Við ræktum lífrænt og notum ekki skordýraeitur. Grænmetið er heilbrigt, sprelllifandi og skordýrin hafa áhuga! Við skolum salatið annað hvort með því að láta salatblöðin liggja í köldu vatni eða eplaediksblöndu. Þurrkum með því að hrista blöðin eða þurrka þau með hreinu viskustykki eða klút. Síðast notum við þeytivindu, salatþurrkuna, sem vindur salatblöðin hratt og ef einhver skordýrin eru eftir vatnsbaðið þeytast þau úr. Salatþurrka er þarfaþing – líka á rigningartíð þegar salatið er blautt.
- Skola í köldu vatni
Salatblöðin eru tekin af stilknum. Blöðin látin liggja í köldu vatninu í 5–10 mínútur og skordýrin fljóta upp. Endurtaktu ef þarf. Þetta dugar oftast!
- Eplaedik
Eplaedik (eða vínedik), 1 msk edik í 1 lítra af vatni. Liggja í vatninu í 10–15 mínútur. Skola svo vel með köldu vatni.
- Þurrka með salateytingu
Eftir skolun er gott að nota salatþurrku sem þeytir (annars með viskustykki). Blaðlýs sem ekki voru fjarlægðar skolast út við snúninginn.