Greinasafn fyrir merki: Hrafn Jökulsson

Hrafn in memoriam +

Hrafn kom reglulega í Hallgrímskirkju síðustu vikurnar – til að kveðja og opna inn í eilífðina. Þegar hann fór í næst-síðasta sinn sagði hann. „Þú kannt að hlusta.“ „Og þú að tala“ svaraði ég. Hrafn hló og þakkaði fyrir að hafa fengið viðmælanda í hliði himinsins til að kanna djúpin. Skáldpresturinn er þarna að baki honum og svo líka færeyski kútterinn. Hrafn kvaddi fallega og hefur nú siglt inn í hvíta skuggan.