Biðukollur – öldrunartákn eða lífstákn?

Það er heillandi að lúta niður og horfa á biðukollur í vindi. Strekkingurinn rikkir í bifhárin og fræin fjúka upp og oft langa leið. Stundum er flugsveitin stór. Það er jú guðlegt örlæti í fjölbreytileika sköpunarverksins. Fljúgandi fræ eru ekki dæmd dauðasveit heldur fremur líflegt hópflug. Mér hefur alltaf þótt túnfífill fallegt blóm og mismunandi vaxtar- og þroska-skeið hans vera hrífandi. Fólk sem bara sér hrörnun og dauða í biðukollum á eftir að uppgötva undur lífsins. Flugskeiðið síðasta er ummyndarferli til lífs en ekki endanlegs dauða. Biðukollur eru ekki öldrunartákn heldur lífstákn. Þær eru ekki komnar að dauða heldur fæðingu. 

Myndirnar tók ég á hlýjum strekkingsdegi 7. júlí 2024 við Skerjafjörð. Biðukollurnar stundu ekki heldur hlógu. Taxacum officinale.