Hvernig má nýta jólaafgangana af kalkún. Þessi útfærsla á klassísku Punjabi-tikka masala hentar ágætlega og kryddin önnur en hefðbundin jóla- eða þakkargerðarkrydd. Kalkúnninn er skorinn í bita og síðan marineraður í jógúrt, túrmerik, garam masala og hvítlauk. Tómatar og rjómi gefa sósunni yl og fyllingu. Berið fram með góðum hrísgjrónum.
Fyrir 6
Hráefni í maríneringu
2 tsk garam masala
2 tsk malað kóríander
2 tsk malað kúmen
1 msk papríkuduft
4 tsk malað túrmerik
1 tsk gróft salt
6 hvítlauksrif, fínt rifin eða mulin
4 tsk ferskt engifer, fínt rifið
250 ml grísk eða feit jógúrt
4 bollar eldað kalkúnakjöt (ca. 450 g), skorið í 3–4 cm bita
Í masala-sósu
4 msk smjör eða hlutlaus matarolía
1 stór laukur, þunnt sneiddur
6 kardimommuhylki, mulin
1 lárviðarlauf
1 tsk paprikuduft
½ tsk chiliflögur (valfrjálst)
1 tsk garam masala
1½ tsk gróft salt, og meira eftir smekk
2 msk ferskt engifer, fínt rifið
4 hvítlauksrif, fínt rifin eða mulin
2 msk tómatpúrra
1 dós saxaðir tómatar
500 ml matreiðslurjómi
¾ bolli ferskt kóríander, gróft saxað + nokkrir stilkar til skrauts
Safi úr 1 lítilli sítrónu
Meðlæti
Hrísgrjón, brauð og litríkt salat
Marinering
Blandið saman garam masala, kóríander, kúmeni, papríkudufti, túrmerik, salti, hvítlauk, engifer og jógúrti í skál. Blandið kalkúninum vel saman við. Hyljið og kælið í minnst 4 klst.
Masala – grunnur:
Hitið stóran pott eða steypujárnspott á meðal-háum hita. Setjið 3 msk smjör eða olíu út í. Bætið lauk, kardimommu, lárviðarlaufi, papríkudufti, chiliflögum (ef notaðar), garam masala og örlitlu salti saman við. Lækkið hitann og steikið, hrærið reglulega, þar til laukurinn er mjúkur og gullbrúnn, 10–15 mínútur.
Krydd og tómatar
Bætið 1 msk smjöri eða olíu út í. Þegar fitan er heit, bætið engifer, hvítlauk saman við og steikið í um 10 sekúndur. Hrærið þessu saman við laukinn. Bætið tómatpúrru út í. Setjið tómatana og safann saman við og kremjið þá með höndunum. Látið suðuna koma upp, lækkið síðan hitann og látið malla þar til vökvinn hefur nær gufað upp, 8–10 mínútur.
Sósan og kalkúnn
Bætið rjóma og söxuðum kóríander út í. Kryddið með 1½ tsk salti og smakkið til. Látið malla á lágum hita, hrærið öðru hvoru, þar til sósan þykknar, um 40 mínútur. Fjarlægið lárviðarlaufið. Setjið kalkúninn út í og látið malla í 5–10 mínútur, þar til kjötið er vel heitt en ekki ofeldað. Hrærið sítrónusafa saman við rétt fyrir framreiðslu. Smakkið til með salti.
Skreytið með kóríander. Berið heitt fram með hrísgrjónum.
Þökkum Drottni því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.