Greinasafn fyrir merki: Kristófer Kvaran

Fætur söngvarans í helgidóminum

Flestir fara úr útiskónum þegar þeir koma heim. En fáir fara úr skónum þegar þeir koma í kirkju. Einn vina minna gerir það þó reglulega þegar hann fer í kór Hallgrímskirkju en er á sokkaleistunum. Á sönghátíðinni á fjórða sunnudegi í aðventu var einn söngvaranna sem kom bæði skólaus og sokkalaus í Hallgrímskirkju. Kristófer Kvaran, vinur minn frá Neskirkjuárunum, var vita sokka-og skólaus í kór kirkjunnar og söng í stóra kórnum og líka með Kór Neskirkju. Kristófer sleppti oft skóm og sokkum á Neskiurkjuárum mínum svo mér kom ekki á óvart að sjá tær hans og hæla að nýju. En skóleysið rifjaði upp fyrir mér enn og aftur versið í annarri Mósebók: „Komdu ekki nær, drag skó þína af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ Kristófer söng fagurlega og fætur fagnaðarboðans eru fagrir – eins og segir í Biblíunni líka (Jes. 52.7). 

Um fætur og fótþvotta er rætt í þessari prédikun.