Grænkálssnakk

Grænkál er ofurfæða, mettað vítamínum og næringarefnum. Svo er kolvetni, prótein og grænkálið er stútfullt af trefjum. Einfalt er að búa til grænkálssnakk sem flestum þykir bragðgott. Heilsan batnar og skapið líka. 

Innihald:

100 gr grænkál

1 msk olía

Krydd að smekk: t.d. með hvítlaukskryddi, chilli, salt og pipar.
Kveikja á ofninum og stilla á 140°C.

Grænkálið er skolað ef þarf. Muna að þerra. Mjúk blöðin eru rifin af stilkum og í bita. Olía og krydd sett í skál og blandað. Hella ólíunni yfir grænkálsbitana og hræra vel í svo olían fari á allt kálið.

Bökunarpappír komið fyrir á ofnskúffu og kálinu komið fyrir á pappírnum. Kálið bakað í ofninum í 20-25 mínútur. Hafið auga á kálinu og metið hvenær það er fullbakað.

Næring í 100 gr; kolvetni: 30 gr; prótein: 17,5 gr; fita: 48,7 gr; trefjar: 15,5 gr

Helgamagga er með ljómandi útgáfu og frá henni fékk ég næringarlistann.