Greinasafn fyrir merki: Emmý Lynn

Emmý Lynn skírð

Emmý Lynn var skírð í Hallgrímskirkju 19. mars. Foreldrarnir búa í Falkirk í Skotlandi. Sandra Ögn Agnarsdóttir er mamman og pabbinn Michael Dean Cullis. Það var skemmtilegt að undirbúa skírnina með þeim og afar og ömmur, langamma og fjölskyldufólkið kom fagnandi til kirkju og til athfnar. Sólin lék sér helgidóminum. Og þegar Sandra kom með Emmu að fontinum opnaði hún augun og hvelfingin, gluggarnir og ljósleikurinn birtist í augunum – hún var með himinn í augum. Petra og Michel lásu biblíutextana. Og annað þeirra notaði Iphone sem ritningu – og textinn var frá United Bible Society!  Andreas Costa og Rakel Ósk Steindórsdóttir eru guðfeðgin. Skír er himneska og Emmý Lynn er ekki aðeins barn Íslands og Skotlands, ekki aðeins barn tímans heldur líka borgari eilífðar. Takk Sandra og Michael og Guð geymi ykkur öll.