Salatræktun okkar er lífræn og því sækja skordýr í plöntunar. Til að varna árásum er hægt að nota lífrænar varnir. Hér er uppksirft að ljómandi góðri skordýrafælu.
2–3 stór hvítlauksrif, rifin eða pressuð
1 lítill rauður chili (eða ½–1 tsk chili-duft)
1 lítri volgt vatn
1 teskeið mild uppþvottasápa (ilmlaus – hjálpar úðanum að loða við kálblöðin)
1 tsk eplaedik
Leiðbeiningar
Hvítlaukur og chili sett í pott með vatni – sjóða í 5–10 mínútur.
Vökinn látinn kólna og agnirnar síðan sigtaðar frá.
Vökvinn settur í úðabrúsa og hrist fyrir notkun.
Notkun
Úðað beint á laufblöð, bæði ofan á og undir.
Endurtekið 1–2 sinnum í viku eftir þörfum.
Prófa fyrst á lítinn hluta plöntunnar til að tryggja að hún þoli úðann.
Ekki er úðað í sólskini – getur valdið brunablettum.
Látta líða 1–2 daga frá úðun áður en salatið er borðað og skola vel fyrir neyslu. Verði ykkur að góðu.