Greinasafn fyrir merki: sojasósa

Hoisin og hvítlauks-núðlur

Ég er búinn að elda kjötmáltíðir undanfarið því yngri karlarnir á heimilinu hafa unnið erfiðisvinnu og eru svangir og þreyttir þegar þeir koma heim. Svo kom ég auga á þessa bragðkitlandi uppskrift sem mér sýndist að gæti verið mótvægi við kjötflóðið. Og maður lifandi – hún heillaði mitt fólk. 

Fyrir 4

Innihald:

Salt og pipar

400 g þurrar hveiti- eða eggjanúðlur

60 ml hoisinsósa

2 msk sojasósa

1 msk sesamolía

2 tsk hlynsíróp eða hunang

jurtaolía til steikingar

6 hvítlauksrif, fínsöxuð

6 vorlaukar – saxið en greinið að hvítu og grænu hlutana

4 msk ristuð hvít sesamfræ

Aðferð:

  1. Sjóðið núðlurnar

Stór pottur með söltu vatni fyrir suðuna. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum þar til þær eru “al dente”. Hellið vatninu af og skolið undir köldu vatni þar til þær eru orðnar kaldar.

  1. Útbúið sósuna

Setjið í skál hoisinsósu, sojasósu, sesamolíu og hlynsíróp eða hunang. Hrærið saman og leggið svo til hliðar.

  1. Steikið hvítlauk og vorlauk

Hitið stóra pönnu (30 cm) á meðalháum hita í 2 mínútur. Bætið við 1–2 msk af jurtaolíu og setjið hvítlaukinn og hvíta hlutann af vorlauknum út í. Hrærið í u.þ.b. 30 sekúndur, þar til ilmar (en passið að hvítlaukurinn brenni ekki!).

  1. Bætið við núðlum og sósu

Hellið sósunni út á pönnuna og bætið svo núðlunum við. Hrærið vel svo þær þekjist jafnt með sósunni.

  1. Látið núðlurnar taka sig

Steikið núðlurnar í 2–3 mínútur, svo þær nái að stökkna aðeins – og verða létt karmellíseraðar. Smakkið og bætið við salti ef þarf – og svörtum pipar eftir smekk.

Skiptið í skálar og skreytið með ristuðum sesamfræjum og græna hluta vorlauksins. Fyrir þau sem vilja meira bragð má nota chiliolíu.

Meðlæti – frjálst val!

  1. Gufusoðið grænmeti með sesam

Brokkolí, blómkál eða pak choy gufusoðið og bragðaukið með sesamolíu, sojasósu og sesamfræjum.

  1. Ristaðir tofuteningar eða steikt egg

Skorin tofu (pressuð og marinéruð) eða egg með stökkum botni veita prótein og byggja réttinn upp sem aðalrétt.

  1. Agúrkusalat með hrísgrjónaediki

Ferskt, stökkt salat með þunnum agúrkuskífum, hrísgrjónaediki, sesamolíu og chili-flögum – dregur úr feiti og lyftir máltíðinni.

Bæn

Þökkum Drottni, því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu. Amen.

Ég fann þessa uppskrift Hetty Lui McKinnon á NYT. https://www.nytimes.com/2025/04/28/dining/fast-noodles-dinner-recipe.html