PORVOO PRAYER DIARY 2021

Um allan heim er beðið fyrir fólki, lífi, náttúru, kirkjum. Um allan heim er beðið fyrir kirkjunum í kirknasambandinu sem kennt er við Porvoo. Í júní minna fyrirbiðjendur Guð á íslensku kirkjuna og biskupa hennar. Hér að neðan er fyrirbænalisti Porvoo-sambandins fyrir árið 2021. Gerið svo vel að nota hann!

PORVOO PRAYER DIARY 2021

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Ecumenical Officer, Maria Bergstrand, Ms., Stockholm Diocese, Church of Sweden,

JANUARY

3/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

10/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

17/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft, Bishop Mark Davies

24/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

31/1

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

FEBRUARY

7/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

14/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer-Moeller

21/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

28/2

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin, Bishop Jonathan Goodall, Bishop Rod Thomas, Bishop Norman Banks

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay 

MARCH

7/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Vacancy – Bishop of Chelmsford, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

14/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop designate Matthew Parker, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

21/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter

28/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

APRIL

4/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne

11/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop designate Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Vacant

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

18/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen

25/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson 

MAY

2/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

9/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

16/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

23/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

30/5

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

JUNE

6/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

13/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Vacancy

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

20/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

27/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

JULY

4/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus

11/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop designate Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

18/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

25/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

AUGUST

1/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

8/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

15/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

22/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

29/8

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

SEPTEMBER

5/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

12/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

19/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

26/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Archbishop John Davies

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

OCTOBER

3/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

10/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

17/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

24/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

31/10

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Debbie Sellin

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

NOVEMBER

7/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

14/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, Bishop Simon Burton-Jones

21/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

28/11

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

DECEMBER

5/12

Church of England: Diocese of Chester, Vacancy – Bishop of Chester, Bishop Keith Sinclair, Vacancy – Bishop of Stockport

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

12/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

19/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

27/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Vacancy – Bishop of Horsham, Vacancy – Bishop of Lewes

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

 

Jólamaturinn – andabringur í upphæðum

Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Hallgrímskirkju, á ekki von á að messuhald verði með hefðbundnum hætti þessi jólin. Aftansöngur verður mögulega sendur út á netinu frá kirkjum landsins. Sigurður Árni segir að föst hefð á heimili hans á aðfangadag sé kalkúnn. „Kalkúnn hentar vel með aftansöng í kirkjunni þar sem ég get eldað hann á lágum hita í langan tíma undir beikonþaki,“ segir hann. „Þessi andabringuuppskrift sem ég gef hér er oft á jólum og er orðin jólauppskrift margra vina minna. Andabringur eru dásamlegur matur og þegar ég elda þær er vel tekið við á mínu heimili og gjarnan sagt: „Þetta er nú það besta sem ég hef smakkað.“ Ég reyni ekki lengur að spyrja hvort það sé besti matur í heimi eða besta andauppskriftin! Þegar hráefnið er gott, eldað með kærleika og alúð svíkur þessi réttur ekki,“ segir Sigurður Árni og segist ekki vita hvort það megi koma gestir í kirkjuna yfir jólin. Það eru allir að undirbúa sig fyrir önnur plön. Kirkjurnar hafa verið duglegar að streyma athöfnum á netinu. Það er mjög skrítið að geta ekki verið með hefðbundna starfsemi í kirkjunni,“ segir hann. „Ég tel engu að síður að allir séu sammála um að halda ásættanleg jól með einhverjum hætti. Mér finnst þetta yndislegur árstími. Ég á afmæli á Þorláksmessu og jólin byrja alltaf snemma á mínu heimili. Við erum gjarnan með fjölskylduveislu þann dag, hangikjöt og laufabrauð. Mér finnst skemmtilegt að elda fyrir marga og finnst dásamlegt þegar húsið fyllist af fólki. Það verður nú varla þessi jólin,“ segir Sigurður. „Hins vegar er nauðsynlegt að rækta það sem við höfum þegar að okkur er kreppt. Huga að umhyggju og góðum samskiptum.“

Andabringur fyrir fjóra

Byrjið á að marinera bringurnar. Þá er farið í sósugerðina. Meðan sósan er að sjóða niður er ljómandi að huga að maríneringu lauks og döðlubitanna í salatið. Síðan er sætkartöflumeðlætið undirbúið og kjötið steikt.

800 g andabringur

Ristið krossa skinn/fitumegin og nuddið salti, pipar og möluðum einiberjum í skurðina, ekki verra að það sé gert með einhverra klukkutíma fyrirvara.

Steikið bringurnar á þurri pönnu með fituhliðina niður og steikið þar til skorpan harðnar. Snúið svo og steikið stutt, þó þannig að fituskertu hliðinni sé lokað líka. Steikið í ofni í 12–15 mínútur þar til kjarninn er liðlega 60 °C. Takið svo úr ofni og látið taka sig í nokkrar mínútur áður en skorið er í þunnar sneiðar.

Sósan

3 dl anda- eða kalkúnasoð

2 dl rauðvín (líka hægt að nota púrt)
1 msk. balsamik-edik
safi úr 2 appelsínum
safi úr 2 límónuávöxtum
safi úr 1 sítrónu
2 dl kókosmjólk eða eftir smekk
½ msk. rifinn engifer
sulta – eftir smekk – ég nota gjarnan ribs- eða sólberjasultu til að sæta hana og jafna.

Sjóðið allt niður um þriðjung og þykkið svo eftir smekk. Í sósuna má síðan setja 1 msk. af köldu smjöri í lokin til að ná gljáa.

Sætar kartöflur

1 meðalstór sætkartafla

1 msk. olía
1,5 tsk. sumac (sítrónupipar getur komið í stað sumac)

1,5 tsk. maldonsalt

Flysjuð og síðan skorin í bita, ca 1x1x2 cm. Sletta olíu yfir og dreifa sumac og salti. Steikja í 200 °C ofni í 20 mínútur. Fylgist með steikingu og ekki ofsteikja.

Jerúsalemsalat í jólafötum

1 rauðlaukur

100 g döðlur – Medjool eru bestar en hinar duga

1,5 msk. hvítvínsedik

Skerið döðlurnar í fernt á lengdina. Sneiðið laukinn í tvennt og síðan þvert og þunnt. Setjið lauk og döðlur í skál ásamt edikinu. Blandið vel saman og látið marinerast í hálfa klukkustund. Síið þá edikið frá. 3 súrdeigsbrauðsneiðar (eða tvö pítubrauð rifin í bita)

75 g möndlur

1,5 tsk. sumac (1 tsk. sítrónupipar getur komið í stað sumac)
1/2 tsk. chiliflögur sletta af sjávarsalti
2 msk. smjör

1 msk ólífuolía

Grófsaxa möndlurnar. Skera súrdeigsbrauð í bita, ca 1 cm á kant. Hitið olíu og smjör á pönnu og veltið brauði á pönnunni í tvær mínútur. Kryddið þá með salti, sumac og chiliflögum. Setjið möndlurnar út í og steikið í tvær mínútur í viðbót. Spínat 150 g – alvöru spínat Kjarnar úr hálfu granatepli (pomegranate) 1 lúka bláber safi úr ½ sítrónu ólífuolía salt Setjið spínat á fat og þá brauðteningana og möndlurnar yfir. Síðast bláber og granateplin yfir. Bætið einni msk. ólífuolíu saman við ásamt sítrónusafanum. Bragðið til með salti – ef þarf.

Jerúsalemsalatið er úr Jerúsalembók Ottolengi og Tamimi. 

Viðtalið og uppskriftirnar birtust í jólablaði Fréttablaðsins 2020. Elín Albertsdóttir.  Föstudagur 27. nóvember 2020. Ernir, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók myndirnar. 

Kl. 10.34

Jónína Stefánsdóttir + minningarorð

Mér þótti vermandi að hitta Jónínu. Hún horfði ekki aðeins í augu mín þegar við heilsuðumst heldur brosti hún. Ekki aðeins með andlitinu heldur líka augunum. Ég hreifst af getu hennar til að fagna viðmælanda og fannst mikið til um mannvinsemd hennar. Svo hafa börnin hennar og ástvinir sagt mér sögur um hana. Ekki aðeins heimilissögur og vinnusögur heldur líka sögur um uppátæki, getu hennar og visku. Jónína var til eftirbreytni. Hún var fyrirmynd og leggur afkomendum sínum til afstöðu og gerðir til eftirbreytni.

Hvað sýnist ykkur t.d. um matarboðin hennar Jónínu? Já, hún var mjög góður kokkur og gat hæglega boðið heim og til veislu. En kannski var það ekki það sem freistaði unglinganna hennar, barnabarnanna, mest. Nei, svo hún bauð þeim út að borða. Þau máttu velja veitingastaðinn og hún borgaði. Svo naut Jónína með þeim gefandi kvöldstundar. Þau gátu rætt saman í ró og næði. Hún náði sambandi og þau kynntust skemmtilegri ömmu sem þorði. Svo fékk Jónína auðvitað í leiðinni gott yfirlit yfir matarmenningu höfuðborgarsvæðisins, hvað steikhúsið Argentína væri að gera; hvað var í gangi á Dillinu. Jónína var svo opin að hún fagnaði sjö rétta óvissumáltíð sem gleðilegu ferðalagi.

Það er eitthvað heilagt og djúpmannlegt við þessa samskiptaaðferð Jónínu. Kirkjur eru byggðar í kringum matarborð. Kristnin er matarhefð, fólk er kallað saman til að vera saman, tala, ræða um stóru málin og þau litlu. Fræðast og efla mannúð og samheldni, kærleika og lífsgæði. Það eru allt þættir í lífi Jónínu Stefánsdóttir. Hún var líka kona stundarinnar, nýunganna, hlátranna, gleðinnar og kærleikans. Hún bauð ungviðinu út að borða til að njóta, vera saman, rækta tengslin – vera. Í því er guðssambandið fólgið, opna fyrir allar víddir mennskunnar, inn á við, út á við, til náttúrunar og upp í óravíddir eilífðar, til Guðs.

Uppvöxtur og samhengi

Jónína var vorkona og fæddist í mars í Strandhöfn í Vopnafirði. Það var á afmælisári þúsund ára Alþingis, árið 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson og Sigríður Jósefsdóttir, sem bjuggu í Strandhöfn,Purkugerði og Hámundarstöðum. Jónína var næstelst í hópi fjögurra systkina. Hildur var elst og fæddist árið 1928. Hún lést árið 1991. Guðni Jóhannes var þriðji í röðinni og fæddist árið 1932. Hann er einnig látinn. Ingibjörg var yngst, fæddist árið 1939, og hún lifir systkini sín. 

Vopnafjörður var gjöfult menningarhérað á uppvaxtarárum Jónínu. Hún var sveitastúlka, gekk til allra verka, lærði að vinna og líka að trúa á mátt sinn og megin. Hún var hesteigandi. Svo var hún músíkölsk og langaði til að læra á hljóðfæri. Þegar hún var aðeins fjórtán ára unglingur bauð hún í og keypti harmóníuorgel. Það var ekki aðeins gott og hljómþýtt hljóðfæri heldur líka glæsileg stássmubla – gerð af sænska orgelsmiðnum KA Andersen (sem reyndar gerði nokkur orgel í íslenskum kirkjum, t.d. Hofstaðakirkju og Ljósavatnskirkju). 

Skólagönguna byrjaði Jónína á heimaslóð og sótt síðan nám í Alþýðuskólann á Eiðum á árunum 1947 –49. Þar naut hún skólastjórnar Þórarins Þórarinssonar og fræða úrvalshóps kennara. Jónínu gekk vel í námi og hún var afbragðs námsmaður. Hvað ætti hún að gera eftir gagnfræðapróf? Jú, Jónína var vön vinnu í sveitinni en þó hún hefði getað orðið bóndi var í henni útþrá og þjónustuþörf gagnvart fólki. Hún setti stefnuna á hjúkrun. Hún skráði sig til náms í Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist í september árið 1953. Síðan starfaði hún við fag sitt víða og á mörgum hjúkrunar- og umönnunar-stofnunum.

Jónína var hjúkrunarfræðingur við Landspítalann frá því hún úskrifaðist úr skóla og til febrúar árið 1954. Þá fór hún norður með manni sínum og vann á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá desember 1954 og til apríl árið eftir.Jónína hafði frá unglingsárum áhuga á geðheilbrigðismálum og tuttugu árum eftir hjúkrunarútskrift skráði hún sig til framhaldsnáms í geðhjúkrun og lauk í árslok 1976. Hún vann svo á sjúkrahúsum og stofnunum á höfðuborgarsvæðinu frá 1970. Fyrst á Borgarspítalanum, síðan á Kleppsspítala, þá í Hafnarbúðum, íSunnuhlíð og síðast á geðdeild Landspítalans frá 1989 og til starfsloka. Jónína hafði áhuga á fólki, velferð þess og heilbrigði. Hún ræktaði með sér mannúð og mannvinsemd og var ávallt reiðubúin að koma fólki til hjálpar. Af því að hún mat fólk jákvætt og sá í öllum fegurð hafði hún líka lag á fólki sem aðrir áttu í erfiðleikum með. Hún sá gildi í fólki, gæði í kynlegum kvistum. Hún horfði á fólk með jákvæðni og mannúð kærleikans. Jónína var því mikils metin.

Jónína og Guðsteinn

En hjúkrunarstarfið gat reynt á. Einu sinni var Jónína komin í miklar ógöngur. Sjúklingur hafði náð taki á hári hennar og tók fast í. Starfsmaður sá aðfarirnar, en hann var með sprautu í höndum og vildi ekki henda henni ekki frá sér til að koma hárreittri konunni til bjargar. Jónína sá útundan sér og í stimpingunum að hann lagði sprautuna varlega frá sér og þá var hann tilbúin að leggja henni lið. Jónínu þótti maðurinn bæði ótrúlega skipulagður, varkár og skýr í viðbrögðum og vildi því kynnast honum betur. Já, þetta var Guðsteinn, hún var þá hjúkrunarnemi og hann læknanemi. Þau urðu kunningjar, svo vinir og settu svo upp hringana og gengu í hjónaband 3. febrúar 1954.

Þau Jónína og Guðsteinn voru félagar, samstiga lífsförunautar og vinir í meira en fimmtíu ár allt þar til Guðsteinn féll frá árið 2004. Þau Jónína stóðu saman. Hún studdi mann sinn, fór með honum lífsferðirnar, umspennti hann og börnin, studdi hann í starfi, hvort sem var fyrir norðan eða í Súgandafirði, sem og fyrir sunnan. Fjölskyldan var saman í Uddevalla þegar Guðsteinn hóf sérnám, sem varð reyndar styttra en áætlað hafði verið vegna veikinda móður hans. Svo fóru þau aftur til Suðureyrar þegar þau komu frá Svíþjóð en fóru svo suður eftir að Jónína varð fyrir alvarlegum bakveikindum. Svo bjuggu þau hér á höfuðborgarsvæðinu, lengstum á Álfhólsvegi og þar var félagslífið ríkulegt og heimilið opið stórfjölskylduheimili. Jónína var auk allra annarra starfa stórhúsmóðir á heimili sínu.

Þau Jónína og Guðsteinn eignuðust fimm börn. Þau eru eru Stefán (f. 1954); Rósa (f. 1956); Sigríður (f. 1962); Hallgrímur (f. 1965) og Karl Jóhann (f. 1966). Þau tóku tengdabörnum opnum örmum og fögnuðu og nutu barnabarnanna, en eitt þeirra er látið. Þessu fólki, tengdabörnum, venslafólki og ástvinum var Jónína glaður og hollur vinur, fræðari og stuðningur. Hún sinnti barnabörnum sínum, fór á milli heimila til að taka á móti þeim er þau komu úr skóla, baka handa þeim lummur eða pönnukökur og vildi tryggja lærdóm þeirra. Þökk sé henni fyrir hve ástsamlega hún þjónaði sínu fólki.  

Minningarnar

Hvernig manstu Jónínu? Hún var góður námsmaður. Drátthög og góður teiknari og gat jafnvel teiknað dýr. Heststeikningin hennar lifir í fjölskylduminninu sem dæmi um getu hennar. Jónina var sjálfstæð alla tíð og tók eigin ákvarðanir í lífinu. Hún vildi ekki vera öðrum háð. Hún ræktaði frelsi og eigin styrk. Jónína er því fyrirmynd afkomendum sínum og vinum. Jónína var huguð og þorði að fara eigin leiðir. Hún hikaði t.d. ekki að fara nýgift og ólétt um hávetur austur til foreldra sinna þegar henni fannst hún verða að vitja þeirra. Og ferðin var mikilvæg og augljóst að hún var ekki aðeins jarðbundin heldur var líka gefin fjölskynjun og stefnufesta. Faðir hennar lést þegar hún kom og ferðin var henni því afar mikilvæg.

Jónína var fróðleiksfús og leitaðist ávallt við að efla kunnáttu sína og menntun. Og hún fór jafnvel utan til að ná betra valdi á ensku. Hún var í Edinborg í þeim erindagerðum árið 1985.

Jónína vildi alltaf láta gott af sér leiða, fólki nær og fjær. Mannúð einkenni hana og hún var gjafmild. Jónína var pólitísk og studdi þau stjórnmál sem hún taldi þjóna jöfnuði, mannréttindum og góðri sambúð við land og annað fólk.

Manstu orðaforðann hennar Jónínu? Hún mat bókmenntir mikils og þau Guðsteinn voru samstiga í áhuga á bókmenntum og ríkidæmi máls. Hún var ræktandi og blómin hennar brostu við heimilisfólki og gestum. Svo stunduðu þau Jónína og Guðsteinn skógrækt. Þau voru hugsjónafólk og sáu sig í þjónustu við samfélag og náttúru.

Manstu skaphöfn Jónínu, styrk og hversu skýrmælt hún var? Manstu hve röggsöm hún var. Jónina var dugmikil, forkur, rösk og ósérhlífin í vinnu. Hún var vel verki farin. Hún var kjörkuð og stefnuföst og vílaði ekki fyrir sér það sem var erfitt. Hún var þakklát fyrir það sem hún hafði og naut og kvartaði ekki. Í henni bjó ríkuleg og jafnvel óbugandi seigla.

Skilin og eilífiðin

Nú eru orðin skil. Jónína er farin. Hún bakar ekki lengur lummur handa þér eða býður fóki í svið. Hún teiknar ekki framar eða vefur eftir ljósmyndum. Hún saumar ekki framar eða prjónar. Listakokkurinn eldar ekki framar fyrir þig eða gerir undraveislu úr afgöngum. Hún fer ekki í hjólastóla-gondólaferð í Feneyjum eða framar á tónleika. Hún er farin inn í Strandhöfn eilífðar, til Guðsteins og allra sem hún var búin að sjá á eftir inn þá tryggu höfn. Við hugsum til hennar, þökkum fyrir hana, rifjum upp, drögum heim lærdóm og visku hennar. Og lærum af henni að rækta tengslin og þora að fara gondólaferðir þrátt fyrir hjólastóla eða í mathús heimsins til að geta horft í augun á afkomendum og ástvinum.

Guð geymi Jónínu og Guð styrki ykkur ástvini .

Amen.

Við þessi skil hef ég verið beðinn um að bera ykkur kveðjur frá Hlyni Ás Hallgrímssyni í Danmörk og ennfremur kveðjur frá Ingu og Ebergs börnunum á Álfhólsvegi 97.

Minningarorð við útför Jónínu. Kistulagning og útför 4. desember, 2020. Bálför. Jarðsett í Gufuneskirkjugarði.

Guðsteinn Þengilsson + minningarorð

Hvað er lífið? Guðsteinn var í miðju hins opinbera lífs en þó var hann líka utan við. Hann var einbeittur, skýr og klár, en þó ekki algerlega séður. Hann var hreinskiptin en svo djúpur að ekki var séð til botns. Hann vildi norræn fræði en verteraði yfir í heilbrigðisvísindin, þráði greinilega fræðimennsku og grúsk, en helgaði líf sitt beinni hagnýtingu fræðanna. Útför Guðsteins Þengilssonar var gerð frá Neskirkju 9. desember 2004. Minningarorðin voru birt á síðu sem nú er niðurlögð og ég birti ræðuna að nýju hér að neðan. 

Sótti í bækur

Lítill Guðsteinn hjá ömmu á Þórðarstöðum, með bók í höndum. Hún hjálpaði hnokkanum upp í rúm, fingur fór eftir línunni, svo var lesið. Skrjáfandi blað, stafir, greinarmerki, eyður, línuskil, orð, orðasambönd, mislangar setningar. Hvað merkti þessi stafahrúga, hvernig var hægt að skilja þessa orðabendu? Orðin, fléttan og sagan öll komu til hans og fönguðu hug hans.

Svo mátti hann lesa upphátt fyrir fólkið sitt. Nýju bækur lestrarfélagsins rötuðu heim og svo fékk hann líka að lesa húslestrarbókina. Það skipti máli að lesa vel ekki síst þau orð. Alla tíð síðan las hann grannt. Hann hreifst af bókum, safnaði þeim, stráði um sig spekinni og deildi með sínu fólki ævintýrum þeirra. Eru ekki blaðsíður í góðri bók gæði fyrir lífið?

Þegar þau Guðsteinn og Jónína hófu búskap áttu þau lestrarstundir. Hún með eitthvað á prjónum eða barnaplögg í höndum og með eyrun opin. Hann með sögur herlæknisins, Gerplu, Þórberg eða ljóð Jóns Helgasonar og las fyrir konuna sína, það sem hreif hann. Hann kímdi og leiftraði.

Orð, bók og líf

Í síðustu bók Biblíunnar segir:

“Í hægri hendi hans, er í hásætinu sat, sá ég bók, skrifaða innan og utan, innsiglaða sjö innsiglum. Og ég sá sterkan engil, sem kallaði hárri röddu: ,,Hver er maklegur að ljúka upp bókinni og leysa innsigli hennar?” (Op. Jóh. 5.1-2)

Rit kristinna manna er bókasafn. Biblia er grískt orð í ft og þýðir einfaldlega bækur. Í því bókasafni er síðan rætt um alls konar bækur og mikilvægi þess að rita niður það sem máli skiptir. Þar er talað um lífsins bók og bók sannleika. Esekíel spámaður borðaði meira að segja bók, Jesús Kristur las upp úr bók til að tjá fólki hver hann væri og til hvers hann lifði. Jóhannes guðspjallamaður byrjaði með orð til að tjá veruleika lífsins, forsendur þess og tilgang. Orð voru við upphaf veraldar, engin ónytjuorð, heldur orð sköpunar og verðandi. Hebrear álitu Guð vera skáld lífsins, höfund allrar hugsunar og þar með veraldar. Og við enda Ritningarinnar er þessi bóknálgun enn til íhugunar. Í forsæti himins er innsigluð bók, en þá bók á að opna. Kallið hljómar hárri röddu: “Hver er maklegur að ljúka upp bókinni?” Hverju þjónar slík upplúkning? Eru orð, blaðsíða og bók til einhvers?

Uppruni og ættmenni

Guðsteinn Þengilsson fæddist á Akureyri 26. maí 1924. Foreldar hans voru Þengill Þórðarson, frá Höfða í Höfðahverfi, og Rósa Stefánsdóttir, frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Foreldrarnir bjuggu ekki saman og Guðsteinn taldi líklegast, að foreldrum hans hafi verið meinað að eigast.[1] Guðsteinn var fyrst á Akureyri en síðan næstu sjö árin á Þórðarstöðum hjá móður sinni og í skjóli afa og ömmu.

Þegar Rósa giftist Hallgrími Sigfússyni, barnakennara og pósti, árið 1932, fór Guðsteinn með þeim yfir Fnjóskána og í Grjótárgerði í Fnjóskadal. Síðan voru þau eitt ár á prestsetrinu á Hálsi, en settust síðan að á kirkjustaðnum Illugastöðum í sömu sveit árið 1937. Hálfsystur Guðsteins, samfeðra, eru Guðrún og Ásta.

Skólaganga

Guðsteinn naut skólagöngu á heimaslóð fram á unglingsár og undir styrkri og umhyggjusamri stjórn móður og kennarans, stjúpa hans. Guðsteinn gerði grín að eigin búmannsraunum og sagði að ekki hefði hann verið mörg ár við bústörfin á Illugastöðum, þegar farið var að hugsa um hvað væri hægt að gera við hann því hann hafi verið rati í búskapnum!

Presturinn á Hálsi, frænka og venslafólk ýttu á og Guðsteinn var sendur í tveggja ára fóstur til Akureyrar til móðursystur og manns hennar. Þar sem hann hafði aðeins lokið barnaprófi hjá stjúpanum settist hann fyrst í 2. bekk gagnfræðaskóla og tók svo gagnfræðapróf vorið 1944. Sama vorið freistaði Guðsteinn þess að taka inntökupróf í Menntaskólann á Akureyri. Vorið var því strembið, mikill lestur, puð en góð útkoma. Í þrjá vetur naut Guðsteinn menntaskólalífsins. Hann var orðinn tvítugur, þegar hann hóf það nám. Hafði næði til að hugsa pólitík, menningarmál, að lesa og lifa. Þetta var Guðsteini góður tími, í góðum skóla, kennarar miklir fræðarar og fyrirmyndir. Stúdent varð hann frá MA árið 1947.

Guðsteinn skrifaði sjálfur: “Nú var ég orðinn stúdent, en hvaða háskólagrein átti ég að nema? …Stúdentspróf veitir í sjálfu sér engin réttindi til eins eða neins. Loks komst ég að þeirri niðurstöðu, þrátt fyrir að ég hafði numið í stærðfræðideild menntaskóla, að innritast í norrænudeild.” En þegar hann skrifaði þessi orð fyrir skömmu hefur hann orðað bakþanka öldungsins og bætir við: “Helst hefði ég viljað stunda framhaldsnám í stærðfræði, stjörnufræði og stjarneðlisfræði, en það hefði ég þurft að gera við erlendan háskóla. Þangað átti ég engan kost að fara, a.m.k. sá ég enga leið til þess.”

Norræn fræði stundaði Guðsteinn í tvö ár. Þegar hann hafði lokið upp hinum innsigluðu ritum þeirra fræða leitaði hugurinn annað. Sjálfsagt hefur raunvísindaþráin líka seitt og afkomuvitundin. Guðsteinn söðlaði um og hóf nám í læknadeild skólans haustið 1949 og lauk læknaprófi vorið 1956. Það sumar fór hann norður og vann kandídatstímann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á árunum 1957-63 var hann héraðslæknir á Suðureyri við Súgandafjörð. Þá lá leiðin til Svíþjóðar og Guðsteinn starfaði á sjúkrahúsi í Uddevalla í tvö ár og svo kallaði Hannibal Valdimarsson fjölskylduna heim á Suðureyri á ný. Þar var hópurinn til 1968 er þau fluttu suður í Kópavog.

Guðsteinn var síðan heimilislæknir í Reykjavík og síðar á Heilsugæslustöð Kópavogs. Hann var um árabil einnig fangelsislæknir. Árið 1982 var Guðsteinn ráðinn yfirlæknir við dvalarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi og gegndi hann því starfi til ársins 1996.

Á árinu 1997 hóf Guðsteinn síðan störf sem sjálfboðaliði í Þjóðabókhlöðunni við flokkun gagna og innslátt bréfasafna. Yfirgripsmikil þekking hans á fræðum, fólki og samfélagi nýttist vel í þessi sjö ár sem hann þjónaði handritadeild Landsbókasafnsins. Mér hefur verið falið að bera fram þakkir deildarinnar fyrir allt hans góða starf. Guðsteinn var á leið í vinnuna þegar hann var bráðkvaddur hinn 1. desember síðastliðinn, á leið til vinnu í bókhlöðu þjóðar sinnar, á fullveldisdegi.

Jónína og börnin

Guðsteinn og Jónína Stefánsdóttir kynntust á Kleppi sældarsumarið 1952. Hún var komin í nokkrar ógöngur því sjúklingur hafði náð taki á hári hennar og tók fast í. Guðsteinn kom gangandi með sprautu, varð vitni að stimpingunum en stökk þó ekki til fyrr en sprautan var örugglega komin í var. Þá var hann tilbúin að leggja henni lið. Jónínu þótti maðurinn bæði ótrúlega skipulagður, varkár og skýr í viðbrögðum og vildi því kynnast manninum betur. Hún var þá hjúkrunarnemi og hann læknanemi. Þau urðu kunningjar, svo vinir og settu svo upp hringana 13. desember og gengu í hjónaband 3. febrúar 1954. Þau eru því búin að eigast í meira en fimmtíu ár.

Guðsteinn var hamingjumaður í einkalífi, átti í Jónínu vin, andlegan og faglegan sálufélaga og samstiga lífsförunaut. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru eru Stefán (f. 1954); Rósa (f. 1956); Sigríður (f. 1962); Hallgrímur (f. 1965) og Karl Jóhann (f. 1966). Þau tóku tengdabörnum opnum örmum og fögnuðu og nutu barnabarnanna, en eitt þeirra er látið. Þessu fólki, tengdabörnum, venslafólki og ástvinum var Guðsteinn glaður og hollur vinur, fræðari og stuðningur.

Ræktunarreitir

Málsgreinar í lífsbók Guðsteins eru margar og fjölbreytilegar. Guðsteinn lærði ekki aðeins orð í Fnjóskadal heldur einnig að vinna. Hann lærði hin almennu sveitastörf en náði jafnvel að sinna því einstaka starfi að vera geitasmali. Og Guðsteinn varð skógarmaður, lærði að grisja og vakta Þórðarstaðaskóg. Hvað ungur nemur gamall temur. Félagi í Skógræktarfélagi Kópavogs varð hann á seinni árum og fylgdist með skógræktarmálum. Hann varð síðan ræktunarmaður á mörgum sviðum.

Hann beitti sér fyrir ræktun lýðs. Á fullorðinsárum varð hann brennheitur áhugamaður um bindindismál. Hann hafði séð og reynt böl ofneyslu áfengis og vildi leggja lífinu lið, ritaði margar greinar um bindindismál í blöð og tímarit og sat í Áfengisvarnaráði. Þá var hann félagi í Lionshreyfingunni um árabil.

Hann vildi fræða um læknisfræði og ritaði hina merku bók Læknisfræði í ritröð Menningarsjóðs um vísindi. Þá þýddi hann fræðslurit um unglingaástir, ritaði fræðslubókina “Læknirinn svarar” sem ætluð var almenningi, sem leitaði svara um sjúkdóma og lækningar. Þá ritaði hann fjölda greina um ýmis framfaramál og þjóðmál.

Guðsteinn var hallur undir sameignarhyggju, tók þátt í pólitík öll sín fullorðinsár. Í þeim efnum var hann óhvikull og rásfastur vinstri maður. Hann var félagi í Samtökum herstöðvaandstæðinga og hvatti aðra til þátttöku í þeim félagsskap. Hann gekk Keflavíkurgöngur og 1. maígöngur. Þau Jónína opnuðu heimili sitt fyrir boðbera vinstri stefnunnar vestur á Suðureyri, hýstu þá og fæddu.

Guðsteinn var í andstöðu við hvers kyns auðvald, hvort sem það var að hernaðarbrölti í Asíu eða bauð læknaferðir í skjóli lyfjafyrirtækja. Hann afþakkaði slíkt og veitti andóf og oftast ljúfmannlega. Þau hjónin luku sínum pólitísku afskiptum með því að skipa heiðurssæti á lista Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi.

Mannúð

Í Guðsteini átti mannúðin dyggan fulltrúa. Hann bar sjálfum sér fagurt vitni og varð mér eftirminnilegur fulltrúi sinnar stéttar í því hversu vel hann sinnti föngum þegar hann varð fangelsislæknir. Í tvö sumur, á átakatímum Geirfinnsmála, fylgdist ég með með hversu gott lag Guðsteinn hafði á föngunum í Síðumúlafangelsi. Hann virti manngildi þeirra, og vann meðvitað að því að koma þeim til hjálpar og manns. Það var ekki auðvelt, en fangarnir mátu hann mikils og töluðu vart betur um nokkurn mann en fangelsislækninn.

Einu sinni sagði Guðsteinn við mig eftir viðtal að það væri alveg ótrúlegt hvað hægt væri að læra mikið af föngunum. Þeir hefðu svo mikla þekkingu á hvernig ólík lyf virkuðu saman, að þeir veittu honum meiri þekkingu en hinar lærðustu fræðigreinar. Guðsteinn bar í sér slíka jákvæða fróðleiksfýsn, sem jafnan kom út í plús og varð öðrum til manndómshvatningar.

Safnari gæðanna

Guðsteinn safnaði mörgu, ekki aðeins bókum. Hann skrifaði niður vísur, sem kannski hafa orðið honum farvegur tilfinninga og jafnframt skemmtunar. Hann kunni ókjör slíkra og um flest undir himninum. Hann gat því orðið vísnavinum til gleði í ólíkum aðstæðum með smellnu vísukorni. Hann skemmti börnum og frændum með þrautum. Hann hafði auðvitað góða þekkingu á ýmsum þáttum þjóðmenningar og skemmti sér yfir óheppilegum málsháttavillum. Hann kvakaði yfir ef einhverjum varð á að segja þjóf koma úr heiðskíru lofti.

Lífsbókin

“Í hægri hendi hans …sá ég bók, skrifaða innan og utan, innsiglaða… ,,Hver er maklegur að ljúka upp bókinni og leysa innsigli hennar?”

Hvað er lífið? Hvað er innsiglað og hvað er opinbert? Guðsteinn var í miðju hins opinbera lífs en þó var hann líka utan við. Hann var einbeittur, skýr og klár, en þó ekki algerlega séður. Hann var hreinskiptin en svo djúpur að ekki var séð til botns. Hann var stilltur sjentilmaður, þægilegur og skemmtilegur, en þó var eitthvað meira. Hann var félagslyndur en naut sín fremur í smáum hóp en stórum. Hann vildi norræn fræði en verteraði yfir í heilbrigðisvísindin, þráði greinilega fræðimennsku og grúsk, en helgaði líf sitt beinni hagnýtingu fræðanna.

Hver dýptin?

Hver var þessi maður? Engin ævi er opinber, enginn verður séður algerlega. Guðsteinn var fjölhæfur hæfileikamaður, sem ræktaði vel sinn reit, sitt fólk, sjálfan sig, embætti og frændgarð. En hann verður ekki séður, við getum aðeins leitt líkum að ýmsu í lífi hans og íhugað. Hversu miklu skipti, að þrátt fyrir gott atlæti fór hann á mis við föður á mikilvægum mótunarárum? Af hverju þessi fjölþætti og margþætti fræðaáhugi? Af hverju sótti Guðsteinn bókasöfnun svo fast?

Auðvitað varð hann alfræðingur, eins og fjölmenntaður endurreisnarmaður. En hann skildi líka manna best takmörk þekkingar. Hann las sína Biblíu ungur, las um trúarbrögð alla ævi, vissi vel um bóktengingu Gyðingdóms, kristni og Islam og hvað þröng bókfesta getur orðið skelfilegt tæki í höndum einsýnna kreddumanna, sem telja sig eina geta upp lokið lífsbókinni. Með slíkum átti hann enga samleið.

Hverju skiluðu allar bækurnar Guðsteini? Visku, vökulum huga, útsýn. Hann var vökumaður þjóðar og einstaklinga, knúinn mannúð. Nú hefur hann lokið að fletta blöðum í sínum bókum. Nú hefur lífsbók hans verið flett í hinsta sinn og lokað. En Guðsteinn gerði sér grein fyrir að ekki var allt séð eða skilið. Fræðileg eðlisfræði og þróun í stjarnfræði kitlaði hann löngum. Hvað þýddi það, ef rauntilveran átti sér aðrar víddir, hliðstæður? Hann gerði sér alveg grein fyrir hvað þessi vísindi opnuðu margar fræðaæðar um eðli heims og manns og jafnframt flengdu upp kosmólógískum og þar með trúarheimspekilegum spurningum.

Lífsbókin. Hver er maklegur að opna? Lokið lífi. Var lífið hans Guðsteins við lok, eða er það kannski eins og hvert annað undursamlegt upphaf, eins og byrjun á spennubók sem tekur öllum fram, sem hann las á sínum tíma? Getur verið að nú megi hann fá að njóta dýpri skilnings, meiri útsýnar því sá sem var hið mikla orð, samhengi bókanna til forna, hafi verið verðugur að opna hið stórkostlega bókasafn himinsins, þar sem allar víddir eru tengdar, allar bækur samþættast, þar sem öll flokkun gengur upp í himnesku Deweykerfi, þar sem fangar og frjálsir lifa saman í sameign og bræðralagi, þar sem enginn hefur af neinum neitt og allir gefa öðrum til gleði? Í því er undur trúarinnar, að efasemdamaðurinn má vona hið góða.

Lífsbók Guðsteins er nú blað í lífsbók veraldar. Verður bókin ávallt lokuð? Aðventa er tilkoma. Svarið við hinni miklu engilsspurningu um hver megnar að opna er svarað með boðskap jóla um að Guð kemur sjálfur, rýfur innsigli allra heftinga og kúgunar, er sjálfur orðið sem hrífur, sjálfur sá lyfsteinn Guðs, sem læknar allt og allt færir til betri vegar.

Góður Guð blessi minningu öflugs liðsmanns lífsins, gefi konu, börnum, venslafólki og afkomendum líkn í sorg, og okkur öllum mátt til að lifa vel og með manndómi og elsku.

Amen.

[1] Heimild Heima er best 7/8 54. árg. júlí/ágúst 2004, bls. 296. Aðrar tilvitnanir í þessum minningarorðum eru einnig úr þeirri grein Guðsteins.

Útför í Neskirkju, 9. desember 2004. Jarðsett í Gufuneskirkjugarði.

Til hvers aðventa?

Aðventan er komin. Þessi tími sem er “bæði og” en líka “hvorki né.” Aðventan er samsettur tími, sem krefst ákvörðunar um hvað skal vera í forgangi. Álagið getur verið mikið og margt sem þarf að framkvæma fyrir jólin. Kröfur, sem fólk gerir til sjálfs sín og sinna á þessum tíma, geta verið miklar og úr hófi. Áður en þú druknar í verkum er ráð að þú staldrir við og spyrjir: “Til hvers? Má ekki sumt af þessu bíða? Er ekki allt í lagi að fresta því, sem er ekki alveg aðkallandi?” Á aðventu er ráð að muna eftir tvennunni: Að vera eða gera. Hvort er mikilvægara að lifa eða strita, klára verk eða njóta lífs, upplifa eða puða? 

Veistu hvað aðventa þýðir? Orðið er komið af latneska orðinu adventus. Það merkir koma, að eitthvað kemur. Við, menn megum leyfa okkur að hlakka til og vona. Það er einn af undraþáttum lífsins að við megum í læstum aðstæðum vinna að því mál leysist, vænta að lausnin komi. Í aðkrepptum aðstæðum megum við vona að úr rætist, að inn í myrkar aðstæður nái ljós að skína.

Aðventan þarf ekki að vera puðtími heldur getur verið tími hins innri manns. Aðventan má vera tími eftirvæntingar þess að lífið verði undursamlegt. Boðskapur jólanna er um þá dásemd að allt verður gott. Á aðventunni megum við undirbúa innri mann, skúra út hið óþarfa og vænta komu hins fagnaðarríka. Aðventan er tími til að núllstilla lífið til að við getum tekið við undri lífsins.