Graslauksstjörnur eru kórónur

Grauslaukurinn í garðinum blómstrar. Ég skar þessi litmjúku og formkitlandi laukblóm til að setja í vasa á eldhúsborðið. Við Elín mín tókum svo eitt blómanna, skoðuðum og leystum varlega í sundur. Þá birtust smágerðar og fagrar blómstjörnur og kórónur. Hvað gerir maður við slík dýrmæti? Notar stjörnurnar til skreytingar matarins, gleðst og borðar þær síðan. Stjörnurnar henta vel til slíks og gefa lit og kóróna matinn. En þær krydda líka og passa vel mat sem tekur laukkryddun, t.d. ýmsum fiskréttum og forréttum. Ég mun líka nota graslauksstjörnurnar sem kórónur á blini! Mikill meistari Skaparinn.