Nikulás Bergsson ábóti frá Munkaþverá skrifaði ferðabók og borgalýsingu pílagrímaferðar sem hann fór frá Íslandi til Rómar og síðan áfram til Jerúsalem. Ferðin var líklega farin á sjötta áratug 12. aldar, þ.e. milli 1152-1158. Ferðarskipulag Nikulásar var í samræmi við helstu pílagrímaleiðir í Evrópu á miðöldum og Nikulás skrifar lýsingar á helstu leiðum og viðkomustöðum.
Textinn er elsta varðveitta norræna ferðalýsingin og því margir sem hafa birt hana í tengslum við rit um pílagrímaleiðir og evrópska menningu miðalda. Nikulás Bergsson skrifar ekki aðeins leiðarlýsingu heldur lýsir líka helgistöðum, þ.e. kirkjum. Í Róm lýsir hann Laterankirkjunni, Péturskirkju og Santa Maria Maggiore-kirkjunni. Hann segir einnig frá hve margir pílagrímar voru á ferð og hvert gildi helstu staða var í kristninni. Í Jerúsalem lýsir hann Grafarkirkjunni, Golgatahæð og Olíufjallinu.
Í Skemmunni er texti og upplýsandi skýringar Luana Giampiccolo á riti Nikulásar. Slóðin er að baki þessari smellu.
Á https://no.wikipedia.org/wiki/Nikulás_Bergsson#Tyskland er yfirlit ferðaleiðar ábótans.