 45 mínútur.

Liljukjötbollur:

  • 1 kg. gott nautahakk
  • Ritzkexpakki !
  • Toro púrrulaukssúpa

Ritzkexið er sett í matvinnsluvél og malað. Allt hráefnið hrært vel saman og síðan mótaðar litlar kúlur. Þær eru síðan steiktar á pönnu þar til þær eru brúnaðar. Settar síðan í ofnfast fat og steiktar á 180°C í um það bil hálftíma.

kjötbollur_2

 

Chili-ribs sósu er líka hægt að nota og er afar einföld í gerðinni

  • 300 ml. Heinz chili sósa.
  • 400 ml. ribssulta / eða 200 ribssulta + 200 sólberjasulta.

Þessum blandað saman og sósan smökkuð til og hlutföllum hagrætt þar til jafnvægi er náð.

Salat með og hrísgrjón með. Verði ykkur að góðu.

Bæn

Þökkum Drottni því að hann er góður því miskunn hans varir að eilífu. Amen.