Greinasafn fyrir merki: salatsósa

Vinaigrette-sósan frá Via Carota

Þessi dásamlega vinaigrette-sósa er frá veitingastaðnum Via Carota í West Village í NY. Volga vatnið í uppskriftinni kann að koma á óvart, en því er bætt við til að mýkja edikið. Salatsósa á að vera svo góð að fólk geti borðað hana eða jafnvel svolgrað hana! Hægt er að nota þessa sósu á salat, aspargus og jafnvel líka með nautasteik, fisk eða steiktan kjúkling. 

Innihald – nóg fyrir ca. 360 ml.

  • 1 stór skalottulaukur, mjög smátt saxaður
  • 2 msk gott sherry-edik
  • 1 msk volgt vatn
  • 1 bolli góð extra virgin ólífuolía
  • 1½ tsk hunang
  • 1½ tsk Dijon sinnep
  • 1½ tsk gróft sinnep (heilkorns)
  • 2 greinar tímían ca. ½ tsk eða þurrkað 1 tsk.
  • 1 hvítlauksrif, fínt rifið
  • 1 tsk gróft sjávarsalt – eða meira eftir smekk
  • ½ tsk nýmalaður svartur pipar

Aðferð:

  1. Skalottulauku og edik í skál og látin standa í um 5 mínútur – sem mýkir laukinn.
  2. Bætt við volgu vatni, ólífuolíu, hunangi, sinnepinu, tímían, hvítlauk, salti og pipar.
  3. Hráefnið þeytt þar til sósan verður mjúk, gullin og vel blönduð. Smakkað til og bætt meira ediki við sem og salti skv. smekk.

Svo er allt í lagi að nota fallegar skálar fyrir salatið – t.d. Ittala-djásnin.