Greinasafn fyrir merki: framtíðarfólk

Handverkið mikla

Hundruð barna komu í Hallgrímskirkju laugardaginn 20. ágúst. Þau fóru í kirkjuna, horfðu upp í hvelfingarnar og hlustuðu á organistana spila á orgelmaraþoni. Sum kveiktu á kertum og mörg lituðu Hallgrímskirkju á blöð sem mynduðu kórónur fyrir börn. Við stigann úr forkirkjunni var búið að koma fyrir mikilli þrykkstöð fyrir unga fólkið. Þar báru þau liti á lófana og þrykktu síðan á risastóran myndflöt. Þegar leið á daginn varð til mikið handverk barna framtíðarinnar. Vissulega spurðu einstaka sem voru komin til fullorðinsára: „Má ég líka?“ Verkið er litfagurt og formsterkt verk framtíðarfólksins. Mörg þeirra fóru út í menningarnóttina með kirkjukórónu sem þau höfðu smellt á höfuðið.

Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir sáu um barnadagskrána.