Greinasafn fyrir merki: Yates

ég hef lagt minn draum þér lágt við fót

Sálin er helgidómur sem auðvelt er að skemma. Um hin persónulegu himinhlið ættu menn að fara með virðingu og stillingu. Yates minnir á að dýrmæti birtast í berskjöldun.

Þessi jólin gaf sonur minn mér ljóðasafn W. B. Yates og vinir okkar gáfu okkur þýðingar Sölva Björns Sigurðssonar. Yates kom því úr tveimur áttum. Ég naut lýrískrar dulúðar hans og þetta ljóð fléttaðist að íhugun hátíðarinnar.

Ef ætti ég himinsins höfuðflík

heimta med gulli og við silfurljós,

þá bláu og mynstruðu og myrku flík

af mistri og nótt og við hálfljós,

þá myndi ég þræð’ana þér við fót;

en ég, sem á ekkert, nema aðeins minn draum;

ég hef lagt minn draum þér lágt við fót;

farðu hægt, því þú heldur minn draum.

(Aedh óskar sér himnaflíkur, þýð. SBS.)

Á gelísku merkir Aedh logi og Yates notaði það sem nafn á skáldið í persónu sinni. Svo má magna myndlíkinguna til að nema ástríðu himins og heims.