Smálúða eða rauðspretta

Á unglingaheimili er stöðugt viðfangsefni að koma fiski í ungviðið. Og þá er listin að bragðbreyta. Ég eldaði þennan flatfiskrétt í vikunni og þá sagði annar drengurinn. „Þetta er fínn matur. Höfum svona oftar. Mér finnst lax ekkert góður!“ Þessi matur er góður og reyndar góður lax líka. 

Fyrir fjóra:

800 gr. lúðu eða rauðsprettuflök

150 gr ferskir sveppir

1 gulur laukur

1 1/2 msk smjör

1 dós niðursoðnir tómatar

grænmetiskraftur

2 dl þurrt hvítvín

1 dl vatn

1 1/4 tsk salt

2 msk mjúkt smjör

2 tsk. estragon

1 1/2 msk mjúkt smjör

1 dl rjómi

2 msk fínhökkuð steinselja

Fínskera sveppina og laukinn. Látið renna af tómötunum.

Bræða smjörið í víðum, grunnum potti eða pönnu. Brúna sveppina og laukinn hægt.

Láta tómatana og grænmetiskraftinn út í ásamt víni og vatni. Sjóða undir loki í ca. 10 mín.

Breiða úr fiskflökunum á bretti og strá salti yfir. Blanda smjöri og estragoni saman og láta eina smjörlíkpu á hvert fiskflak. Rúlla þeim síðan saman eða leggja saman. Festið þau síðan saman með tannstöngli.

Blanda smjöri og rjóma í sósuna.

Leggið fiskinn síðan í sósuna og láta malla í í ca. 5. mín. undir loki, en án þess að sjóði.

Strá steinselju yfir þegar rétturinn er borinn fram.

Berið fram með hrísgrjónum eða byggi og salati.