Ingólfur Arnarson, landnámsmaður, upplýsti Ármann úr Dalmannsdölum að upp frá Hrafnabjörgum fyrir ofan skóga væru sagðir landkostir og fé væri þar feitara en annars staðar. Ármann settist að í Þingvallasveit og var Ármannsfell kennt við hann. Hann hafði fé sitt í helli eins og aðrir Þingvallabændur. Þegar hann lést varð hann hinn hollvættur manna og líka eftir að kristnin komst á og hétu menn á hann sér til stuðnings. Ármannssaga yngri er samin upp úr þjóðsögum og Ármannsrímum Jóns lærða. Sagan var fyrst gefin út árið 1782. Þegar þjóðfrelsisbarátta Íslendinga hófst á 19. öld notuðu Balvin Einarsson og félagar Ármann í Ármannsfelli til að ávarpa þjóðina og brýna til baráttu. Hann var því enn nothæfur hollvættur og Ármannsfell Helgafell héraðs og þjóðar. Mörg okkar eigum okkar Helgafell, öll höfum við þörf fyrir ármann í lífinu og heppin erum við sem njótum bæði ármanns og helgafells.