Greinasafn fyrir merki: mávar

Klókir fuglar

Vinur minn sagði mér frá því að hann hefði séð máv fljúga með skel í kjaftinum og sleppa svo yfir fjörugrjótinu. Skelinn féll og brotnaði. Og það var það sem fuglinn vildi. Mér þótti þetta merkileg saga um klókindi svangs fugls sem ekki réð við að opna skel sem fiskurinn lokaði. Svo vorum við synir mínir á leið við vesturenda flugbrautarinnar Skerjafjarðarmegin. Þá sáum máv koma fljúgandi frá sjó með eitthvað í kjaftinum og stefna að flugbrautinni. Ég sagði mínum mönnum að fylgjast með fuglinum. Við sáum hann hækka sig þegar komið var yfir malbikið og svo sleppti hann. Já, mikið rétt það var skel sem maskaðist á flugbrautinni. Mávurinn flaug niður, settist að snæðingi og hóf sig svo til flugs heldur mettari. Þeir eru klókari mávarnir en ég hafði ímyndað mér í einfeldninni. Hefur þú orðið vitni að klókum mávi við skeljabrot?