Greinasafn fyrir merki: Heinrich Böll

Húsið hans Heinrich Böll og Claire Keegan

Ég reyndi að ímynda mér hvernig húsið hafi verið sem Heinrich Böll og fjölskylda höfðu til umráða á Írlandi eftir seinni heimsstyrjöld. Sumarið 1974 fór ég með félögum mínum akandi suður Noreg, allt Þýskaland, til Austurríkis, Ítalíu og Sviss. Svo skildi ég við þá og fór yfir landmærin og til Staufen, bæjar skammt frá Freiburg. Þar var ég svo að læra þýsku í Goethe Institut með fólki úr öllum heimshornum. Þar voru öflgir og áhugaverðir Kóreubúar sem vildu kynna sér þýska sögu og menningu. Þeir töldu sig geta lært af Þjóðverjum hvernig ætti að búa við klofning eigin þjóðar. Ítalirnir skemmtu sér, Japanirnir voru iðnir og sendiherra Írlands í Þýskalandi var ötulastur við námið. Ég lagðist þessar vikur yfir þýskar bókmenntir og las í yndislegu sumarveðri m.a. írsku dagbók Heinrich Böll, notaði orðabók, glósaði og ræddi við ambassadorinn elskulega um Írland.

Hvernig var ströndin hans Böll í Cooagh-þorpi á eyjunni Achill? Var honum nauðsyn að flýja stríðshrjáð Þýskaland? Ég vissi vel að Böll hafði verið neyddur í þýska herinn en líka að honum var illa við Hitler og nazismann og gerði upp við ástæður, samhengi og inntak stríðs og ofbeldis. Wo warst du Adam er önnur eftirminnileg bók Böll sem ég las á sínum tíma. Dagbók Böll frá Írlandi kemur mér í huga núna þegar einræðisöfl sækja að og vegið er að vestrænu og bandarísku lýðræði. Bókin er ekki venjuleg dagbók heldur fremur hugleiðingar sem spruttu upp í huga flóttamannsins frá hryllingi stríðs og leitaði athvarfs í fátæktartilveru yndislegs fólks á Atlanshafsströnd Írlands.

Ég hreifst af rithöfundinum Claire Keegan þegar ég las bækur hennar Smámunir sem þessir og Fóstur. Í fyrrasumar skutumst við Jón Kristján, sonur minn, til Dublin. Við komum við bókabúð í miðbænum og ég spurði bóksalann hver væri besti höfundur Írlands nú. Hún svaraði brosandi og án þess að hika: „Það er Claire Keegan. Hún er frábær.“ Svo gaf forlagið Bjartur fyrir skömmu út fína þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur á þremur smásögum hennar undir heitinu Seint og um síðir. Vinkona okkar kom færandi hendi og gaf konu minni bókina. Svo þegar hún var búin að lesa vildi hún alls ekki skýra frá innihaldinu og sagði glettnislega að ég yrði sjálfur að lesa. Þegar hún bregst svo við eru bækurnar góðar og ástæða fyrir mig að lesa líka. Ég plægði því í gegnum þessar þrjár mögnuðu frásagnir, sem eru engar smásögur heldur allar margvídda stórsögur. Og þá kom Böll upp úr kafinu og þar varð samsláttur kraftanna í mínum huga. 

Keegan segir í miðjusögunni, Langur og kvalafullur dauðdagi, frá komu og veru rithöfundar í Böll-húsinu í Achill, konu sem hafði fengið húsið lánað til að vinna við lestur og skriftir. Tilfinningum er lýst og líðan í aðstæðum, rými, umhverfi og tengslum við náttúrukrafta, mas hænu og ref, sem og Chekov.

Claire Keegan skrifar af  næmni um yfirgang, ofbeldi og illsku í ýmsum myndum í sögum sínum. Þessar þrjár sögur í nýju bókinni eru rosalegar. Og í Böll-hús-sögunni verður rithöfundurinn fyrir aðsókn þýsks háskólamanns og síðan ofbeldi hans. Hann smættar konuna, veður yfir mörk hennar, msinotar gæsku hennar, gerir lítið úr getu hennar og yfirskyggir fegurð húss, sögunnar og svæðis með heift sinni og einsýnni veraldarsýn. Hann er sem afturganga nazismans? Er hann tákn um aðsókn ofbeldisins í túlkun Claire Keegan? Ég held að svo sé – tákn um vaxandi illsku. Allt í einu kom Böll-húsið til mín og með allt öðrum hætti en ég átti von á.

Verum á verði gagnvart illskunni – hvaðan sem hún kemur. Og lesum Seint og um síðir. Böll fékk Nóbelinn og ég held að Claire Keegan sé á biðlista þar líka. En aðalmálið er að lifa vel, iðja og biðja: … frelsa oss frá illu. 

THE HOUSE OF HEINRICH BÖLL AND CLAIRE KEEGAN
I tried to imagine the house that Heinrich Böll and his family had at their disposal in Ireland after World War II. In the summer of 1974 I drove with my friends from Oslo, through all of Germany, to Austria, Italy and Switzerland. Then we departed and I crossed the German border and went to Staufen, a small town not far from Freiburg . There I was in a Goethe Institut with people from all over the world learning German. I remember vividly the interesting group of South-Koreans who wanted to understand German history and culture. They thought they could learn from the Germans how to cope with the division of their own nation. The Italians had fun, the Japanese were industrious and Ireland’s ambassador to Germany was the most industrious in his studies. I was interested in getting to know German  literature. I knew it would help me learn German and I bought and read Heinrich Böll’s Irisches Tagebuch – the Irish diary. I did use a dictionary, took notes, repeated the words and learned bits and pieces of the language but I was fascinated by Böll and talked to the ambassador fondly about Ireland and Böll’s description. He was diplomatically impressed. 

What was Böll’s house like in the Cooagh-village on Achill? Was he forced to flee war-torn Germany? I knew that Böll had been drafted into the German army, but also that he disliked Hitler and Nazism and had to come to terms with the reasons, context and content of war and violence. Wo warst du Adam is also memorable book on evil and it’s concrete manifestations. Böll’s books come to mind now when authoritarian forces are advancing and Western and American democracy is being weighed down. They are meditations and reflections that soothed a troubled refugee from the horrors of war and being calmed in the culture of wonderful people on the Atlantic coast of Ireland.

I was thrilled by the author Claire Keegan when I read her books Small Things Like These and Foster. Last summer, my son Jón Kristján and I, went to Dublin. We entered a bookstore in the city-center and I did ask the bookseller who was the best author in Ireland right now. She replied with a smile and without hesitation: „It’s Claire Keegan. She’s fantastic.“ Then the Icelandic publisher Bjartur recently published Helga Soffía Einarsdóttir’s fine translation of three of Keegan’s short-stories with the title Seint og um síðir. A friend came to our house and gave the book to my wife. So when she was done reading, she refrained from describing or explaining the content of the stories. With a blink in her eyes she said I had to read them myself. I did. They are amazing stories, not short stories at all but multi-dimensional giants with immense power. Two of them told from the perspective of women and one from the perspective of a cheap guy. 

And then Heinrich Böll reappeared and in my mind and there was a fusion of forces. In the second story of the three, The Long and Agonizing Death, Keegan tells of the arrival and dwelling of a writer in the Böll-cottage in Achill, a woman who had borrowed the house to write and read. Keegan writes about the feelings of the hero in approaching the cottage, entering it, being there, the space, surroundings and relationships with natural forces, a hen and a fox included, as well as with a Chekov-story – all of this is described.

Claire Keegan is a master in writing about aggression, violence and evil and their appearances and disclosure in various forms. In the Böll-cottage-story, the resident writer is exposed to the visit of a German academician and then to his violence. He belittles the woman, the writer, oversteps her boundaries, abuses her goodness, belittles her abilities and overshadows the beauty of the house and the region with his fury and one-sided view of the world. He is like a ghost or sign of the rebirth of fascism – Nazism? Is he a symbol of the onslaught of violence? I think Claire Keegan interpretates latent and growing evil. 

All of a sudden, the Böll-cottage came to me and in a completely different way from what I expected. Reading Böll and Keegan we are urged to be alert – be on guard against evil – wherever it comes from and in whatever form or people. Let’s read slowly and attentively. Böll got the Nobel-price and I think Claire Keegan is on the waiting-room for it too.