Biskupskjör um miðjan mars?

Kirkjuráð ákvað á fundi sínum 18 janúar, að hraða sem mest undirbúningi kjörs biskups Íslands. Kjörstjórn hefur hafið störf. Kirkuráð beinir til kjörstjórnar að miða við að kjörið verði um miðjan mars. Ef kjörferlið verður án seinkana ætti seinni umferð kosninga að geta orðið í marslok eða aprílbyrjun og úrslit kunn fyrir páska. Um það leyti verður kjörskrá svo lögð fram vegna kosningar vígslubiskups í Hólastifti.