Greinasafn fyrir merki: peregrino

Leiðarvísir og borgarskipan Nikulásar ábóta

Nikulás Bergsson ábóti frá Munkaþverá skrifaði ferðabók og borgalýsingu pílagrímaferðar sem hann fór frá Íslandi til Rómar og síðan áfram til Jerúsalem. Ferðin var líklega farin á sjötta áratug 12. aldar, þ.e. milli 1152-1158. Ferðarskipulag Nikulásar var í samræmi við helstu pílagrímaleiðir í Evrópu á miðöldum og Nikulás skrifar lýsingar á helstu leiðum og viðkomustöðum.

Textinn er elsta varðveitta norræna ferðalýsingin og því margir sem hafa birt hana í tengslum við rit um pílagrímaleiðir og evrópska menningu miðalda. Nikulás Bergsson skrifar ekki aðeins leiðarlýsingu heldur lýsir líka helgistöðum, þ.e. kirkjum. Í Róm lýsir hann Laterankirkjunni, Péturskirkju og Santa Maria Maggiore-kirkjunni. Hann segir einnig frá hve margir pílagrímar voru á ferð og hvert gildi helstu staða var í kristninni. Í Jerúsalem lýsir hann Grafarkirkjunni, Golgatahæð og Olíufjallinu.

Í Skemmunni er texti og upplýsandi skýringar Luana Giampiccolo á riti Nikulásar. Slóðin er að baki þessari smellu.

Á https://no.wikipedia.org/wiki/Nikulás_Bergsson#Tyskland er yfirlit ferðaleiðar ábótans.