Breytingaskeið

Hvaða breytingar verða í kirkjunni? Ekki bylting heldur er sígandi lukka best. Allar breytingar þurfa að miða að því að kirkjan geti rækt betur hlutverk sitt sem er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og að vera ljós og salt í heiminum. Þetta á bæði við kirkjuna á landsvísu og í söfnuðunum.

Til að biskup geti verið andlegur leiðtogi þarf að létta af embættinu þunga sem hlýst af umsýslu tengdri framkvæmdastjórn kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar hefur ekki verið eins gegnsæ og skilvirk og æskilegt væri. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar allrar. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir því sem getur greitt götu fagnaðarerindisins heima í héraði og ráðast í breytingar á skipulagi þar.